Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 18
18 | 14.12.2003 hefði verið reynt að taka upp skimun fyrir blöðruhálskrabba meðal annars með því að nota blóðsýnið PSA (Prostata Specific Antigen), sem þýða mætti sem sértækur blöðruhálskirtilsmótefnavaki. Eðlilegt gildi fyrir PSA er undir 2 hjá ungum mönnum en undir 4 hjá þeim elstu. Vandi við kembileit eða skimun er hins vegar sá, að bólga í blöðruhálskirtli eða góðkynja stækkun getur einnig valdið hækkun á PSA, einkum gildi á bilinu 4–10. Þreifing frá endaþarmi er einnig gagnleg rannsókn til þess að finna krabbamein, sem oftast er í aftari hluta kirtilsins og þreifast því tiltölulega vel frá endaþarmi. „Ef grunur vaknar um krabba er hægt að taka stungusýni og fæst einnig talsverð hjálp með því að gera sónarskoðun og með nýjustu tækjum sést betur hvar blóðrás er aukin og þau svæði eru líklegri til að vera með æxlisvexti. Skimun hefur einnig þann vanda að krabbi finnst hjá þeim sem hafa vægan sjúkdóm, sem yrði þeim ekki að aldurtila. Gæti þá orsakað óþarfa skurðaðgerðir og lyfjameðferðir. Svo er annar hluti sjúklinga með slæm- an sjúkdóm, þar sem erfitt er að greina krabbann nægilega snemma, jafnvel með skimun. Í þeim tilfellum breytir meðferð horfum sjúklinga ekki mikið. Að sjálf- sögðu vinnst mest við að greina tiltölu- lega unga menn með staðbundinn sjúk- dóm, sem hægt er að lækna með skurðaðgerð. Sú aðgerð er þó alls ekki vandræðalaus. Hún getur valdið þvag- leka, sem oft er aðeins tímabundinn, en getur orðið varanlegur. Einnig eru ris- truflanir algengar eftir aðgerð. Komið hefur í ljós að bæta má horfur eftir að- gerð með því að gefa lyf við ristruflunum (Viagra) fyrir svefn í ákveðinn tíma eftir aðgerð og virðist aukið blóðflæði og ris, sem verður í svefni, bæta stinningu til frambúðar.“ Sigurður benti á að horfur sjúklinga með blöðruhálskrabba færu ekki aðeins eftir dreifingu meinsins heldur einnig eft- ir vefjagerð þess. „Fullorðinn maður, sem er með meinsemd út um allt, þarf ekki að vera dauðvona. Að sjálfsögðu er ekki vit í því að gera aðgerð á blöðruhálsinum þegar meinið hefur dreift sér í beinin með svokölluðum meinvörpum. Krabba- mein, sem er ekki mjög illkynja, er afar háð hormónum. Taka má eistun eða gefa lyf sem vinna gegn karlkynshormóninu testósteróni. Við það minnkar ekki aðeins risið heldur hverfur einnig löngun til kynlífs. Hins vegar geta lífsgæði orðið mikil að öðru leyti. Við það getur PSA- gildi farið úr yfir 1000 í nánast ekki neitt. Reyndar getur krabbinn breytt sér eftir nokkur ár og orðið minna hormóna- háður, meingerð hans óreglulegri, frum- urnar verða þá óskyldari venjulegum blöðruhálsvef og vaxa hraðar og sjúk- dómurinn getur þá komið til baka. Þetta getur hins vegar tekið það langan tíma að gálgafresturinn sé nægur, ef fullorðinn maður á í hlut, sem leiðir til þess að við- komandi getur látist úr öðrum sjúkdómi. Þannig þarf „ólæknandi“ blöðruháls- krabbi ekki að vera neinn „dauðadóm- ur“, eins og meðal annars kom fram á ráðstefnunni,“ sagði Sigurður. „Eitt af mögulegum einkennum krabba í blöðruhálskirtli er þvagtregða. Sem bet- ur fer er góðkynja stækkun kirtilsins mun algengari ástæða fyrir þvagtregðu og fyrr á ferðinni en krabbinn, sem oftast greinist á áttræðisaldri. Frá fimmtugu til sjötugs er góðkynja stækkun algengari. Stækkunin er mest í þeim hluta sem umlykur þvagrás- ina en ekki í aftasta hlutanum þar sem krabbinn kemur oftast fyrir. Þannig getur til- tölulega lítil stækkun haft áhrif á þvagrennslið,“ sagði Sigurður og bætti því við að of langt mál yrði að rekja nánar þær umræður sem urðu á ráðstefnunni varðandi stækk- un á blöðruhálskirtli. Óframfærni og þunglyndi Það er mál manna að karlmenn almennt séu tregari til að