Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 20
20 | 1.2.2004 vert sé um að fólk sem hafi verið að flytja sig um set fái ekki strax heimilislækni á nýj- um stað og það fólk komi mikið á Læknavaktina. Þeir sem eiga erfitt með að komast frá vinnu að deginum nýta auðvitað líka þennan möguleika. „Almennt held ég að það sé oftast hægt að komast til læknis samdægurs,“ segir Erna. „Síðdegisvaktirnar á heilsugæslustöðvunum hafa létt mjög álagið. Þar kemst fólk að þó það fái ekki bókað viðtal á öðrum tíma dagsins. Og svo er Læknavaktin opin á kvöldin og um helgar.“ Minni tími fyrir sjúklingana Skortur á heimilislæknum er að einhverju leyti til kominn vegna þess að afköst þeirra hafa minnkað. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur Heilsugæslunnar í Reykjavík segir m.a.: „Læknar verja nú minni hluta af vinnutíma sínum í að sinna al- mennri móttöku sjúklinga en þeir gerðu áður og hverjum sjúklingi er að jafnaði ætl- aður lengri viðtalstími. Einnig hefur orðið sú breyting á síðustu árum að læknar nýta rétt sinn til frítöku almennt betur en áður tíðkaðist.“ Samkvæmt athugun Ríkisendurskoðunar verja læknar Heilsugæslunnar um 60– 70% vinnutíma síns í að sinna almennum komum sjúklinga. Afgangurinn fari í að sinna öðrum verkefnum, þar á meðal símaþjónustu og fundum. Þessar breytingar koma fram í því að hver læknir á heilsugæslustöðvum HR sinnti að meðaltali 18% færri heimsóknum sjúklinga árið 2001 en árið 1997. Menn virðast almennt sammála um að þetta sé afleiðing þess að læknarnir búa nú í raun við fastlauna- kerfi. Árið 1997 var Kjaranefnd falið að úrskurða um launakjör þeirra og hún breytti fyrirkomulaginu ári síðar. Nú fara launin hvorki eftir því hvað læknar eru með stóran sjúklingahóp né eftir læknisverkum. 90% af heildarlaun- um lækna í heilsugæslunni eru föst laun en áður voru af- kastatengdar greiðslur 65% heildarlaunanna. Gefinn er möguleiki á allt að 20% launanna séu í afkastahvetjandi kerfi en skipulagið er þannig að fáir hafa séð sér hag í því að velja þann kost. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að læknarnir taka almennt út leyfin sín, bæði sumarleyfi og námsleyfi, en áð- ur var hending ef menn tóku fullt sumarleyfi. Um leið hef- ur þeim fjölgað sem hafa viðtalstímann 20 mínútur í stað 15 mínútna og ljúka sjúkraskýrslum jafnóðum. Áður voru þær oftast fylltar út í lok dags. Þetta þýðir að bókaðir eru þrír sjúklingar á klukkutímann í stað fjögurra eins og al- gengara var fyrir 1998. „Aðgengi að heimilislæknum á Reykjavíkursvæðinu hefur okkur sýnst erfiðara síðustu árin,“ segir Óskar Einarsson, formaður Lækna- félags Reykjavíkur. „Uppbygging heilsugæslunnar er ekki í takt við fólksfjölgun á svæðinu. Ég hef ekki fengið nákvæmar tölur en við áætlum að það séu um eða yfir 20 þúsund manns sem eru án heimilislæknis á svæðinu. Það er spurning hvort eigi ekki að bjóða upp á önnur rekstrarform og meiri fjölbreytni. Það hefur til dæmis ekki ver- ið nein endurnýjun í hópi sjálfstætt starfandi heimilislækna og ég harma að nýleg til- raun til óháðrar heimilislæknisþjónustu mistókst í Lindahverfinu. Uppbyggingin á heilbrigðiskerfi okkar er einsleitari en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Við hjá Læknafélaginu höfum hvatt til þess að biðtími sé ekki lengri en vika. Vonandi dregur opnun nýrra stöðva úr hættu á að neyðarástand skapist. Nú í janúar var opnuð stöð í Salahverfi og lögð hafa verið drög að nýrri stöð í Voga- og Heimahverfi.