Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 14
14 | 14.12.2003 hvort sem þau eru „hljómplötur, ritgerðir, skáldsögur, ljóð, myndverk, klæðnaður, fjölskylduskemmtanir eða byltingar og hvers kyns ræstingarstarfsemi“. Eins og sjá má var ekki verið að tala af djúpri alvöru, þó víst hafi mönnum verið alvara með sprellinu, en á stofnfundi Smekkleysu voru auk Einars Arnar, Ásmundur Jónsson, Björk Guðmundsdóttir, Bragi Ólafsson, Friðrik Erlingsson, Jóhamar (Jóhannes Ósk- arsson), Sigtryggur Baldursson og Þór Eldon, en þau Einar Örn, Björk, Þór, Einar Melax, Sigtryggur og Friðrik áttu síðar eftir að stofna Sykurmolana eins og síðar verður vikið að. EINAR ÖRN SYKURMOLI Til þess að sinna tónlistarskyldum Smekkleysu var stofnuð hljómsveit og nafnið valið eftir því hvernig tónlist átti að spila, sæta tónlist: Sykurmolarnir. Fljótlega varð þó alvaran meiri í Sykurmolunum, tónlistin sem þau bjuggu til var ekki venjuleg skemmtitónlist, en Einar nýtti sér meðal annars sam- bandið við Derek Birkett til að koma fyrstu upptökum þeirra út á plötu á Englandi. Síðan gerðist allt meira og minna af sjálfu sér, hljómsveitin varð vinsælli en menn höfðu lagt upp með og við tók rokkferðamennska um heiminn sem stóð meira og minna frá því fyrsta smáskífan, Ammæli / Köttur kom út haustið 1986 þar til hljóm- sveitin kvaddi með upphitun fyrir írsku rokkarana í U2 haustið 1992. Sykurmolarnir urðu snemma meira mál en stofnendur hljómsveitarinnar bjuggust við en þó gerði hljómsveitin lítið til að geðjast útgefendum eða blaðamönnum. Einar segir að væntanlega hefðu þau náð umtalsvert meiri vinsældum en varð en að viljinn til þess hafi ekki verið til staðar, þau vildu eiga sína tónlist sjálf, ráða því hvernig væri farið með hana. Ekki síst áttu blaðamenn í bresku popppressunni erfitt með að átta sig á sveitinni, fannst hún ekki nógu þakklát fyrir frægðina og skemmst að minnast þess að þeir kölluðu Einar Örn fjölmiðlaskelfi. Hann segir að það hafi ekki verið af neinni meðvitaðri mannvonsku. „Við hefðum eflaust getað náð mun lengra á „frægð- arbrautinni“ og örugglega haft miklu meiri tekjur, en það var ekki það sem við vorum að leita að, þannig að það er engin eftirsjá að því í dag, ekki hjá mér í það minnsta.“ EINAR ÖRN VINNUR FYRIR SIG Síðustu ár hefur Einar Örn dregið úr því að vinna fyrir aðra, enda hefur hann verið að sinna eigin verkefnum, eigin tónlist. Hann tók að sér að gera tónlistina við kvikmyndina 101 Reykjavík með Damon Albarn og í framhaldi af því tók hann að vinna að sólóplötu sem kemur út í vikunni, en það er út- gáfa Damons Albarns, Honest Jons, sem gefur plötuna út, en hún kallast Ghostigital. Þegar kemur að því að gera sólóskífu getur Einar varla haldið því fram lengur að hann sé ekki tónlistarmaður og hann jánkar því með semingi, en segir svo að ef hann geti kallað sig tónlistarmann á Ghostigital-skífunni þá sé það fyrir atbeina Birgis Arn- ar Thoroddsen, Bibba, sem vinnur plötuna með honum. „Ég ætlaði alltaf að gera þetta með Bibba, að þetta yrði okkar verk, en hann neitaði, sagði mér að ég ætti að gera þetta, hann væri bara mér til aðstoðar. Ég ætlaði ekki einu sinni að syngja á plöt- unni, en hann sagði mér að ég yrði bara að gera þetta, rétti mér míkrófóninn og sagði syngdu, alveg eins og strákarnir í Purrki Pillnikk í gamla daga. Þá kom þessi ofþrosk- aða ábyrgðartilfinning aftur til og ég gat ekki sagt nei frekar en þá.