leita sér lækninga en kon- ur og komi þá oft seinna en æskilegt væri, og þá jafnvel stundum of seint. Að sögn Sigurðar var mikið fjallað um þetta atriði á ráðstefnunni og meðal annars rætt um erfiðleika við að ná til karla með þau úrræði sem til væru í heilbrigðiskerfinu. „Margir karlar eru tregir til að leita til læknis og stundum eru þeir beinlínis reknir þangað af eiginkonu. Slæm heilsa passar ekki við karlmennskuímyndina. Enn verra verður það, ef heilsuvandinn snert- ir karlmennskuna sjálfa eins og risvanda eða dvínandi kynhvöt. Þetta er enn baga- legra þegar einkennið er útferð frá þvag- rás eða einkenni frá eistum, þá getur tím- inn skipt höfuðmáli. Sem dæmi má nefna skyndilegan verk frá eista, sem hefur snú- ist upp á. Þetta getur komið fyrir hjá drengjum og ungum mönnum og veldur blóðrásartruflun og eistað deyr ef ekkert er að gert. Karlmenn eiga einnig erfiðara með að leita sér lækninga vegna þunglyndis og svo virðist sem oft sé erfiðara að greina þunglyndi hjá körlum en konum. Karl- menn eiga það nefnilega til að „leysa“ þunglyndisvandamálið með því að hella sér út í drykkjuskap, og þá geta þeir orðið pirraðir og erfiðir í umgengni. Slík hegð- un gerir það að verkum að þeir eru af- greiddir sem „fyllibyttur“ fremur en þunglyndissjúklingar, enda þunglyndið falið með þessum hætti. Þunglyndi karla er því oft bráðara og hættulegra, enda eiga þeir til að valda sjálfum sér og öðrum skaða í slíku ástandi og lenda þá oft í úti- stöðum við lögreglu og félagsmálayfir- völd, áður en þeim er komið í hendur geðlækna.“ Sigurður benti ennfremur á að þung- lyndi og áfengisvandi eða fíkniefnavandi væru að jafnaði tengdari vandamál hjá körlum en konum. Þá væri það tilvilj- unum háð hvort þunglyndisgreiningin væri notuð eða hvort vandinn væri alfarið flokkaður sem fíkn, enda alþekkt að fíkn ylli einnig þunglyndi og ekki alltaf auð- velt að átta sig á hvort kæmi á undan hænan eða eggið! „Tóbaksfíkn virðist vera á undanhaldi hjá körlum og rann- sóknir sýna að þeim gengur mun betur en konum að losna við ávanann,“ sagði Sigurður. Stinningarvandi Risvandamál er sjálfsagt eitt viðkvæm- asta heilsufarsvandamál sem karlar eiga við að glíma. Oft fara þeir með slíkt eins og mannsmorð og eiga erfitt með að ræða það við sína nánustu, hvað þá lækna. Á sama hátt og þunglyndi getur valdið risvandamáli getur vandamálið sjálft valdið þunglyndi. En orsakanna er víða að leita. Með aldrinum geta ýmsir algengir kvillar valdið því að limurinn nái ekki að harðna nógu mikið til að gera samfarir mögulegar. Hörðnun slagæða, hár blóðþrýstingur, heilablóðfall, hjartasjúkdómar, hjartaáfall, sykursýki og sköddun kynfæra geta valdið þessum vanda. Ef um krabbamein er að ræða, þar sem sjúklingurinn gengst undir uppskurð, lyfjameðferð eða geislameðferð, getur það einnig valdið erfiðleikum í kyn-               !"   #$ % &' () *  +, -  .  *./, -() %  + 0!1" ( 23 .  *            Ristruflanir geta orsakað kvíða og þung- lyndi, sem stuðla síðan að meiri ristruflunum. Efna- sambandið NO (nituroxíð) er notað sem boðefni til að viðhalda stinningu. Nokkrir hvatar brjóta niður þetta boðefni. Nafn hvatans, sem mest kemur hér við sögu er skammstafað PDE-5. Viagra, og nýrri lyfin tvö, Cialis og Levitra, virka með því að hamla verkun hvatans og stuðla þannig að lengri verkun NO. Boð- efnið NO kemur víða við sögu og mismunandi PDE-hvatar finnast víða í líkamanum. Lyfin hafa einnig áhrif á þá en í minna mæli og því eru aukaverkanir yfirleitt ekki miklar, nokkur nefstífla, höfuðverkur, svimi og vægar sjóntruflanir geta komið fyrir. Sigurður Gunnarsson, heilsugæslulæknir í Búðardal, við beinagrind af karlmanni. KARLLÆGIR KRANKLEIKAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.