Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 6
6 | 14.12.2003 Vinkona mín sem er í námi erlendis velti upp áhuga-verðri spurningu nú í vikunni. Er hægt að byrjameð manni sem maður getur ekki borið fram nafnið á? Getur ástin sigrað ,,Xosé“? Þeir sem verið hafa í því alþjóðlega umhverfi sem stórir háskólar eru kannast við áhugaverðar aðstæður sem geta komið upp þegar félagslíf er annars vegar. Að hitta ein- hvern, hvers móðurmál þú talar varla en samt aðeins betur en viðkomandi talar ensku, er við fyrstu sýn ekki endilega svo vænlegt til bitastæðra kynna. Samt er ótrúlegt hversu langt er hægt að ná ef viljinn er fyrir hendi og má því velta því fyrir sér hvort tungumálið sé ekki oft á tíðum ofmetið tæki til tjáskipta. En vilji maður eiga samræður við fólkið sem verið er að kynnast er nauðsynlegt að finna til þess leið þó að sameiginlegur tungumálaflötur sé takmarkaður. Ég á aðra vinkonu sem eignaðist einmitt kærasta þegar hún var í námi erlendis og gekk mjög vel framan af þrátt fyrir að hann talaði frekar lélega ensku og hún kynni bara hrafl í hans móðurmáli. Eftir nokkurra vikna kynni fór misskilningur hins vegar ítrekað að gera vart við sig og hún tjáði vonbrigði sín með samskipti þeirra á eftirfarandi hátt: Þetta er náttúrlega vonlaust. Ég hugsa á íslensku, þýði það svo yfir á ensku, hann heyrir enskuna og þýðir svo yfir á sitt mál, upphugsar svar og þýðir það svo yfir á ensku sem ég svo heyri og þýði yfir á íslensku … það hreinilega hlýtur eitthvað að tapast á leiðinni. Þau reyndu svo sitt til að bæta stöðuna og fundu upp aðferð til að reyna að nálgast betur hugs- anir hvort annars. Þegar mikilvægar sam- ræður áttu sér stað höfðu þau þá reglu að segja upphátt þann skilning sem þau lögðu í orð hins og var þetta tilraun til að stytta þá löngu leið sem skilaboðin fóru um þýðingarforritin í hausnum á þeim. Þetta gekk víst ágætlega, en það er meira en hægt er að segja um sambandið því þau komust að því þegar þau skildu hvort annað svona rækilega að þau fíluðu hvort annað ekkert sérstaklega vel. Enn önnur vinkona mín, sem býr í landi þar sem hún er nýbyrjuð að læra tungumálið, fær stundum símtöl frá meintum vonbiðlum en hún svarar aldrei þegar þeir hringja af því að hún skilur þá ekki í síma. Hún heldur sig bara við sms því þá getur hún flett upp í orðabók. Þá segist hún skilja þá miklu betur í eigin persónu því handapat og svipbrigði hafi svo mikið að segja. Hins vegar hljómi hún eins og þriggja ára barn þegar hún tjái sig á þeirra máli og þeir eru svona sirka átta ára þegar þeir tala ensku. Það sama segir vinkona mín sem er að velta Xosé fyrir sér. Meðalaldur þeirra tungumálalega séð er svona sex ára, en hún er samt ekki á því að afskrifa möguleikann. Minnist tíma æskuásta í hillingum þar sem kærustupör voru kannski ,,saman“ í tvær eða þrjár vikur án þess að eiga nokkurn tímann orðaskipti. Byrjuðu og hættu saman fyrir milligöngu annarra, eða bréfleiðis, stálu kannski einum kossi í frímínútum og leiddust þegar enginn sá til. Þetta voru rómantískir tímar. Of mikið málæði kæfir alla róm- antík. Rómeó og Júlía eru undantekningin sem sannar regluna. Vinkona mín hefur hingað til frekar verið á Júlíu- línunni, fundist þægilegt að tala út í eitt, en nú finnst henni ekkert rómantískara en að sitja saman, leiðast, kyssast og flissa. Orð eru ofmetin að hennar mati. Nema náttúrlega orð sem maður getur ekki borið fram … bab@mbl.is Getur ástin sigrað ,,Xosé“ Birna Anna „Of mikið málæði kæfir alla rómantík. Rómeó og Júlía eru undantekn- ingin sem sann- ar regluna.“ D avíð Þór Jónsson fæddist árið 1978 á Seyðisfirði. Hann er aftur á móti uppalinn á Akranesi. Níu ára gamall varð hann trommari í lúðra- sveit, eignaðist trommusett og hóf nám í píanóleik. Ári síðar bætti hann við námi á saxófón. Hann gekk í Fjölbrautaskóla Vesturlands – þaðan sem hann útskrifaðist af tónlistarbraut. „Ég fluttist frá Akranesi til að komast nær kviku tónlistarinnar og til að fara í áframhaldandi tónlistarnám,“ segir Davíð. Hann var í FÍH árið 1998–1999 og nam bæði á píanó og saxófón. Næsta skólaár á eftir varð hann tónlistarskiptinemi við tón- listarskólann í Þrándheimi. „Það var bæði til að ná fókus á sjálfan mig, ná betri tökum á hljóðfærinu og kynnast fleira tónlistar- fólki,“ segir hann. Hann stofnaði þar kvintettinn Motif sem mun halda upp í tónleikaferð í vor. Davíð útskrifaðist frá FÍH vorið 2001 og hefur starfað stíft að tónlist síðan. Hann hefur einnig kennt börnum á hljóðfæri á Akranesi og í Reykjavík og er nú með 60% kennarastöðu í Keflavík. Davíð hefur blandað saman ýmsum tón- listarstefnum á ferli sínum. Hann leikur til dæmis með orgeltríóinu HOD sem spilar samsuðu af allri tónlist, t.d. afrótónlist, kúbanskri, fönki, djassi og rokki, bæði eft- ir meðlimi og aðra. Helgi Svavar Helgason spilar á trommur í HOD og Ómar Guð- jónsson á gítar. Davíð er einnig í píanótríóinu Flís með Helga og Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni. Flís hefur starfað frá 1998 og spilað djass víðsvegar, t.d. á hátíð í Færeyjum, sem var til að kynna unga djassleikara á Norður- löndum til sögunnar, og Þjóðlagahátíð Siglufjarðar. Fyrsta sólóplata Davíðs heitir Rask og kom út árið 2002, verkið inniheldur músík eftir DÞJ og Flís. Hann hefur ennfremur samið tónlist fyrir leikrit. „Ég samdi tón- listina við Common Nonsense sem var sýnt í Borgarleikhúsinu – það er unnið eftir skúlptúrum Ilmar Stefánsdóttur.“ Davíð er líka í dúói með Hrafni Ásgeirs- syni, djassklúbbnum Ormslev, o.fl. Hann ætlar að starfa á breiðum velli tónlistar- innar á Íslandi næstu ár og kannski fara svo út í nám, sennilega í tónsmíðum. guhe@mbl.is LOFAR GÓÐU L jó sm yn d: G ol li Ætlar að starfa á breiðum velli tónlistarinnar Davíð Þór Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.