Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 3
14.12.2003 | 3 4 Flugan Flugan flögraði um bæinn, meðal annars kom hún við á tónleikum. 6 Birna Anna veltir fyrir sér hvort of mikið málæði geti kæft alla rómantík. 6 Lofar góðu Davíð Þór Jónsson er tónlistarmaður sem blandar saman ýmsum tónlistar- stefnum. 8 Púlsinn Rebekka Rán Samper dregur upp mynd af Elínu Pálmadóttur. 10 Hver er Einar Örn? Tónlistarmaður í mörgum hlutverkum en þó segist hann ekki vera tónlistar- maður. 16 Karllægir krankleikar Slæm heilsa passar ekki við karl- mennskuímyndina en þó eru margvís- legir sjúkdómar sem hrjá karla komna á miðjan aldur. 24 Ólíkar ásýndir Sex konur á mismunandi aldri sýna á sér ólíkar hliðar. 31 Feðgin á slóðum forfeðranna Magnús Magnússon og dóttir hans Sally hafa gefið út bók sem segir frá sögulegu ferðalagi þeirra til Íslands. Blaðamaður hitti þau þar sem þau búa skammt norður af Glasgow. 34 Ósýnilegi jólagesturinn Íslendingar geta gefið andvirði einnar jólamáltíðar til að styrkja munaðarlaus börn í Afríku. 37 Straumar Felix Bergsson er þessa dagana að sýna Ævintýrið um Augastein í Tjarnarbíói. Góð og fín vín. Jólapakkar fyrir stjörnu- merkin. Hártíska. 42 Jamie Oliver 42 Álitamál Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp nokkrum hliðum á mannlegum málum. 45 Maður eins og ég Halldór Gíslason, deildarforseti hönnunardeildar Listaháskóla Íslands, svarar nokkrum spurningum eftir bestu samvisku. 45 Frá mínum sófa séð og heyrt Margrét Eir mælir með geisladiski, myndbandi, sjónvarpsþætti, bók og vef- síðu. 46 Pistill Kristín Marja segir að það sé lýjandi og næstum niðurlægjandi að kaupa mat- vörur á Íslandi. Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Margrét Sigurðardóttir margret@mbl.is, Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. Forsíðumyndina tók Oddur Þórisson í desember 2003. 10 2231 Einar Örn Benediktsson segir að sér finnist sem hann sé næstum því enn átján ára og enn að uppgötva lífið. Ummæl- in koma fram í lok viðtals Árna Matthíassonar við tónlistar- manninn um líf hans og tónlistarferil, sem spannar ríflega tuttugu ár, en sjálfur er Einar Örn fertugur. Hann er trúlega ekki ólíkur þorra fólks að því leytinu að finnast hann vera yngri en hann raunverulega er. Að eldast; verða unglingur, fullorðinn, miðaldra og aldraður markar yfirleitt ekki afgerandi tímamót því ellikerling hefur oftast þann háttinn á að læðast að fólki. Besta ráðið til að hindra framgang hennar er efalítið að gefa henni ekki færi á hugsunum sínum, vonum og væntingum – halda bara áfram að uppgötva lífið og gefa kerlingunni ekki hinn minnsta gaum. Að vísu er þetta ekki alveg nógu spaklega mælt því þegar heilsan er annars vegar er vissara að vera á varðbergi. Blöðruhálskirtilskrabbamein er svokallaður aldurstengdur sjúkdómur því hann leggst einkum á miðaldra karla og eldri. Á Íslandi eru árlega 160 karlar greindir með sjúkdóminn og eru þeir jafnmargir og þær konur sem greinast með brjóstakrabbamein. Sá hængur er á að karlar eru almennt tregari en konur að leita sér lækninga, eins og segir í grein Sveins Guðjónssonar, Karllægir krankleikar. Þar kemur líka fram að ástæðan sé sú að karlar líti svo á að slæm heilsa passi ekki við karlmennsku- ímyndina. Býsna máttlaus rök þegar líf og lífsgæði karla, og raunar flestra sem greinast með krabba- mein, eru undir því komin að meinsemdin sé greind og meðhöndluð í tæka tíð. „Ég var einn af þeim heppnu,“ segir Skúli Jón Sigurðarson, sem fyrir áratug gekkst undir vel heppnaða skurðaðgerð þar sem blöðruhálskirtillinn var numinn burt. Þá var hann 56 ára, sprækastur í sínum fjallgönguklúbbi og átti sér einskis ills von. Núna er hann 66 ára og gengur ennþá á fjöll. 14.12.03 40 L jó sm yn d: G ol li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.