Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Síða 21
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. desember 2004 | 21
Tvö óútgefin lög eftir John Lenn-on verða í nýjum söngleik um líf
þessa fyrrverandi bítils sem til
stendur að setja upp á Broadway.
Ekkja Lennons, Yoko Ono, hefur
gefið höfundi söngleiksins og leik-
stjóra, Don
Scardino, form-
legt leyfi til að
nota lögin, sem
heita „India,
India“ og „I
Don’t Want to
Lose You“.
Haft hefur ver-
ið eftir Scardino
að sögð verði
saga Lennons
með því að notast við hans eigin
texta og tónlist.
Sýningar hefjast á söngleiknum í
Broadhurst-leikhúsinu í New York
7. júlí 2005 en hann verður heims-
frumsýndur 12. apríl. Um tuttugu
manns munu taka þátt í uppfærsl-
unni, tíu leikarar og söngvarar og tíu
manna hljómsveit.
Lennon samdi lagið
„India, India“ er þeir
Bítlar heimsóttu Mah-
arishi Mahesh Yogi til Indlands árið
1968. „I Don’t Want to Lose You“
átti upphaflega að vera í The Beatles
Anthology-safninu sem kom út 1990
en tæknileg vandkvæði komu í veg
fyrir að það gæti verið með í safninu,
sem átti að vera tæmandi heimild
um óútgefið efni sem þeir Bítlar
sömdu á meðan þeir störfuðu saman.
Manchester-brautryðjendurnir íNew Order ætla að gefa út
nýja plötu snemma á næsta ári. Þá
verða liðin þrjú og hálft ár síðan
platan Get Ready kom út en hún
fékk heldur dræmar viðtökur miðað
við fyrri verk sveitarinnar, sér-
staklega þau sem komu út á 9. ára-
tug síðustu aldar.
Á netsíðunni worldinmotion.net
segir að sveitin sé langt komin með
plötuna og upptökustjórar hafi verið
m.a. Tore Johansson, sem unnið hef-
ur m.a. með Cardigans og Franz
Ferdinand; Stephen Street, sem
hefur unnið með The Smiths, Blur
og Cranberries; og John Leckie,
sem stýrði m.a. upptökum á rómaðri
fyrstu plötu Stone Roses.
Eilífðarrokkararnir í Rolling Stones tóku á dögunum upp
lög í París ásamt upptökustjóranum
Don Was sem
ætlað er að vera á
næstu plötu
sveitarinnar. Til
stendur að sveit-
in komi aftur
saman á nýju ári
og klári þá plöt-
una, sem kemur
út í sumar ef allt
gengur að óskum.
Þetta hefur
Billboard.com eftir upptökustjór-
anum Was.
Hann segir hið nýja efni Stóns-
aranna talsvert ólíkt því sem þeir
hafa verið að gera síðustu árin.
„Mick og Keith sömdu lögin í nánari
samvinnu en þeir hafa trúlega gert
síðan á 7. áratugnum,“ fullyrðir
Was. „Ég leyfi mér að ætla að
aðdáendur Rolling Stones eigi eftir
að verða himinlifandi þegar þeir
heyra útkomuna og nýir aðdáendur
munu skilja hvers vegna þetta er
mesta rokksveit í heimi.“ Was segir
að léttleikinn hafi ráðið ríkjum við
upptökurnar og þeir Jagger og
Richards gripið í ólíklegustu hljóð-
færi, Richards bassa og Jagger
trommur. „Þeir kunna á öll hljóðfæri
og eru skrambi góðir,“ segir Was.
Hann staðfesti einnig að Charlie
Watts hefði verið með og spilað
„eins og ljón“ en hann þurfti nýverið
að gangast undir aðgerð til að láta
fjarlægja krabbamein úr hálsi.
Erlend
tónlist
John Lennon
New Order
Mick Jagger
Svavar Gestsson stóð fyrir því að systkininElly Vilhjálms og Vilhjámur Vilhjálms-son sungu inn á jólaplötu árið 1971.Platan heitir því hæverska nafni Elly og
Vilhjálmur syngja jólalög og er endurútgefin fyr-
ir þessi jól hjá Skífunni. Áður höfðu þau sungið
saman inn á þrjár plötur sem allar náðu miklum
vinsældum. Jólaplatan var því fjórða samstarfs-
verkefni þeirra og hefur hún sannarlega reynst
lífseig. Ég var ekki fædd þegar platan snerist
ófáa hringi á plötuspilurum landsmanna þessi
ágætu jól en hún hefur
samt mikla þýðingu fyrir
mig.