“ EINAR ÖRN IÐAR AF LÍFI Tónlistin á plötunni, sem er mjög sérstök, eiginlega ekki hægt að líkja henni við neitt það sem menn hafa áður verið að fást við, eða það má í það minnsta skilja af dómum sem birst hafa um plötuna í breskum blöðum, breyttist mjög mikið meðan á upptökum stóð og er enn að breytast eins og heyra má á tónleikum hljómsveitarinnar. Einar Örn segir að það sé ekki síst vegna þess að þeir hljóðblandi á tónleikum nýja hluti inn og geri þar með nýjar útgáfur af lögunum. „Mér finnst það miklu betra að Birgir sé meira með í þessu ekki síður en ég. Ég held að ég hafi ekki spilað með meira lifandi hljómsveit áður, það er eitthvað í gangi sem gerir að verkum að tónlistin breytist á milli tónleika, þetta er iðandi af lífi hjá okkur. þó að hún sé keyrð út af tölvu að miklu leyti og ætti að flokkast undir tölvutónlist.“ Margir eru undrandi á tónlistinni sem þeir félagar eru að skapa, hversu nýstárleg hún er, en þeir eru líka hissa á því að sjá á sviði með Einari son hans, Hrafnkel Flóka, sem leikur á trompet. EINAR ÖRN Á SYNI ÞRJÁ Einar Örn er í sambúð með Sigrúnu Guðmundsdóttur og eiga þau þrjá syni, Hrafnkel Flóka, ellefu ára, Kolbein Hring, fjögurra ára og Arn- grím Brodda, tveggja ára. Hrafnkell, eða Kaktus, eins og hann hefur verið kallaður frá því fyrir fæðingu, spilar í einu lagi á plötunni og hefur síðan spilað með Einari Erni á tónleikum. Einar Örn segir að hann fái að spila með alltaf þegar því er við komið, þau Sigrún meti það hverju sinni, þannig að hann er ekki alltaf með. „Það er ekki rétt að leggja það á ellefu ára strák að spila á stórum tónleikum, en hann hefur annars brillerað á þeim tónleikum sem hann hefur spilað, ekki síst eftir því sem hann hefur komist betur inn í það sem við erum að gera og orðið öruggari með sig.“ Einar Örn Benediktsson varð fertugur á síðasta ári og býr í raðhúsi uppi í Graf- arvogi. Hann er þó síst að hægja á sér, fram undan er mikil vinna við að fylgja plöt- unni eftir og svo fullt af fleiri hugmyndum sem kalla á framkvæmd. Einar Örn segir að sér finnist sem hann sé næstum því enn átján ára og enn að uppgötva lífið. „Þó ég hafi gert allt það sem ég hef gert þá er þetta enn ekki fullkannað hjá mér. Mér finnst ég ekki eins gamall og ég er í raun og veru, mér finnst enn gaman að vera ungur og gaman að upplifa æskumenninguna, það sem er ferskast á seyði og heldur lífinu gangandi.“ arnim@mbl.is „MÉR FINNST ENN GAMAN AÐ VERA UNGUR OG GAMAN AÐ UPPLIFA ÆSKUMENNINGUNA.“ Þegar Áfangar þeirra Ásmundar og Guðna runnu síðan sitt skeið á enda sumarið 1983 ákváðu þeir Ásmundur og Guðni að kveðja með eftirminnilegum hætti, köll- uðu saman nokkra af sínum uppáhalds tónlistarmönnum í nokkurs konar „súper- grúppu“ sem átti að spila í lokaþættinum. Einar Örn var einn þeirra sem þeir báðu um að koma í þáttinn sem undirstrikar að þó hann hafi aldrei talið sig tónlistarmann litu aðrir þannig á hann. Hann segir reyndar að þegar þar var komið hafi