Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. desember 2004 P arís var höfuðborg myndlistar á fimmta áratug 20. aldar og í upphafi þess sjötta, á þeim tíma sem margir íslenskir myndlist- armenn dvöldu þar um skeið við nám í virtum listaskólum og kynntust alþjóðlegum hræringum. Á árunum 1947–1953 var í París hópur íslenskra mynd- listarmanna sem varð handgenginn einum anga abstraktlistar, svokallaðri geómetríu eða strangflatarlist. Þetta voru m.a. þau Nína Tryggvadóttir, Gerður Helgadóttir, Guð- munda Andrésdóttir, Þorvaldur Skúlason, Valtýr Pétursson, Jó- hannes Jóhannesson, Hörður Ágústsson, Benedikt Gunnarsson, Hjörleifur Sigurðsson og Valgerður Hafstað, en auk þeirra kynntist Karl Kvaran listinni í Danmörku þar sem hann var við nám. Á sept- embersýningunni sem haldin var árið 1951 voru sýnd í fyrsta sinn hérlendis geómetrísk flatarmálverk á Íslandi; gleggstu dæmi um þau voru í verkum Valtýs Péturssonar og einnig báru verk Þorvaldar Skúlasonar sterk merki hennar. Geómetrían náði fótfestu hér- lendis og varð að ráðandi stefnu eftir þessa sýningu í íslenskri myndlist, allt fram yfir miðjan sjötta áratuginn. Geómetrían var hin nýja hreina list, þess nýja heims sem rísa skyldi úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar, hvort í senn bygging- arefni í þjóðfélagslegum skilningi og í mynd- listinni. Fígúratíf list þótti aftur á móti vera tákn um afturhvarf til fallinnar heimsmyndar. Hin nýja list byggðist á tvívíðum myndfleti, á geómetrískum formum eins og hring, ferningi og þríhyrningi, beinum línum og hornréttum myndflötum, og skyldi vera án tengsla við náttúruna og hinn ytri veruleika, þ.e. vera „hrein“ sköpun listamannsins. Meðal hörðustu málsvara abstraktlistar í París á þessum tíma var listaverkasalinn Denise René og gallerí hennar varð nokkurs konar suðupottur fyrir geómetríuna. René sýndi þar verk nær óþekktra listamanna, hlúði að grasrótinni, og gaf út fjölda lista- verkabóka, ósérhlífin við að kynna þá sem síð- ar urðu merkustu listamenn geómetrískrar abstraktlistar. Þessir listamenn og sýningar René höfðu mikil áhrif á íslensku listamenn- ina sem þá dvöldu þar ytra. Denise René er enn að á níræðisaldri, rek- ur tvö gallerí í París, eitt í rue Charlot í Mýr- arhverfinu og hitt í Saint Germain, ferðast enn heimshorna á milli í leit að fram- bærilegum listamönnum til að sýna í galleríi sínu. Í galleríinu þar sem viðtalið fór fram var nýbúið að opna sýningu á verkum Svisslend- ingsins Karl Gerstner en René hefur sýnt verk hans allt frá árinu 1959. Faðir René var silkikaupmaður og kynntist hún þannig fjölmörgum listamönnum sem gerðu mynstur og forteiknun fyrir hann. René ólst upp við lifandi umræður um listir og pólitík, tók snemma þátt í fjölskyldu- rekstrinum auk þess sem faðir hennar var listaverkasafnari.1 Opnun listgallerís eftir stríð tengdist að stórum hluta kynnum henn- ar við mikilvægan áhrifavald íslensku mynd- listarmannanna, Victor Vasarely (1908– 1997).2 Það var Denise René sem kom honum á framfæri og höfðu þau mikil áhrif hvort á annað; Vasarely virðist hafa verið í broddi fylkingar meðal geómetrísku listamannanna í galleríi René: „Já, foringinn var Vasarely. Það var mikill smitandi kraftur í honum og var hann því í fleiri en einu tilliti foringi. Ég hitti Vasarely fyrst árið 1939 á Café de Flore. Hann var kynntur fyrir mér sem vísigreifinn Victor de Vasarely, kominn af ungversku aðalsfólki. Hann var þá