Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 23
14.12.2003 | 23 K rabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karla á Íslandi.Sennilega greinast í dag um 160 karlmenn með blöðruhálskirtilskrabba-mein árlega. Ég geri ráð fyrir að þetta hafi verið um helmingi minna fyr- ir 20 árum,“ sagði Guðmundur Vikar Einarsson, þvagfæraskurðlæknir á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi og dósent við læknadeild Háskóla Íslands, en hann hefur áratuga reynslu af læknisaðgerðum vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. „Ýmsar ástæður eru fyrir aukningu á greiningu á blöðruhálskirtilskrabba- meini,“ sagði Guðmundur Vikar enn- fremur, aðspurður um tíðni krabbameins í blöðruhálskirtli og samanburð frá fyrri árum. „Það getur verið að aukningin sé raunveruleg vegna breyttra lífshátta, til dæmis mataræðis og fleira. Hin ástæðan er einnig mjög mikilvæg, en nýjar aðferð- ir við að greina krabbameinið í blöðru- hálskirtli hafa komið fram og þá er sér- staklega bent á sérhæft blöðruháls- kirtilsmótefni (PSA) sem mælist í blóði. Karlmenn hafa leitast við í auknum mæli að láta skoða sig án þess að hafa nokkur einkenni. Einnig hefur verið sýnt fram á meiri tíðni þess í ákveðnum ættum. Krabbamein í blöðruhálskirtli er tvisvar til þrisvar sinnum algengara en lungna- krabbamein, sem kemur næst á eftir, í tíðni krabbameina hjá körlum.“ Hvernig lýsir sjúkdómurinn sér og hver eru helstu einkenni á forstigi? „Sjúkdómurinn á forstigi lýsir sér sjaldan í einkennum. Hann greinist yf- irleitt við rútínuskoðanir og sérstaklega ef leitað er eftir því. Ef sjúkdómurinn hefur gengið aðeins lengra geta verið ein- kenni frá neðri þvagvegum, með tíðari þvaglátum og jafnvel þvagtregðu og einnig getur verið blóð í þvagi. Ef sjúkdóm- urinn hefur náð út fyrir blöðruhálskirtilinn geta komið almenn einkenni, svo sem slappleiki, eða jafnvel verkir meinvarpa sem einkum eru í beinum.“ Hverjar eru helstu orsakir þess að menn fá krabbamein í blöðruhálskirtil? „Orsök fyrir því að karlmenn fá svo oft krabbamein í blöðruhálskirtil er ekki þekkt. Krabbameinið byrjar fyrst og fremst um og eftir fimmtugt, þannig að líkur á að krabbamein myndist eykst með aldri. Mjög margir karlmenn deyja úr öðrum sjúkdómum en eru með leynt krabbamein í blöðruhálskirtlinum sem gefur þeim engin einkenni á fullorðinsárum. Menn hafa velt fyrir sér ýmsum umhverfisáhrif- um, svo sem mataræði, og bent á að fitusprengt kjöt geti verið orsakavaldur og þannig ráðlagt minna kjötát. Einnig hafa menn velt fyrir sér að E-vitamín gæti dregið úr myndun þessa krabbameins og fleiri efni. Margt annað hefur verið spáð í en engar ákveðnar niðurstöður fengist. Sennilegt er að fisk- og grænmetisneysla sé af hinu góða. Einnig hefur verið bent á að tómatar séu góðir fyrir blöðruhálskirt- ilinn. Ákveðinn hluti krabbameinsins virðist ganga í erfðir og þess ber að geta að viðamiklar rannsóknir eru í gangi á Íslandi þar sem búið er að skoða ættartengsl og er verið að skoða litningagalla.“ Hvaða meðferðarúrræði eru fyrir hendi? „Meðferðin fer eftir á hvaða stigi sjúkdómurinn finnst. Þegar sjúkdómurinn finnst á frumstigi, eða hann er staðbundinn við blöðruhálskirtilinn og ekki vaxinn út fyrir hýði hans, er leitast við að ná fullkominni lækningu. Sú meðferð er tvenns konar, annars vegar er gert algjört brottnám á blöðruhálskirtlinum með skurð- aðgerð og hins vegar er geislameðferð beitt á blöðruhálskirtilinn. Báðar þessar meðferðir hafa sína kosti og galla með ákveðnum aukaverkunum, svo sem þvag- leka og stinningarvandamálum. Í sumum tilvikum getur verið í lagi að bíða og sjá til, en það fer eftir eðli krabbameinsins og aldri sjúklings. Ef sjúkdómurinn hefur breiðst út fyrir hýði kirtilsins beitum við oft svokallaðri hormónameðferð og reyn- um að bæla áhrif karlkynshormónsins testósteróns. Það gefur ágætan árangur til að minnka einkenni sjúkdómsins.