“ Röng verkaskipting? Ef tekst að auka framboðið hjá heilsugæslustöðvunum er líklegt að það hafi áhrif á bið eftir sérfræðingum. Sú bið á sér að einhverju leyti rætur í því að ekki er nógu mik- il hreyfing á sjúklingahópi sérfræðinganna. Mikill hluti af vinnutíma þeirra fer í að sinna eftirliti með sjúklingum, eftirliti sem ætti kannski frekar heima á heilsugæslu- stöðvunum. „Það sem teppir er að sérfræðingar eru að sinna eftirliti með tiltölulega einföldum þáttum, eins og til dæmis blóðþrýstingi, sem vel væri hægt að hafa á heilsugæslu- stöðvunum,“ segir Lúðvík Ólafsson. „Fólk festist í eins konar samlagi hjá sérfræðingunum,“ segir Jóhann Ág. Sigurðs- son. „Mikið af tíma þeirra fer í eftirlit og það kemur í veg fyrir að þeir geti tekið eins marga nýja sjúklinga. Þeir ættu að geta vísað þessu eftirliti til heimilislæknanna. Ef þeir hins vegar gerðu það myndu heilsugæslustöðvarnar ekki ráða við það að óbreyttu. Aðallausnin er að mínu mati að fjölga heimilislæknum. Annað úrræði væri til dæmis að breyta launakerfinu þannig að hluti launanna væri afkastahvetjandi. Það myndi nægja að 15% launanna væru tengd afköstum. Enn ein lausnin væri að auka þátt annars heilbrigðisstarfsfólks í hjúkrunar- og sál- fræðiþjónustu. Hjúkrunarfræðingar gætu annast fleiri störf en þeir gera nú, til dæmis krabbameinsleit, sykursýkiseftirlit, blóðþrýstingseftirlit og ráðgjöf af ýmsu tagi.“ Í mörgum löndum er hlutverk hjúkrunarfræðinga mun meira en hér. Til dæmis eru í Bandaríkjunum starfandi svokallaðir hjúkrunarlæknar sem eru öðrum læknum til aðstoðar og létta af þeim einfaldari verkum. Á öðrum Norðurlöndum en Íslandi eru verkefni hjúkrunarfræðinga líka mun fleiri ef marka má fjölda þeirra. Þeir eru alls staðar um og yfir 1.000 á hverja 100.000 íbúa á móti 600 hér á landi. Munurinn er reyndar enn meiri þegar litið er til sjúkraliða. Þeir eru um 400 á hverja 100.000 íbúa hér en annars staðar á Norðurlöndum eru þeir 600 til 1.000 talsins. Læknar eru hins vegar hlutfallslega margir hér miðað við önnur Norðurlönd. Það eru ekki allir sammála um það en hugsanlega gætu hjúkrunarfræðingar tekið að sér hluta af verkefnum heimilislækna, þeir síðan tekið við eftirliti með sjúklingum sérfræðinga og þar með myndi stíflan í kerfinu losna. Að auki myndi fækka heim- sóknum á bráðavaktir spítalanna þar sem bæði er dýrast fyrir einstaklingana og heil- brigðiskerfið að fólk leiti til læknis. Í fyrstu grein laga um heilbrigðisþjónustu segir að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma séu tök á að veita til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði. Heilbrigðisþjónustan á með öðrum orð- um að vera réttlát og standa öllum jafnmikið til boða. Þetta er ekki reyndin þótt ekki sé það að öllu leyti kerfinu um að kenna. Rúnar Vil- hjálmsson, prófessor og doktor í heilsufélagsfræði, hefur rannsakað aðgengi að lækn- isþjónustu. Gerð var viðamikil heilbrigðiskönnun um allt land sem meðal annars beindist að því hvort og þá hvers vegna fólk frestaði eða hætti