Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 45
14.12.2003 | 45 L jó sm yn d: G ol li Frá mínum sófa séð og heyrt Andartak er önnur sólóplata söng- og leikkonunnar Mar- grétar Eirar Hjartardóttur, en hún gaf út plötuna Meir fyrir jólin 2000. Á plötunni eru þrjú tökulög og sjö ný lög, m.a. eftir þá Magnús Þór Sigmundsson og Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Text- ana sömdu m.a. Andrea Gylfadóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir. Margrét hefur sungið bæði sóló og bakraddir á fjölmörgum plötum í gegnum tíðina og tekur nú þátt í söngleiknum Grease í Borgar- leikhúsinu, en þess á milli vinnur hún í félagsmiðstöðinni Ekkó í Kársnesskóla í Kópavogi. Margrét Eir er í sófanum að þessu sinni. Geisladiskur: „Diskurinn, sem ég er með í núna, er David Gray, „A new day at midnight“. Ég læt hann stundum í, sérstaklega þegar ég er að vaska upp og taka til á sunnudagsmorgni. Mjög góður. En þegar ég þarf aðeins meira kikk, þá set ég Nikka Costa á, mjög flippuð týpa.“ Myndband: „Núna síðast tók ég tvær myndir. Já, stundum hef ég tíma fyrir tvær myndir. Önnur var algjör afþreying, það var Xmen 2. Smá spennó og Hugh Jackman svíkur enga konu. Alveg ótrúlega flottur. Hin var fyrir vinnuna í Ekkó og það var Scrooged með Bill Murrey í aðalhlutverki. Ég er nefnilega að vinna smá handrit með krökkunum í listaklúbbnum fyrir jólaballið.“ Sjónvarpsþáttur: „Ég er ekki með Stöð 2 þannig að þegar ég er heima á kvöldin, sem er ekki mjög oft þessa dagana, þá horfi ég á Beðmál í borginni. Reyni helst ekki að missa af því. Ég verð að segja að ég er frekar væminn sjónvarpsáhorfandi og Judging Amy er á meðal þeirra þátta sem ég horfi stundum á. Ekkert að því að vera soldið væminn.“ Bók: „Það er alltaf svo margt sem mig langar að lesa þannig að það gerist oft að ég er með tvær bækur í takinu í einu. En núna er ég að klára Harry Potter and the Order of the Phoenix, en ástarsagan Kapitóla bíður svo eftir mér. Mér skilst að afi hafi haldið mikið upp á hana. Rómantíkin er mjög sterk í ættinni.“ Vefsíðan: „Ég eyði ekki mjög miklum tíma á Netinu, en þó nota ég það aðallega til að afla mér upplýsinga og þá fer ég á leit.is. Ætli það sé ekki síðan sem ég fer mest á fyrir utan jú líka simaskrá.is ... fæ næstum allt sem ég þarf þar ... ja, að minnsta kosti upplýsingar. Ég er ekki mikið í blogginu, en ég fylgist samt aðeins með.“ Margrét Eir Hjartardóttir ingu fyrir skoðunum annarra og búa yfir umburðarlyndi. Hverjar eru fyrirmyndir þínar í starfi? Franski heimspekingurinn DeLeuze. Ertu hrædd/ur við dauðann? Nei. Hvað óttast þú mest? Að þeim sem mér þykir vænt um líði illa. Hver gæti verið tilgangur lífsins? Það er enginn tilgangur með lífinu – við búum hann til sjálf. Hvaða aukahæfileika myndir þú helst vilja öðlast? Spila á píanó. Hvað viltu helst gera á síðkvöldum? Lesa og vinna, það er það sem ég geri – og ræða við fólk. Hvaða bygging breytti lífi þínu? Norræna húsið breytti öllum arkitektúr á Íslandi. Hvaða persónu mannkynssögunnar metur þú mest? Þýska heimspekinginn Friedrich Nietzsche, því hann kippti fótunum und- an staðreyndahyggju. Hvaða dýr finnst þér flottast? Gíraffinn. Hvaða lífsspeki ferðu eftir? Allt er afstætt. Hefur þú verið í lífshættu? Nei. Hefur þú unnið góðverk? Það er afstætt, þannig að ég veit það ekki. Hvaða dyggð viltu helst læra? Fyrirgefningu. Hvaða tilfinning er þér kærust? Þegar allt gengur eins og smurt, þá líður manni vel. Hvað metur þú mest í fari annarra? Býst við að það sé dugnaður og áræði. Hverju viltu helst breyta á Íslandi? Afnema hugarfar nýríkra og grobbara. Hvenær varstu glaðastur? Þegar börnin fæddust. Hver er uppáhalds erlenda borgin þín? París – þar gengur maður um menningar- og bókmenntaarfinn. Hvers vegna fæst ekki friður á jörðu? Vegna þess að of áræð- ið og of duglegt fólk veður yfir aðra. Hvaða starfsstétt berðu mesta virðingu fyrir? Heimspekingum, því þeir eiga að bera virð- Maður eins og ég Halldór Gíslason er deildarforseti hönnunardeildar Listaháskóla Íslands L jó sm yn d: G ol li Það er enginn tilgangur með lífinu – við búum hann til sjálf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.