Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. desember 2004 | 11 www.boksala.is Stúdentaheimilinu v/Hringbraut – s: 5 700 777 E N N E M M / S IA / N M 14 2 2 7 Tilbo›sver› á jólabókunum fiú fær› allar jólabækurnar hjá okkur. Fram til jóla bjó›um vi› n‡jar íslenskar bækur á sérstöku tilbo›sver›i. Líttu vi› á heimasí›u okkar e›a í versluninni og kynntu flér hi› margróma›a Bóksöluver› sem oftar en ekki er hagstæ›asta bókaver›i› í bo›i. Stríðsbarbí og dúkkulísur. Hér eftir Kristínu Ómarsdóttur. Hipp-hopp fyrir fullorðna. Andræði eftir Sigfús Bjartmarsson. Milli orða og punkts. Ljóð eftir Val Brynjar Antonsson. Hvaða gagn er að Freud? Kaktusblómið og nóttin. Ævisaga Jóhanns Sigurjónssonar. Höfundur til sölu. Bulgari-sambandið eftir Fay Weldon. Metn- aðarfull byggðasaga. Byggðasaga Skagafjarðar — um Lýtingsstaðahrepp. Leit að sjálfsmynd. Birta eftir Draumeyju Aradóttur. Partí hjá Friðberti. Samkvæmisleikir Braga Ólafssonar. Halldór um Halldór … Halldór Laxness ævisaga eftir Halldór Guðmundsson. Bækur Þ að er span á Einari Má Guð- mundssyni rithöfundi þessa dagana. Hann er að fylgja eftir útgáfu Bítlaávarpsins, nýjustu bókar sinnar; er nýkominn úr upplestrarferð um Austfirði, hafði þá viðkomu í sjónvarpssal þar sem bók- in var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna og svo er hann að lesa um allan bæ, í skólum, stofnunum og fyr- irtækjum. Er hann ekki þar með eins og einn rokkaranna sem lýst er í bókinni, í miðri tónleikaferð og í stað gítars eða bassa mætir hann með bókina á sviðið? „Jú, jú, það má segja að röddin sé mitt hljóðfæri,“ segir Einar Már þar sem hann situr með bókastafla á báðar hendur í vinnu- stofu sinni. „Svo er ég líka mikið í þessu er- lendis, þetta eru eins konar tónleikaferðir. Maður er að miðla sínum texta og fær við- brögð við honum. Textinn á sínar raddir og fólk hefur gaman af að heyra höfundinn lesa þær.“ – Þú vottar Bítlunum og rokktónlistinni virðingu þína í þessari bók, og hyllir þessa uppsprettu sem áhrifavald. „Þetta er sú tónlist sem ég er alinn upp við og hún hefur haldið áfram að vera síkvik uppspretta. Það er því ekkert skrýtið að maður freistist til að kveikja úr því sögu. En um leið er fyrir mér ákveðin lífshylling í rokktónlistinni. Í mínum huga er þessi saga því eins konar óður til lífsgleðinnar. En í drifkrafti lífsins er líka alltaf nokkur blús – og hann er líka til staðar í sögunni. Það er í sjálfu sér ekkert ósvipaður lífs- skilningur í þessari sögu og í öðrum sögum sem ég hef skrifað. Yfirleitt eru allar mínar persónur í sambandsleit við lífið – og ná því á misfurðulegan hátt.“ – Þú ákveður að kalla hér fram gamla kunningja, Jóhann Pétursson, og fleiri sem birtust í þríleiknum Riddarar hringstigans, Vængjasláttur í þakrennum og Eftirmála regndropanna, bókum sem byrjuðu að koma út fyrir 22 árum. Þú segist sækja þá í skrif- borðsskúffuna. Hefur þessi saga beðið þess lengi að vera skrifuð? „Já. Mikið af efninu í þessari sögu varð til um leið og ég vann að þeim bókum. Síðan hefur maður af og til skoðað þetta. Þetta var náttúrlega allt handskrifað á sínum tíma, eins og þú getur séð hér“ – og Einar teygir sig í þykkan bunka af blöðum sem liggur á gólfinu og réttir mér: ekki fer á milli mála að þar er saga Jóhanns Péturssonar skrifuð með bláum kúlupenna. „Á einhverju stigi fór ég að slá þessu inn í tölvu og fór þá að fikta í þessu. Þessi saga á