hann verið búinn að finna sjálfan sig tónlistarlega og þekkti takmörk sín. „Ég gat verið hluti af hópnum, hlustað og tekið þátt í vinnunni og komið með jákvætt innlegg,“ segir hann en hann samdi líka texta sem sögðu frá honum og hans lífi, líkt og hann hafði gert með Purrknum á sínum tíma. „Súpergrúppa“ þeirra Ásmundar og Guðna lukkaðist svo vel að ákveðið var að starfa saman áfram, en í sveitinni, sem hét „Gott kvöld“ í þættinum, voru auk Einars Björk Guðmundsdóttir úr Tappa tíkarrassi, Sigtryggur Baldursson og Guðlaugur Kristinn Óttarsson úr Þey, Birgir Mogensen úr Spilafíflunum og Einar Melax úr Fan Houtens Kókó. Þau tóku upp nafnið Kukl og áttu eftir að gera garðinn frægan bæði hér á landi og erlendis á næstu árum. Samstarfið í Kuklinu var þó ekki samfellt því Einar Örn var kominn til útlanda, var þar að læra fjölmiðlun. Hann tók þátt í starfi Kuklsins eftir því sem færi gafst, kom hingað heim til að leika á tónleikum, sendi segulbandspólur með sínum parti sem var svo spilað á tónleikunum, eða tók þátt í tónleikum í gegnum síma. Hann var líka í tónlist á fullu úti í Bretlandi, hafði kynnst fjölda tónlistarmanna þar úti og var þannig um tíma meðlimur í anarkistahljómsveitinni Flux of Pink Indians, en í þeirri hljóm- sveit var meðal annarra Derek Birkett sem síðan átti eftir að koma við sögu Syk- urmolanna. EINAR ÖRN KUKLARI Það hefur verið sagt um Kuklið að það hafi notið mikillar virðingar en lítilla vinsælda og má til sanns vegar færa, því tónlist hljómsveitarinnar gat verið erfið áheyrnar þó mörgum hafi yfirsést að innan um öskur og átök voru líka skemmtilega köntuð og eftirtektarverð popplög. Kennisetningar pönksins lifðu áfram í Kuklinu að því leyti að menn héldu áfram að gera hlutina sjálfir, bókuðu þannig tónleikaferðir um Evrópu og gáfu út plötur á eigin vegum, en sambönd Ein- ars úti í Bretlandi nýttust líka sveitinni vel, henni var til að mynda boðin útgáfa hjá helstu pönkanarkistunum í Crass. Kukl lifði í rúm tvö ár, lognaðist útaf veturinn 1985–86, en þá tók nýtt við, Smekk- leysa varð til og Sykurmolarnir. EINAR ÖRN KENNARI Einar Örn lauk fjölmiðlafræðanáminu vorið 1986 en var ár til viðbótar ytra. Þá um sumarið vann hann meðal annars fyrir Stuðmenn, tók að sér að flytja risastóran plastkolkrabba til landsins fyrir Stuðmannaskemmtun í Laug- ardalshöll, en hann átti síðar eftir að starfa meira fyrir sveitina og var um tíma fram- kvæmdastjóri Stuðmanna og Grettisgats, hljóðvers Stuðmanna. Við heimkomu ári síðar fluttist hann til Akraness að kenna fjölmiðlafræði í Fjölbrautaskóla Vesturlands en í bæinn aftur eftir eina önn af kennslu. Sumarið 1986 hafði Einar Örn haldið sambandi við félaga sína úr Kuklinu og einnig sína gömlu félaga, Friðrik og Braga. Hann kynntist einnig liðsmönnum súr- realistahreyfingarinnar Medúsu, sem var mjög nákomin Kuklinu á sínum tíma, og fleiri komu einnig við sögu sem ekki verða taldir hér. Uppúr þessari deiglu varð til hugmyndin um Smekkleysu, en í stofnskrá hennar, sem hefur yfirskriftina „Heims- yfirráð eða dauði“, segir m.a. að fyrirtækið hyggist starfa að útgáfu á ýmsum sviðum, HVER ER EINAR ÖRN?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.