Lögin á plötunni hafa lif-
að af í þessum flutningi. Í
upprunalegri útgáfu plöt-
unnar bendir Svavar sérstaklega á eitt lag: „Þyk-
ir sérstök ástæða til að benda á lagið „Jólasnjór“
þar sem þau syngja fjórraddað eins og um söng-
kvartett væri að ræða, en svo vel leysa þau þetta
af hendi, að einstakt er.“ Svavar skrifar enn-
fremur að varla hafi verið til tæki til að taka upp
fjórraddaðan söng á þennan hátt, þótt það hafi
verið gert.
Það undirstrikar ef til vill kjarnann í plötunni,
hlutirnir eru framkvæmdir á einfaldan hátt, eins
og Jónatan Garðarsson útskýrir í plötuumslagi
nýju útgáfunnar. Hljóðritunin fór fram haustið
1971 í Tannlæknasalnum í Síðumúla. Tónlist-
armennirnir tóku upp allan undirleikinn á einu
bretti og síðan komu Elly og Vilhjálmur og klár-
uðu sönginn í einum rykk. Þessi einfaldleiki er
það sem ekki síst heillar núna, þegar ýmsir stæl-
ar og útflúr tröllríða upptökustíl á poppplötum.
Alls eru tólf lög á plötunni og valdi Svavar lög-
in en þarna á milli voru lög, sem höfðu verið
kynnt í jólaþáttum Stundarinnar okkar í Sjón-
varpinu. Þess má geta að í þessari nýju útgáfu
fylgja textarnir í umslagi þannig að öll fjöl-
skyldan ætti að geta sungið með.
Á plötunni eru frábær lög eins og „Hátíð í bæ“,
„Hvít jól“, „Litla jólabarn“ og „Jólin allsstaðar“.
Líka eru í uppáhaldi hjá mér léttari lögin eins og
„Ég sá mömmu kyssa jólasvein“, „Jólasveinninn
minn“ og „Snæfinnur snjókarl“, lög sem mér
finnst yfirleitt ekki skemmtileg í öðrum útsetn-
ingum. Reyndar er erfitt að velja á milli laganna
og er platan góð eins og hún stendur í heild sinni
og er hreinlega ekki hægt að sleppa einu einasta
lagi þegar hlustað er á plötuna í gegn.
Það felst ákveðin fortíðarþrá í því að hlusta á
þessa plötu. Lögin á plötunni hafa öll hljómað á
Rás 1 um jólin frá því ég fæddist og eins og flest-
ir vita eru ýmsar hefðir í hávegum hafðar um jól-
in. Jafnvel nýjungagjarnasta fólk vill hafa hlutina
í föstum skorðum yfir jólin. Fólk borðar sama
matinn og hlustar á sömu tónlistina aftur og aft-
ur. Það er ástæða þess að sum jólalög lifna við á
hverjum jólum. Að hlusta á Elly og Vilhjálm
syngja jólalög vekur ákveðna öryggistilfinningu
og vellíðan, sem nýrri plötur ná ekki að fram-
kalla. Að minnsta kosti ekki enn.
Hátíð í bæ
Poppklassík
Eftir Ingu Rún
Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
Þ
að er öruggt mál að Eddie Vedder
og félagar í Pearl Jam fylgja sinni
fyrstu safnplötu úr hlaði með
blendnum huga. Það er nákvæm-
lega þetta sem hefur gert sveitina
svo áhugaverða, þessi togstreita
sem hljómsveitin virðist sífellt eiga í og sú þver-
sögn sem hún lifir stöðugt við. Meðlimir hafa
gengist fyrir því að strikamerkingum sé haldið ut-
an við plötuumslög, farið í mál við miðasölufyr-
irtæki vegna miðaverðs, neitað að gera mynd-
bönd, vart látið taka af sér
ljósmyndir og varla gefið út
smáskífur. Pólitísk (vinstri)
meðvitund sveitarinnar er
mikil en grasrótarsamtök sem meðlimir styðja
skipta tugum auk þess sem þeir sjálfir, eink-
anlega söngvarinn Vedder, hafa sig mikið í
frammi á þeim vettvangi. Þá gekkst sveitin fyrir
því árið 2000 að tónleikar þeirra yrðu gefnir út á
geisladiskum til að koma í veg fyrir sjóræn-
ingjaútgáfur og í dag hafa komið út um áttatíu op-
inberar tónleikaútgáfur með Pearl Jam á vegum
Sony-risans!