giftur í Ungverjalandi en hafði komið einn til Parísar árið 1930. Eins og margir vita, það er ekkert leyndarmál, áttum við Vasarely í löngu ástarsambandi. Í júní 1940 komu Þjóðverjarnir og hernámu París. Café de Flore var samkomustaður róttæka gáfumannaliðsins á vinstri vængnum; margir vina minna stóðu nálægt súrrealista- forsprakkanum André Breton og Leon Trotski, Októberhópnum svokallaða. Þarna voru einnig listamennirnir Antonin Artaud, Picasso og Dora Maar, Giacometti, leikkonan Simone Signoret og margir fleiri. Þetta voru nokkrir hópar eða klíkur sem ekki blönd- uðust, við blönduðumst t.d. ekki hópi Jean- Paul Sartre og Jacques Prévert. Við komum saman á Café de Flore á hverju kvöldi klukk- an 7, samkvæmt ritúalinu.“ Á þessum tíma var Vasarely svart- listamaður, vann fyrir sér sem auglýs- ingateiknari, og var ekki orðinn abstrakt- listamaður heldur undir áhrifum kúbisma og súrrealisma. Draumur hans var að stofna skóla þar sem allar listgreinar væru undir sama þaki, í anda Bauhausskólans; draum- urinn um samþættingu allra listgreina. „Ég sagði við hann að ég hefði til umráða autt hús- næði, 124 rue La Boétie, sem ég vissi ekki hvað ég ætti að gera við. Hann stakk upp á vinnustofu, galleríi fyrir skreytingar og aug- lýsingateiknun og það varð úr.“ – Á þessum tíma var húsnæðið einnig notað fyrir neðanjarðarhreyfingu, andspyrnuhreyf- inguna … „Jú, á þessum tíma, um 1943, hýstum við fjölmarga í fjölskylduíbúð okkar og galleríið varð að vinnustað neðanjarðarhreyfingar, þar gat flóttafólk fengið vinnu og húsaskjól. Fjöl- skyldan mín tók virkan þátt í hreyfingunni, bræður mínir Marcel og René báru út áróð- ursblöð um alla París gegn Þjóðverjum. Þeir hefðu verið drepnir á staðnum ef upp hefði komist. Mágur minn var mjög virkur í and- spyrnuhreyfingunni og stakk upp á því að nota galleríið fyrir fundi andspyrnuhreyfing- arinnar og ég samþykkti það strax. Þetta var háskalegur leikur því beint á móti galleríinu, hinum megin við götuna, voru skrifstofur Þjóðverja, Staffel [Propaganda Staffel], nokkurs konar áróðurshöfuðstöðvar. Ég vissi sem var að engum dytti í hug að svo nálægt skrifstofum Þjóðverjanna færi fram slík neðanjarðastarfsemi, að þarna funduðu for- kólfar andspyrnuhreyfingarinnar!“ – Fyrsta sýningin í Galleríi Denise René, opnunarsýningin, var á verkum Victor Vas- arely, var það ekki? „Já, árið 1944 notuðum við svo húsnæðið, sem þá varð gallerí, til að sýna verk Vasarely eða öllu heldur rannsóknir hans á litum, formi, ljósi og hreyfingu, hann var þá enn fíg- úratífur listamaður en hóf svo nokkru síðar að þróa kerfi sem varð mikilvægt hugmynda- fræðinni á bak við geómetríuna. Enn tókum við áhættu því þetta var alls ekki listin sem Þjóðverjarnir töldu hina réttu, heldur for- dæmdu og bönnuðu slíka nútímalist. Margir komu á þessa sýningu; André Breton var mjög hrifinn, sá í Vasarely mikið efni í súr- realista; tækni Vasarely var fullkomin, í anda Joan Miró og René Magritte, og það vakti hrifningu. Þá þegar hét galleríið mitt Denise René. Fjölskyldunafn mitt áður var Bleibtreu. Fað- ir minn var gyðingur en móðir mín kaþólsk, ég þurfti því ekkert að breyta nafninu mínu sérstaklega eftir að Þjóðverjar hernámu Par- ís, gerði það reyndar tveimur árum fyrir stríð. Þetta nafn, René, var í miklu uppáhaldi hjá föður mínum, var skírnarnafn frænda míns sem lét lífið í fyrri heimsstyrjöldinni.