langt ferli. Þessi blöð skrifaði ég fyrir svona tuttugu árum. En allt hefur þetta tekið miklum breytingum. Mig hefur þannig alltaf langað að fjalla um ástina, en í eldri bókum fannst mér ég aldrei ráða al- mennilega við það, fyrr en nú. Ég fór eins og köttur kringum heitan graut. En þetta er oft þannig í mínum bókum; eitthvað lifir frá einni bók til annarrar en er tekið nýjum tök- um. Þetta eru samræður á milli tímabila. Það er allt öðruvísi söguheimur í þessari bók en þeim fyrstu, tökin eru öðruvísi. Það kemur líka til af eðli tímans, hvernig heim- urinn hefur breyst. Sögur eins og Riddarar hringstigans og Vængjasláttur í þakrennum eru skrifaðar á tímum kalda stríðsins. Kalda stríðið var oft ákveðin viðmiðun í þeim sagnaheimi. Nú er ég að spila út frá allt öðr- um viðmiðum. Ég er að horfa á frelsi þessara tíma, á sjöunda áratugnum. Þessi uppeldis- skilyrði, hvernig börn og unglingar lifðu í heimi sem einkenndist af meira persónulegu frelsi en ríkir í dag, þar sem óttinn er eins og girðing. Börn mega ekki eins mikið í dag, þau eru svo vernduð. Sem er ekkert slæmt í sjálfu sér. Hér áður fóru krakkar býsna ung- ir í bæinn, þau þvældust um og seldu blöð, voru óhrædd að fara ofan í skip eða inn á alls konar búllur, og gatan var félagsmiðstöðin. Á vissan hátt er ég þarna að hylla þetta forn- kveðna, að maður sé manns gaman. Mér finnst það eiga dálítið í vök að verjast í dag, vegna alls þessa ótta. Ýmis viðmið hafa breyst. Kannski má segja að heimurinn sé orðinn hættulegri, ég veit það ekki.“ Listræn frjósemi nútímans – Eins og oft áður leikur þú þér að því að draga fram eftirminnileg einkenni hlutanna, hvort sem það er græn taska stráksins sem ber út Alþýðublaðið, slagurinn um Kana- sjónvarpið, kalda stríðið. Það er eins og les- andinn horfi á hluti sem allir eru horfnir – nema rokktónlistin. Hún lifir enn. „Jú, einmitt það sem menn héldu að væri tímabundin tískubóla; það lifir enn. Rokkið er eilíft. Það er líka rokk í allri góðri list. Það er heilmikið rokk í Shakespeare, í Majak- ovskí og í Rimbaud. En mér finnst það líka alltaf ákveðin stefna að rifja upp einkenni tímanna, til að miðla þeim áfram. Ég sé þetta ekki bara sem einhvern liðinn áratug, ég sé þetta sem hluta af eilífðinni. Margt af því sem var talið rétt þá sjáum við nú að var misskilningur. Við, þessi kyn- slóð sem ég er að skrifa út frá, vorum lýð- veldisbörn. Við vorum þessir frjálsbornu ein- staklingar sem mikils var vænst af. Við vorum alin upp í eins konar ungmennafélags- anda af hálfu yfirvalda. Við áttum að bera of- boðslega virðingu fyrir öllu sem var þjóðlegt, hylla fánann og helst fara um í skátabún- ingum. Síðan kemur heimurinn til okkar að utan. Í gegnum rokktónlistina, bíómyndir, og yfirvöld guldu vissan varhug við þessu. Menn sáu þessa framandi menningu sem hálfgerða atlögu að lýðveldinu. Það var alltaf verið að Það er heilmikið rokk í eilífðinni Í Bítlaávarpinu, nýrri skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, hitta lesendur fyrir gamla kunningja úr sögum höfundarins. Drengirnir sem voru kynntir til leiks í Riddurum hring- stigans eru orðir unglingar og rokkið og ást- in bylta lífi þeirra. Einar Falur Ingólfsson ræddi við nafna sinn um Bítlana, sjöunda ára- tuginn og skáldskapinn. Morgunblaðið/Einar Falur „Rokkið er eilíft. Það er líka rokk í allri góðri list.“ Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.