Það er samt eitthvað sem gengur ekki upp í
þessu öllu saman. Á meðan Pearl Jam-félagar
velja að gefa plötur sínar út hjá risafyrirtæki, og
hafa nýlega endurnýjað sína samninga, hafa þeir
kvartað og kveinað yfir of mikilli plötusölu? Pearl
Jam-aðdáendum, sem eru margir og býsna harð-
ir, er þá lítill greiði gerður með þessum tónleika-
plötum, þ.e. fjárhagslega. Það er staðreynd að
þeir sem hafa mjög mikið dálæti á einhverjum til-
teknum listamanni þurfa að eiga allt, a.m.k. allt
sem gefið er út opinberlega, og víst að einhverjir
eldheitir Pearl Jam-aðdáendur úti í heimi eru enn
að kaupa þessar plötur á raðgreiðslum.
Þetta tvöfalda siðferði hefur stundum valdið
miklu hausklóri hjá þeim sem fylgst hafa með
sveitinni og jafnvel aðhlátur.
Engu að síður er ekki hægt annað en dást að
einstrengingslegri ástríðunni sem meðlimir virð-
ast hafa fyrir því sem þeir eru að gera. Það má
endalaust deila um hversu göfug sendiför Vedd-
ers og félaga er en innblásin sendiför er það engu
að síður.
Dregið til baka
Pearl Jam stofnuðu þeir Jeff Ament bassaleikari
og Stone Gossard gítarleikari eftir að Mother
Love Bone lagði upp laupana, en það var nett
glyskennd rokksveit. Þeir tveir höfðu áður verið í
frum-gruggsveitinni Green River ásamt Mark
Arm og Steve Turner, sem síðar stofnuðu Mud-
honey. Mike McCready var fenginn inn á gítar og
söngvarinn Eddie Vedder, sem m.a. hafði rótað
fyrir Sykurmolana er þeir fóru til Bandaríkjanna
á túr, var ráðinn söngvari, nokkuð sem átti eftir
að reynast mikill happafengur. Pearl Jam hefur
haldist fremur illa á trommuleikurum en núver-
andi trymbill er Matt Cameron, fyrrverandi
Soundgarden-limur, sem reyndar spilaði inn á
fyrstu prufuupptökur Pearl Jam. Þá var Jack
Irons lengi vel trommari en hann hafði áður leikið
með Red Hot Chili Peppers (og er maðurinn sem
kom Vedder inn í bandið).
Pearl Jam gaf út sína fyrstu plötu árið 1991,
Ten, og sló hún óðar í gegn. Hún er í dag þeirra
mest selda plata (12 milljónir eintaka). Pearl Jam
var þá ásamt Nirvana í fararbroddi gruggbylgj-
unnar þó að himinn og haf væru á milli sveitanna
tveggja. Eddie Vedder var þessi viðkvæma ég-vil-
öllum-vel-manngerð en Kurt Cobain var þessi við-
kvæma ég-hata-alla-manngerð. Heittrúðaðir
gruggarar litu Pearl Jam hornauga en fljótlega
eftir útkomu Ten varð sveitin heimsfræg, lang-
vinsælasta rokksveit Bandaríkjanna. Snemma
varð þó ljóst að meðlimir ætluðu ekki að dansa
eftir skipunum grástakkanna hjá Sony/Epic og
höfðu sitt í gegn enda vinsældirnar ógurlegar og
yfirmenn því tilneyddir að losa um ólina. Áhrif
Pearl Jam á seinni tíma sveitir hafa þá reynst
gríðarleg en djúp rödd Vedders hefur verið afrit-
uð af ótal síðgruggsveitum og söngstíllinn nánast
orðinn fasti hjá ungum rokksveitum sem sækja
sitt til gruggsins, sem enn þann dag í dag er heil-
mikill fjöldi (sjá t.d. Músíktilraunir).