“ svg@mbl.is UM 160 KARLMENN GREINAST ÁRLEGA Krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir sjúklinga né aðstandendur þeirra. Nú hefur sem betur fer verið reynt að ráða nokkra bót á því,“ sagði Skúli og á hér við Stuðningshóp um krabbamein í blöðruhálskirtli, sem starfað hefur á vegum Krabbameinsfélags Reykjavíkur undanfarin þrjú ár. „Upphafið að þessum samtökum má rekja til þess að tveir ágætir menn, þeir Garðar Steinarsson, fyrrverandi flugstjóri, og Guðjón E. Jónsson, fyrr- verandi kennari og núverandi versl- unarmaður, sem fyrir tilviljun lágu saman á sjúkrahúsi í janúar árið 2000, eftir skurðaðgerð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli, fóru að tala saman og íhuga þessi mál. Í framhaldi af því komu nokkrir fleiri, sem líkt var ástatt með, til liðs við þá. Fljótlega eftir það kom þetta inn á borð til Krabbameinsfélags Reykjavíkur og stuðningshópurinn varð til undir verndarvæng Krabba- meinsfélagsins og Guðlaug Guð- jónsdóttir, framkvæmdastjóri þar, hefur haldið utan um þessa starf- semi af miklum dugnaði. Reglulegir fundir stuðningshópsins eru haldnir í húsnæði Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði og þeir eru öllum opnir.“ Skúli sagði að hópurinn væri nefndur Góðir hálsar, og hann sam- anstendur af mönnum sem gengið hafa í gegnum þá reynslu að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. „Þessi hópur hefur unnið með frábæru fólki, sem eru þvagfæra- skurðlæknar, krabbameinslæknar og hjúkrunarfræðingar sem koma að þessum sjúkdómi okkar, en þessir sérfræð- ingar hafa flutt fyrirlestra á fundunum um ýmislegt er varðar sjúkdóminn. Það eru allir velkomnir á þessa fundi, aðstandendur og vandamenn ekki síður en sjúklingarnir. Fundirnir eru fróðlegir og uppbyggilegir, ekki síst fyrir þá sem eru nýgreindir eða eru að ganga í gegnum meðferð. Nokkrir í þessum stuðningshópi gefa sig út til þess að aðstoða og fræða menn sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli og má hringja í þá hvenær sem er og þeir koma jafnvel til þeirra sem þess óska. Krabbameinsfélagið hefur líka komið upp vefsíðu fyrir þetta efni og er slóðin www.krabb.is/kirtill,“ sagði Skúli og bætti því við að brýnasta verkefnið nú væri að koma á fót forvarnarkerfi fyrir menn á miðjum aldri hvað varðar krabbamein í blöðruhálskirtli. „Í fyrra var mikið rætt um að setja upp kerfi til að greina ristilkrabbamein á frumstigi og það er mjög brýnt. Þegar tölfræðin er skoðuð kemur í ljós að ristilkrabbamein er nokkuð algengt, um 26 af 100 þúsund íslenskum karl- mönnum sem greinast með það á ári hverju. En hlutfall þeirra sem greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein er mun hærra eða 78 af hverjum 100 þús- und. Það er því knýjandi nauðsyn að sérfræðingar leggi höfuðið í bleyti varð- andi það hvernig hægt er að þróa og koma á fyrirbyggjandi kerfi til að greina blöðruhálskirtilskrabbamein á frumstigi. Á þessum þremur árum sem stuðningshópurinn okkar hefur starfað höfum við kynnst mörgum sem hafa greinst seint, sumir því miður of seint og það eru margir horfnir úr þeim hópi. Ég var einn af þeim heppnu sem greinast í tæka tíð og komst strax í aðgerð. Ég geng ennþá á fjöll og gekk á Hvanna- dalshnúk tæpum tveimur árum eftir að ég var skorinn. Ég var frá upphafi sannfærður um að ég myndi vinna mig út úr þessu, það hvarflaði ekki að mér að þetta myndi leggja mig að velli. Jákvætt hugarfar og trúin á að geta sigrast á þessu hefur mikið að segja,“ segir Skúli Jón Sigurðarson sem kveðst von- góður um að í náinni framtíð verði komið á fót fyrirbyggjandi eftirlitskerfi hvað varðar krabbamein í blöðruhálskirtli. Guðmundur Vikar Einarsson, þvagfæraskurðlæknir og dósent við læknadeild Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.