Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 46
46 | 14.12.2003 Einu sinni kynntist ég ung-verskri konu sem nennti ekkiað borða. Við vorum saman á námskeiði í Þýskalandi stuttu eftir fall múrsins og þegar því lauk á dag- inn fór hún heim, lagðist fyrir og lá ofan á rúmteppinu þar til tími var til kominn að hátta og leggjast fyrir aft- ur. Ég reyndi stundum að plata hana með mér út að borða, konan var doktor í sagnfræði, fróð og skemmti- leg, en hún sagði að í Búdapest þyrfti hún að eyða svo miklum tíma í búða- rand að vinnudegi loknum, vöruúr- valið væri svo lítið að menn þyrftu að fara í margar búðir eftir gulrótum, að hún vildi nýta tímann vel í Þýskalandi og hvíla sig meðan hún gæti. Þetta rifjaðist upp fyrir mér um daginn þegar ég var búin að aka milli verslana í nágrenninu, fara fyrst í Bónus, því þar er allt ódýrast, síðan í Hagkaup til að kaupa það sem fékkst ekki í Bónus, og loks í 10-11 til að kaupa það sem fékkst ekki í Hag- kaupum. Þetta búðarand tók mig hátt í aðra klukkustund. Ég hitti sama fólkið við kassana í öllum búðunum. Það þurfti að valsa milli verslana eins og ég. Í fyrstu búðinni gutum við augum hvert á annað, í þeirri næstu kinkuðum við kolli hvert til annars, og í þeirri þriðju heilsuðumst við hlý- lega. Við vorum orðin eitthvað svo náin. En meðan ég beið þarna við einn kassann varð mér hugsað til verslana á meginlandi Evrópu og í Bandaríkj- unum. Þar fer maður einfaldlega inn í eina stóra búð með sína kerru og kaupir allt sem mann vanhagar um, og meira að segja á helmingi lægra verði en hér. En það er ekki hægt á Íslandi vegna þess að við búum við sömu verslunarhætti og tíðkuðust í gömlu austantjaldslöndunum. Menn hafa hrósað Bónus fyrir lágt vöruverð, sem er þó bara lágt miðað við aðrar verslanir á Íslandi, og barn- margar fjölskyldur verið yfirkomnar af þakklæti fyrir að geta keypt mjólk- ina sína þar. Vitandi að ef þær versluðu í öðrum búðum, sem eru í flestum tilvikum okurbúllur, færu þær fljótlega á hausinn. En vöruúr- valið í Bónus er svipað því sem var í Búdapest fyrir fall múrsins, auk þess sem aðstæður eru allar hinar frum- stæðustu. Í þröngu plássi stíma menn með kerrur hver á annan, eru heppn- ir ef þeir sleppa ómeiddir að kass- anum, til að kaupa mjólkina sína þurfa þeir að standa skjálfandi inni í frystiklefa, með smábörnin kjökrandi af kulda, og loks þurfa þeir að troða vörum sínum í poka með bægslagangi og látum á methraða og gæta þess að vera ekki fyrir neinum. Það þarf þrautþjálfað fólk í svona aðgerðir. Ofangreindar verslanir eru í eigu sömu manna ef mér skilst rétt. Það væri því hægðarleikur fyrir þá að skella þeim saman í eina góða verslun með lágu vöruverði. Það er að segja miðað við íslenskt verð. Svo mætti til dæmis auka vöruúrvalið með því að nýta hilluraðirnar sem þeir leggja undir gosdrykkina. Ég hef hvergi í út- löndum séð annað eins pláss lagt undir svona sykursull. Það er lýjandi og næstum niður- lægjandi að kaupa matvörur á Íslandi. Eilíft rand milli búða. Menn hafa annað við dýrmætan tíma sinn að gera. Á endanum hættir maður að nenna að borða, eins og þessi ung- verska. Sömu verslunarhættir og tíðkuðust í austantjaldslöndunum Kristín Marja Baldursdóttir Pistill STAÐURINN JERÚSALEM, ÍSRAEL L jó sm yn d: Á sd ís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.