Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 8
8 | 14.12.2003 © Rebekka Rán Samper Hver var staða þín þegar þú byrjaðir í karllægum blaðamannaheimi? – Ég réð mig með tveimur skilyrðum: annað var að ég lækkaði ekki í kaupi frá því sem ég hafði, hitt að ganga í sömu störf og karlarnir. Fljótlega vöndust allir þessu og gleymdu að þetta væri ekki sjálfsagt. Eftir þetta gengu næstu konur á eftir mér í þessi verk. Vandi kvenna í blaðamennsku á þessum tíma var helst sá að lenda ekki á háum hælum niðri í fjöru við skipstrand og í vaðstígvélum í kokteilboði. Við höfð- um engan bíl eða skáp til að geyma í aukafatnað. Út er komin endurminningabók þín „Eins og ég man það“. Hefur aldrei hvarflað að þér að skrifa skáld- sögu? – Nei og ég ætlaði aldrei að skrifa þessa bók. Það kom til af því að ég var að merkja fulla kistu af mynd- um og þurfti þá að finna ártölin. Fyrir manneskju sem aldrei hefur litið við í fimmtíu ár var þetta mikið mál. Myndir og brot hrönnuðust upp í huganum svo ég skrifaði þau inn í tölvu í leiðinni. Þegar röð var komin á, kastaði ég því í Pétur Má hjá Vöku Helgafelli og spurði hvort ég ætti að leggja þessu eða gera eitthvað við það. Hann hafði svo samband við mig og sagði: Við gefum þetta út í haust. Síðan þá hef ég ekki vitað hvað ég heiti fyrir önnum. Áttu einhvers staðar skúffu fulla af ljóðum? – Nei. Ólíkt allri minni föðurætt komst ég að því sem unglingur að ég var ekki ljóðskáld. Í sveitinni á Bolla- stöðum í Blöndudal voru frændi minn og frænka allt- af að ljóða á mig og ég varð að svara. Það tók mig heilan rigningardag að böggla saman eftirfarandi vísu: Ef að færðu ástarkast, og innstu taugar hlýna, máttu ekki faðma of fast, frændi, Búllu þína. Þegar ljóst var hvað ég hafði mikið fyrir skáldskapn- um sætti ég mig við að vera ekki fædd skáld. Taldi best að hæfnin færi á fáa en góða staði, í ættum, og við hin gætum bara dáðst að ljóðunum. Hvað gerirðu til að slappa vel af? – Dagurinn minn hefst klukkan hálfsjö, með lestri blaðanna og góðum kaffibolla. Síðan fer ég niður í sauna, til að fá raka í vitin og skrokkinn, enda svo í nuddpottinum. Þegar ég kem upp úr honum fer ég á þrekhjólið í 5 mínútur þótt mér finnist það hundleið- inlegt, svo bíða mín alltaf góðar bækur. Hefurðu einhverntíma komist í hann krappan á ferðalögum þínum? – Já, já. Bæði hérlendis og erlendis. En ég trúi aldrei að eitthvað komi fyrir mig. Við Íslendingar erum svo miklir kjánar að jafnvel í Bosníu undir skothríð skildi ég ekkert af hverju mér var hent í skyndi inn í bíl. Ég, þessi saklausi Íslendingur, hver myndi vera að skjóta á mig? Gengur starf blaðamannsinns út á þörf hans til að upplýsa aðra eða er það leið hans til að kanna, kynn- ast og skilja heiminn sjálfur? – Ég held hvort tveggja. Ég hef alla tíð verið haldin áráttu að kynna mál, eins og flóttamannabúðirnar í Afríku. Mér fannst mikilvægt að kynna þau mál sem mættu litlum skilningi. Sama var um bátafólkið frá Víetnam. Vilji okkar var meiri í að borga með því en að bjóða hingað heim. Þá vissi ég að við skildum ekki þetta fólk og rauk því af stað. Er eitthvert eitt mál sem þér finnst standa upp úr sem þú hefur beitt þér í með skrifum þínum? – Ég hafði mig mikið í frammi varðandi náttúru- vernd. Ég man hins vegar best það sem er nýliðið og er því afskaplega stolt af ferð minni í búðir í Sierra Leone í sumar þar sem bæði börn og fullorðnir, sem útlimir hafa verið hoggnir af, höfðu hvorki lækn- ishjálp né deyfilyf. Mér lánaðist að koma henni á. Ég gusaði úr mér við lækni Sameinuðu þjóðanna, þannig að hann kom því í gegn að meðan friðargæsluliðið væri til staðar færi læknir og hjúkrunarlið á hverjum laugardegi í frítíma sínum að sinna þessu fólki. Hann tók það fram við læknaliðið og í skýrslu til friðargæsluliðsins að þessu hefði hann hrundið í framkvæmd fyrir til- stilli Elínar Pálmadóttur, blaðamanns frá Íslandi. Ég er stoltust af því í augnablikinu. Er penni beittara vopn en eggvopn? – Ég myndi segja það. Í nútímanum held ég að penn- inn sé afskaplega sterkt vopn. Hvað hefur reynst þér lærdómsríkast í starfi? – Ég veit ekki hvort ég hef nokkuð lært. Mér finnst ég enn með alla sömu gallana. Ég ætla mér alltaf að gera allt í einu, held að hlutirnir taki engan tíma og hef líka ætíð virt minn skilafrest, svo ég er alltaf í sama kapp- inu. Nú býrðu ein, finnst þér þú hafa fórnað fjölskyldu fyrir starfið eða var þetta ákvörðun hjá þér? – Nei, ég hef ekki fært neina fórn. Ég hef eflaust bara verið á undan minni samtíð. Núna eru æ stærri hlutar ungs fólks á stöðum eins og í New York og stærri borgum í Evrópu sem tekur þessa ákvörðun að lifa eitt. Auðvitað kom það til að ég tæki upp sambúð en aldrei nógu lengi til að af því yrði. Líklega of önnum kafin við annað. Þegar ég lít aftur yfir 40 ára feril sé ég að ég hef lifað lífinu að fullu og haft skemmtun af því. Púlsinn Elín Pálmadóttir | Eftir Rebekku Rán Samper Hver myndi vera að skjóta á mig? Er stoltust af aðhafa komið því til leiðar að í frítíma sínum sinnir læknislið SÞ fólki í flóttamannabúð- um í Sierra Leone. Jack Nicholson mætti með börnum sínum, Lorraine og Raymond, á forsýningu á nýjustu myndinni sinni, „Something’s Gotta Give“ í Los Angeles. Nicholson leikur óforbetranlegan piparsvein sem ein- ungis fer á stefnumót með konum yngri en 30 ára. Þetta er rómantísk gamanmynd þar sem Diane Keaton leikur á móti honum í hlutverki móður einnar stúlkunnar sem hann fer á stefnumót við. Myndin verður sýnd hér á landi í febrúar. VIKAN SEM LEIÐ R eu te rs JACK NICHOLSON Í FULLU FJÖRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.