Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 4
Það fór þó aldrei svo að ekki væri boðið upp á sýnishorn af íslenskri hæ-versku og huggulegheitum í samkvæmislífinu þessa helgina. Skrapp í Reykjanesbæ til þess að fagna því að þar skyldi hinn framtaks- sami dugnaðarforkur Aðalheiður í Kaffitári hafa opnað heila verksmiðju til þess að sjá suðvesturhorninu, að minnsta kosti, fyrir almennilegum kaffidrykkjum. Mikið sem við Íslendingar höfum gert grín að Bretum og Bandaríkjamönnum fyrir að kunna ekki að drekka kaffi, einkum á meðan við vorum sjálf að bæta Export út í sullið okkar, sem við eyðilögðum svo með kaldri kúamjólk og strausykri. Það var meira að segja á þeim tímum sem Aðalheiður tileinkaði opn- unarhátíð sína, því gestir voru beðnir um að mæta í „sixties“ stíl; það er að segja í klæðaburði sjöunda áratugarins, þegar Twiggy var og hét, konur voru túberaðar og karlar voru í nylonskyrtum með lakkrísbindi. En það er eitthvað fallegt við þetta svona eftir á og afskaplega góð hug- mynd hjá Aðalheiði að mælast til þess að gestir klæddu sig í þessum anda – kannski líka til að minna á hversu stutt er síðan við vorum að sulla í okk- ur kaffi-mjólkur-strausykursmalli, sem við jafnvel dýfðum vanillukexi, kringlum eða tvíbökum oní og smjöttuðum á þessu góðgæti/ógeði. Það var mikið um dýrðir og margt um manninn hjá Aðalheiði – þótt Flugan hafi nú ekki þekkt neitt sérlega marga, þar sem þetta var í Reykjanesbæ og mín utan- bæjar. Það skemmdi þó ekki fyrir, því gestum til skemmtunar var á svæðinu frú ein fönguleg sem hafði ekki verið kennt á áfengi í uppeldi. Hafði greinilega ekki verið sagt að það gæti valdið ógleði ef því væri gúffað niður í stórum skömmtum. Tók hún því svo vel til drykkjar síns að á endanum rann hann afturábak eftir uppruna- legum farvegi og alla leið oní veski frúarinnar. Góður staður til þess að geyma spýju sem maður tímir ekki að henda. Auðvitað var þetta þeim mun meira áberandi að langflestir aðrir voru huggulegir og gættu hófs í hvívetna, enda hið fallegasta boð. Boðið heiðruðu betri borgarar Suðurnesja, eins og Hjálmar Árnason þingmaður og kona hans, Valgerður Guðmundsdóttir menningar- stjóri tja.... Reykjanesbæjar.... að minnsta kosti Keflavíkur – og hópur býsna fallegra kvenna sem virtist eins og hefðu verið vinkonur Að- alheiðar, jafnvel skólasystur í æsku, þær Anna Þóra Böðvarsdóttir, Unnur Birna Þórhallsdóttir, Auður Harðardóttir og Þóra Eyjólfs- dóttir. Var ekki laust við að Fluguna langaði til að forvitnast um hvað- an hver og ein og hver og einn í samkvæminu kom frá og hvert leiðin hafði legið. En ekki hægt. Á sunnudagskvöld, fram á mánudagsmorgun, var lítið annað að gera en að fylgjast með Golden Globe verðlaunaafhendingunni. Þar voru allir í sínu fínasta pússi en samt skorti hátíðina allan frumleika og fjör (miðað við partýið í Reykjanesbær). Það má segja að þessi há- tíð hafi verið hundleiðinleg, laus við húmor og enginn sagði neitt skemmtilegt. Það var eins og stjörnurnar væru orðnar leiðar á því að klæða sig. Sumar höfðu varla fyrir því; voru bara í fóðrinu eða úðuðu einhverju yfir nærfötin. Tökum til dæmis beinabeigluna Nicole Kid- man sem var í kjól sem alls staðar sást í gegnum, greinilega haldandi að hún sé kyn- þokkafull. Jennifer Lopez flaggaði öllum þeim aukakílóum sem hún hefur náð sér í á stuttum tíma og hefði verið ansi flott ef hún hefði ekki þurft að vera með brjóstin nánast ber. Það sama má segja um Jenifer Aniston. Hvað er að þessum stelpum? Treysta þær ekki á hæfileika sína? Og kjaftstopp kvöldsins? Að kvikmyndin Lost in Translation skyldi ekki bara vera tilnefnd til þessara verðlauna, heldur hljóta þrenn verðlaun. Var í Bandaríkjunum um það leyti sem myndin var frumsýnd og mátti ekki missa af henni. Hún er ekki vond, heldur alvond. Sérstaklega handritið og leikstjórnin. Virkaði ekki eins og kvikmynd heldur kynningarmynd um Japan kostuð af jap- önsku ferðamálasamtökunum. Svo fleygðu þeir Bill Murray, brúndoppóttum af elli, inn í herlegheitin og létu einhverja stelpuvæflu verða skotna í honum. Gefið mér bremsu, eins og maðurinn sagði. flugan@mbl.is Mæðgurnar Hafdís Ásgeirsdóttir og Guðbjörg Ásbjörnsdóttir. Kolbrún Ýr Einarsdóttir, Margrét Inga Gísladóttir, Sólveig Anna Þorvaldsdóttir og Marta Rut Pálsdóttir. Anna Þóra Böðvarsdóttir, Unnur Birna Þórhalls- dóttir, Auður Harðardóttir og Þóra Eyjólfsdóttir. Hanna Helgadóttir, Auður Hall- dórsdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Marta Richter, Eygló Bjarn- ardóttir og Ingibjörg Bjarn- ardóttir. L jó sm yn di r: E gg er t Kaffihúsaboð og gullhnettir ... konur voru túberaðar og karlar voru í nylonskyrtum með lakkrísbindi FLUGAN Birta Sigurjónsdóttir, Brynja Lind Sævarsdóttir, Rúnar Guðmunds- son og Inga Rún Guðjónsdóttir. Hjálmar Árnason, Val- gerður Guðmundsdóttir og Ragnar Karlsson. HÉR OG ÞAR Kaffitár bauð til veislu í Reykjanesbæ um helgina og Vínþjónasamtök Íslands stóðu fyrir vínsýningu á Hótel Loftleiðum. Júlía Ævarsdóttir og Kristín Nielsen. Einar Thoroddsen og Hafliði Loftsson. L jó sm yn di r: Á rn i S æ be rg Lára Guðmunds- dóttir.og Elísabet Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.