Strax á annarri plötu sveitarinnar, Vs. (1993),
var ljóst hvert stefndi. Í stað þess að umfaðma
frægðina og veltast kátlega þar um, eins og flestir
gera, drógu Pearl Jam sig viljandi til baka. Engin
myndbönd eða smáskífur fylgdu Vs. og tónlistin
bar með sér tilraunakenndari blæ en áður. Vita-
logy (1994) var enn súrari og var aðeins til á vínyl
fyrstu tvær vikurnar. Nú fór líka að saxast á
aðdáendahópinn, en sú hæga þróun hefur verið
línuleg allt fram á þennan dag.
Pearl Jam hélt engu að síður einbeitt áfram í
þessum umleitunum sínum og 1996 kom No Code
út, þeirra besta verk til þessa. Hörð stefna með-
lima hafði borgað sig en þeir sjálfir voru orðnir
nánast ósýnilegir, einu myndirnar sem birtust af
þeim voru óskýrar svart/hvítar myndir inni í
plötuumslögum. Allir rokkstjörnustælar voru á
bak og burt, alvaran nánast of mikil og þeir sjálfir
hálfgerðir lúðar að sjá. Tónlistin átti sannarlega
að tala sínu máli.
Engu að síður missti sveitin dampinn næstu ár-
in. Yield (1998) og Binaural (2000) eru undir með-
allagi og ansi þunglamalegar (les: leiðinlegar). Á
Riot Act (2002) sýndi sveitin hins vegar loksins
hvað í henni býr, nokkuð þung reyndar í fyrstu at-
rennum en ólíkt hinum tveimur vex hún með tím-
anum.
Pearl Jam hefur túrað mjög reglulega frá
fyrstu tíð, þykir svakaleg tónleikasveit þar sem
allt er gefið, eðlilega. Siðustu mánuðir þessa árs
hafa Pearl Jam-menn aðallega verið að berja á
Bush en eru auk þess á fullu í ýmsum aukaverk-
efnum og allra handa athafnasemi.
Vel heppnað
Rearviewmirror (greatest hits 1991–2003) er tvö-
föld og inniheldur 33 lög. Engin tilraun er gerð til
að bjóða fólki upp á einhverja sjaldgæfa gullmola
utan að þrjú lög hafa verið endurhljóðblönduð
(„Once“, „Alive“ og „Black“, öll af Ten). Gullmol-
arnir komu líka því sem nær allir fram í dagsljósið
í fyrra á tvöföldu safnplötunni Lost Dogs: Rarit-
ies and B Sides. Sumir hafa gengið svo langt að
segja að sú plata fangi best hinn sanna anda Pearl
Jam og víst er að hér er á ferðinni ein fram-
bærilegasta b-hliðarplata sem út hefur komið.
Safnplatan er vel heppnuð. Það er ekkert sem
vantar sérstaklega og sjaldfundin lög eins og
„State Of Love And Trust“ úr Singles-myndinni
og hið vinsæla tónleikalag „Yellow Ledbetter“ eru
hérna. Það sem er þó tilkomumest er hversu heið-
arleg platan er. Af þessum 33 lögum eru aðeins 12
þeirra frá tímabilinu eftir Vitalogy. Það er ekkert
„gervi-jafnvægi“ á milli platna og þeir Pearl Jam-
félagar hafa þá skynsemi til að bera að gefa fólki
það sem það vill en um það snúast líka „Greatest
Hits“-plötur.
Pearl Jam vinnur nú að nýrri hljóðversplötu
sem út kemur á næsta ári og verður það áttunda
plata sveitarinnar.
Að breyta rétt – með því
að breytast ekki
Ferill bandarísku rokksveitarinnar Pearl Jam
hefur lungann af ferlinum snúist um erfiða sam-
þættingu listrænna heilinda og gríðarlegra vin-
sælda. Plötur sveitarinnar hafa selst í tugmillj-
ónum eintaka um heim allan, meðlimum að því
er virðist til baga. Fyrsta safnplata sveitarinnar,
Rearviewmirror (greatest hits 1991–2003), kom
út í síðasta mánuði.
Eftir Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
Rearviewmirror er fyrsta safnplata Pearl Jam Eddie
Vedder á tónleikum í Asheville, Norður-Karólínu, 6.
október, 2004. Tónleikarnir voru hluti af „Kjósum
breytingar“-tónleikaferðalaginu sem Pearl Jam og
fleiri stóðu fyrir með það að markmiði að koma
George Bush frá völdum.
Pearl Jam/Kerensa