Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 38
38 | 14.12.2003 En þá aftur til Frakklands að nýjum árgangi af víni sem hefur áður verið fáanlegt. Tourelles de Longueville 1999 er klassískur Bordeaux en hér er á ferðinni „annað“ vínið frá Chateau Pichon-Longueville í Pauillac. Angan af dökkum sólberjasafa í bland við tóbak, kaffi og snert af sveit, jafnvel hest- húsi. Uppbygging létt, greinilega af nokkuð ungum vínvið. Tannín eru frekar mild og vínið hefur góða sýru og lengd. Eikað í endann. Vantar helst umfang í miðjuna. Þetta er jafnt gott villibráðarvín, t.d. með hreindýrasteik eða þá með önd, hvort sem hún er villt eða alin. 3.090 krónur. 18/20 Suður-Frakkland er sá staður þar sem hvað mest er að gerjast í franskri víngerð en því miður eru ekki mörg vín þaðan fáanleg í vínbúðunum. Það er því fagnaðarefni þegar góðir fulltrúar suðursins mæta til leiks. Domaine de la Rouréde Cotes de la Rousillon 2001 er verulega gott vín. Rúsínur og þurrkaðir rauðir ávextir í nefi, all kryddað. Í munni nokkuð tann- ískt, stíft, hefur gott boddí og töluverða lengd. Gæti haft gott af umhellingu og nýtur sín best með mat. 1.480 krónur. 17/20 Loks tveir Ítalir sem sömuleiðis verða að hafa mat til að njóta sín fulls. Castello Banfi Cum Laude 2000 er frá Montalcino í suður- hluta Toskana, vín þar sem Cabernet Sauvignon, Merlot og Syrah hefur verið blandað saman við hina ítölsku þrúgu Sangiovese. Svört ber og nýbakaðar möndlukökur í nefi, í munni nokkuð sýrumikið, ungt, tannískt. Millilengd. Þarft 1–2 ár en opnar sig betur með mat. 1.840 krónur. 17/20 Castello Banfi Poggio Alle Mura Brunello di Montalcino 1998, er verulega samþjappað í nefi en fremur lokað í fyrstu, þarf tíma til að opna sig og mæli ég með umhellingu (og helst geymslu í 2–3 ár). Rauð og svört ber, töluvert sýrumikið og tann- ískt með kaffi í lokin. 3.190 krónur. 18/20 sts@mbl.is VÍN Það er alltaf eitthvað af virkilega góðum og fínum vínum sembætast við í vínbúðirnar. Hér eru nokkur. Fyrst hvítvín frá Búrg- und í Mið-Frakklandi þar sem Chardonnay-þrúgan er upprunnin. Þótt hún hafi farið víða og sé orðin að þekktustu vínþrúgu heims nýtur hún sín aldrei betur en á heimaslóðunum í höndum góðra víngerðarmanna. Francois d’All- aines er einn þeirra og nokkur vína hans hafa verið að tínast inn í verslanir á árinu. Nýjasta viðbótin er Francois d’Allaines Chassagne Montrachet 1er Cru Les Chaumées, þungaviktarbúrgundari frá einu þekktasta og besta svæði Bourgogne (og þar með veraldar). Þetta er ekki einfaldur og aðgengilegur Chardonnay heldur vín sem endurspeglar jarðveg sinn og heimabæ fremur en þrúguna og gerir miklar kröfur til neytandans. Þungt í nefi hunang, „gólf- tuska“, reykur, þroskuð gul epli. Í munni kraftmikið og íhaldssamt, eikin stíf. Mikið vín. Berið fram með humar eða hörpufiski, skötusel eða þorski með mildri sósu, t.d. beurre blanc. 4.470 krónur. 19/20 Peter Lehmann Stonewell 1997 er einn af topp- unum frá Lehmann, vín sem hefur fest sig í sessi sem eitt magnaðasta Shiraz-vín Ástralíu og töluvert ódýrara en mikið af sam- keppninni. Þetta vín hefur verið fáan- legt um nokkurt skeið en nú er kom- inn nýr árgangur af þessum risa. Að lykta á víninu er eins og að ganga inn í konfektverksmiðju, angan af lakkrís og kókos og súkkulaði, algjört nammi. Í munni kemur meira af ávextinum í ljós, kraftmikill og sætur rifsberjasafi, tannínin mjúk, þykktin mikil. Þetta er vínið fyrir mat þar sem einhver sæta er til staðar, hvort sem er grillsteik með BBQ-sósu eða villibráð með t.d. rauðkáli eða sultu. Eitthvað til að reyna með skosku rjúpunni? Þetta vín ræð- ur við allt. 3.490 krónur. 19/20 MATUR OG VÍN | STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON GÓÐ OG FÍN VÍN Hörkuvín frá Búrgund, Toskana, Rousillon og Barossa L jó sm yn di r: G ol li VÍNÞJÓNNINN Stefán Guðjónsson hefur opnað heimasíðuna Vínsmakkarinn þar sem fjallað er um vín frá ýmsum hliðum. Stefán hefur með góðum árangri tekið þátt í fjölda vínþjónakeppna jafnt hér á landi sem erlendis og er með fróðustu mönnum landsins á þessu sviði. Slóðin er www.smakkarinn.is. BÆKLINGURINN Vín með jóla- matnum er nú kominn í verslanir en hann er gefinn út á vegum ÁTVR. Í bæklingnum er að finna fjölda vína sem fulltrúar frá 21 víninnflutnings- fyrirtæki hafa valið með mismun- andi tegundum af jólamat. Vínun- um er raðað eftir matarflokkum og eru þeir lamb og naut, ljóst kjöt, reykt kjöt, villibráð, fordrykkir og eftirréttir. LEIKUR AÐ ELDA LAMBAKJÖT Landslið mat- reiðslumeistara hefur gefið út tölvugeisladisk sem heitir Leikur að elda lambakjöt. Þar er að finna tíu uppskriftir þar sem landsliðsmenn sýna í eins konar „matreiðslusjónvarpsþætti“ hvernig gera eigi uppskriftirnar frá grunni. NÝTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.