Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 17
E ngin sérgrein fjallar um sjúkdóma karla með hliðstæðum hætti og sérgreinin kvensjúkdómar um konur. Báðar greinarnar eiga sér nöfn á latínu: andrologia er fræðin um karla og gynekologia er fræðin um konur. Umræðan um karlasjúkdóma sem sérgrein verð- ur þó sífellt fyrirferðarmeiri innan heilbrigðisgeirans, eins og fram kom á ráðstefnunni World Congress on Men’s Health, sem haldin var í Vínarborg í október síðastliðnum og var sú þriðja sem haldin er um karlaheilsu. Fyrirhugað er að halda þá fjórðu í Flórída í Bandaríkjunum á næsta ári. Sigurður Gunnarsson, heilsu- gæslulæknir í Búðardal, sótti ráðstefnuna vegna mikils áhuga á heilsufari karla og sjúkdómum, sem einkum gera vart við sig meðal þeirra. Þennan áhuga útskýrir hann á eftirfarandi hátt: „Kvensjúkdómalæknir þarf að kunna margt fyrir sér. Hann þarf að vera allgóður skurðlæknir og geta unnið hratt við keisaraskurð. Hann þarf að kunna fyrir sér í lyf- lækningum og vera vel að sér um hormóna. Hann þarf að vera góður geðlæknir og sálfræðingur, bæði er varðar samlíf kynja og þá geðsjúkdóma sem geta tengst kven- sjúkdómum og fæðingunni, frægasta og erfiðasta dæmið er fæðingarþunglyndi. Hjá körlum dreifast þessir þættir á margar sérgreinar. Þvagfæraskurðlæknar koma mikið við sögu. Sumir lyflæknar eru áhugasamir um andrologiu og einnig húðlæknar, sem koma að greininni, þar eð kynsjúkdómar eru flokkaðar undir sömu sérgrein. Sumir geðlæknar eru einnig mjög áhugasamir um vandamál karla. Jafnvel fyrrnefndir kven- sjúkdómalæknar geta einnig sinnt körlum, einkum þeir sem eru sérfróðir um ófrjó- semi. Heimilislæknirinn sameinar alla þessa þætti, þar sem hann reynir eins og hægt er að vera vel að sér um vandamál beggja kynja og það er þannig sem ég kem að þessu,“ sagði Sigurður. Á heimsráðstefnunni í Vínarborg var fyrst rætt almennt um heilsufar í heiminum, meðal annars í þróunarríkjunum og þá einkum í Afríku. „Þar hefur ástand að sumu leyti versnað, einkum vegna eyðni,“ sagði Sigurður. „Fólk er illa upplýst og mikið ójafnræði er milli kynja. Karlar stunda mikið kynlíf utan hjónabands og konur hafa lítið um það að segja. Verjur eru ekki í tísku og lítið notaðar. Eyðnismit er mælt í tug- um prósenta þar sem ástandið er verst. Í Evrópuríkjum eru vandamálin allt önnur, en þar hafa orðið framfarir er varða hjarta- og æðasjúkdóma. Hár blóðþrýstingur og blóðfita eru meðhöndluð. Tíðni maga- og ristilkrabba fer lækkandi og tíðni lungna- krabba lækkar hjá körlum. Hjá konum hefur tíðni reykinga sums staðar heldur vaxið og á Írlandi stefnir í jafna tíðni lungnakrabba eftir áratug. Lífslíkur kynja eru mis- miklar og lifa konur í flestum löndum sex til sjö árum lengur en karlar. Þessi munur var minni fyrir hálfri öld og verið getur að hann minnki aftur. Í Rússlandi er munur kynja enn meiri vegna mikillar drykkju karla. Meðalævi karla þar í landi er aðeins um 57 ár.“ Blöðruhálskirtillinn Blöðruhálskirtillinn er einungis í karlmönnum og þroskast í þeim um kynþroska- aldur fyrir áhrif hormóna. Hann liggur neðan við botn þvagblöðrunnar og umlykur blöðruhálsinn og efsta hluta þvagrásarinnar. Kirtillinn myndar mestan hluta sæðis- vökvans sem hefur það hlutverk að flytja, næra og vernda sæðisfrumurnar. Á Íslandi greinast ár hvert hátt á annað hundrað karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli og um 40 látast úr sjúkdómnum. Tveir af hverjum þremur eru komnir yfir sjötugt þegar meinið greinist og sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur hjá karlmönnum undir fimm- tugu. Í fræðsluriti Krabbameinsfélagsins, útgefnu árið 1998, kemur meðal annars fram að fjöldi nýrra tilfella af blöðruhálskirtilskrabbameini, miðað við 100 þúsund karla (nýgengi), hafi fjórfaldast frá árinu 1956, meðal annars vegna bættra greining- araðferða, en dánartíðnin hefði rúmlega tvöfaldast á sama tíma. Í tímaritinu The Sunday Times Magazine birtist fyrr á þessu ári athyglisverð grein sem fjallar um þetta vandamál meðal breskra karlmanna. Þar er meðal annars rakin saga manns, sem lifði heilbrigðu lífi og var fullur af lífsþrótti er hann fyrir tilviljun greindist með hratt vaxandi krabbamein í blöðruhálskirtli. „Aðeins duttlungafull ör- lög björguðu honum frá bráðum bana. Tíu þúsund manns ár hvert eru ekki svo heppnir,“ segir meðal annars í inngangi greinarinnar. Þar segir ennfremur að 90% af breskum karlmönnum hafi ekki hugmynd um hvað blöðruhálskirtill sé, hvað þá um hlutverk hans í líffærastarfsemi karla. Og greinarhöfundur varpar fram þeirri spurn- ingu hvernig á því standi að of margir greinist of seint, þrátt fyrir að blöðruhálskrabbi sé algengasta krabbamein breskra karla. Á heimsráðstefnunni um karlaheilsu voru að vonum miklar umræður um krabba- mein í blöðruhálskirtli enda hefur tilfellum fjölgað hin seinni ár, meðal annars vegna þess að meðalaldur hefur lengst, en margir karlmenn geta fengið sjúkdóminn á efri árum, einkum eftir áttrætt. „Sjúkdómurinn finnst til dæmis oftar en ekki við krufningu aldraðra karla, sem hafa dáið af öðrum orsökum,“ sagði Sigurður, en á ráðstefnunni kom fram að tíðni sjúkdómsins væri mismikil innan Evrópu. „Talið er að mikið kjötát sé óheppilegt hvað varðar hættu á krabba í blöðruhálskirtli, en fiskneysla og neysla á ýmsu græn- meti geti haft verndandi áhrif,“ sagði Sigurður ennfremur og benti á að sums staðar KARLLÆGIR KRANKLEIKAR Slæm heilsa passar ekki við karlmennskuímyndina. knisfræðinnar, enn sem komið er að minnsta kosti. Eftir Svein Guðjónsson L jó sm yn di r: G ol li 14.12.2003 | 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.