“ – Hvernig var andrúmsloftið í París eftir seinni heimsstyrjöldina, hvaða augum horfðu listamenn á framtíðina? „Þegar París var frelsuð var allt hægt. Heimurinn opnaðist, við ætluðum að byggja hann upp á nýtt, meðalmennskan myndi hverfa og við myndum aldrei upplifa villi- mennsku aftur. Þetta var auðvitað ótrúlega barnalegt viðhorf en þannig var andrúms- loftið, fullt af von, krafti og eftirvæntingu.“ – Hugur þinn hefur leitað snemma í ab- straktlistina og síðan í geómetríska list? Hvernig var hún séð? „Hún átti erfitt uppdráttar. Galleríin í Par- ís sýndu einkum verk í anda kúbisma, eftir Picasso, Georges Braque o.fl. Hið þekkta gallerí á þessum tíma, Galerie de France, sýndi þá listamenn sem voru undir beinum áhrifum frá þessum meisturum. Ég kynntist reyndar fyrst verkum súrrealistanna í Galer- ie Jeanne Bucher; verkum eftir Salvador Dali, Giorgio de Chirico, Max Ernst, Yves Tanguy, þarna uppgötvaði maður nútíma- listina. Í upphafi sýndi ég súrrealistana, því þeir tóku stórt og mikið pláss í Frakklandi; hrein bylting sem náði út fyrir myndlistina, því þetta var bókmenntastefna líka. Í júní 1945 sýndi ég verk eftir Max Ernst, svo sýndi ég líka listamenn Dadahópsins. En þegar ég sýndi verk Auguste Herbin árið 1946 hafði ég markað mér stefnu og hætti öllum stílþreifingum. Vasarely varð fyr- ir miklum áhrifum af þessari sýningu, en varð ekki abstraktmálari fyrr en 1946–1947. Ég vildi agaða list, strangleika sem öryggi í hverfulum heimi, nokkurs konar grunn sem hægt væri að byggja á. Ég vildi kynna og kynnast algjörlega nýrri list, list sem átti rætur að rekja til meistaranna Wassily Kand- insky og Piet Mondrian og fljótlega mynd- aðist hópur í kringum galleríið mitt af lista- mönnum sem störfuðu í þessum anda Mondrian og Kandinsky; Victor Vasarely, Jean Dewasne, Jean Deyrolle var líka í þess- um hópi, Serge Poliakoff, Robert Jacobsen, Richard Mortensen o.fl.“ – En nú voru verk Mondrian ekki sýnd í söfnum Parísarborgar á þessum tíma. Samt bjó hann í París á árunum 1919–1938 … „Nei, það þurfti að bíða lengi eftir því. Ég get sagt þér eina sögu. Árið 1956 var ég við- stödd opnun á verkum Jacobsen í Stedelijk Museum í Amsterdam. Forstöðumaður safns- ins þá var Willy Sandberg. Ég spyr hann kok- hraust við það tilefni: Hvenær ætlið þið að sýna verk Mondrian í Frakklandi? Sandberg svaraði reiður: „Aldrei, útrætt mál. Svo lengi sem ég lifi. Söfnin í Frakklandi hafa neitað Geómetría sem átrúnaður Meðal hörðustu málsvara abstraktlistar í París eftir seinna stríð var listaverkasalinn Denise René og gallerí hennar varð nokkurs konar suðupottur fyrir geómetríuna. Denise René er enn að á níræðisaldri, rekur tvö gall- erí í París, annað í rue Charlot í Mýrarhverf- inu og hitt í Saint Germain, og ferðast enn heimshorna á milli í leit að frambærilegum listamönnum til að sýna í galleríi sínu. Hér er spjallað við hana um spennandi feril og við- horf til myndlistarinnar. Eftir Hönnu Guðlaugu Guðmundsdóttur hanna.bertrand @isl.is Hreyfingin Frá sýningunni Le Mouvement eða Hreyfingunni sem haldin var árið 1955 í galleríi Den- ise René í París. Til vinstri er verk eftir Jesus Raphael Soto, fyrir miðju verk Jean Tinguely og til hægri er verk Victor Vasarely. Denise René Með nokkrum af virtustu listamönnum gallerísins; frá vinstri Serge Poliakoff, Victor Vasarely, Denise René, Jean Dewasne og Jean Deyrolle, árið 1947. Mynd úr einkasafni Denise René og birt með hennar leyfi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.