við heimsókn til læknis jafn- vel þótt það teldi sig þurfa á henni að halda. Alls skiluðu nærri tvö þúsund einstaklingar á aldrinum 18–75 ára út- fylltum spurningalista og fengust margvíslegar marktækar niðurstöður. Samkvæmt könnuninni frestaði tæplega fjórði hver þátttakenda eða hætti við heimsókn til læknis á síðustu sex mánuðum fyrir könnunina. „Það kom í ljós að aðgengi er ójafnara milli hópa en gert hafði verið ráð fyrir,“ segir hann. „Eins og við var að búast er aðgengi erfitt fyrir dreifbýlisbúa vegna fjarlægðar frá þjónustustað, auk þess sem sérfræðingar reka almennt ekki stofur utan höfuðborgarsvæðisins. En það kemur fleira til og þar er ekki alltaf við heilbrigðisþjónustuna að sakast. Helstu niðurstöðurnar eru þær að ungt fólk á aldr- inum 18–24 ára, foreldrar barna og fráskildir hætta við heimsóknir til lækna umfram aðra hópa. 28–33% ein- staklinga í þessum hópum frestuðu heimsókn. Þeir sem eru úr tengslum við heilbrigðisþjónustuna, eiga í fjárhags- erfiðleikum eða eiga erfitt með að komast frá verkefnum í vinnu eða á heimili fresta líka læknisheimsóknum frekar en aðrir.“ Rúnar segir að það sem skipti mestu máli varðandi möguleika á að komast til lækn- is sé að fólk hafi heimilislækni sem það þekki með nafni, eigi auðvelt með að komast frá vinnu eða heimili og að ekki sé langt að sækja þjónustuna. Skýringar á því hvers vegna ungt fólk, 18–24 ára, frestar læknisheimsókn meira en aðrir eru í samræmi við þetta. Þannig hafa aðeins tæp 69% þeirra heimilislækni sem þeir þekkja með nafni. Elsti hópurinn, 65–75 ára, hefur hins vegar nær allur, eða 90%, slíkan lækni og að- eins um 7% þeirra frestuðu læknisheimsókn. Rúnar segir að ástæðurnar fyrir þessum mikla mun á aðgengi að læknisþjónustu séu margþættar. „Tengsl yngsta fólksins við heilbrigðisþjónustuna eru veik,“ segir hann. „landfræðilegur hreyfanleiki er líka mikill, meðal annars vegna náms, og fjár- hagsstaðan er oft slæm. Tryggingaverndin er mun meiri hjá öldruðum og þeir borga lág komugjöld í hverri heimsókn til læknis. Athyglisvert er í þessu sambandi að eng- inn í aldursflokknum 65–75 ára frestaði læknisheimsókn vegna kostnaðar en það gerðu hins vegar 13% í yngsta aldurshópnum. Þá kemur í ljós að meginskýringar á hárri frestunartíðni meðal fráskilinna eru erfiðar fjárhagsaðstæður og kostnaður við heilbrigðisþjónustuna, meðan frestun læknisþjónustu meðal barnaforeldra virðist einkum stafa af því hve erfitt margir þeirra eiga með að komast frá viðamiklum verk- efnum og skyldum heima og heiman.“ Rúnar telur að verið geti að munur á aðgengi milli þjóðfélagshópa aukist nú þegar sérfræðilæknar geti sagt sig frá samningi við Tryggingastofnun með eins mánaðar fyr- irvara og starfað tvo mánuði á ári utan samningsins. Það geti þýtt að kostnaður sjúk- linga við læknisþjónustu aukist þar sem hluti sjúklinga þurfi að greiða sérfræðiþjón- ustuna fullu verði. Það leiði svo til þess að þeir sem hafi síst ráð á þjónustunni muni fresta læknisheimsókn frekar en aðrir. Til að auka réttlæti í dreifingu heilbrigðisþjónustunnar þarf að mati Rúnars að huga að fjölþættum aðgerðum á mörgum sviðum sem meðal annars lúta að því að færa þjónustuna nær fólkinu. Það mætti til dæmis gera með vinnustaðaþjónustu og heilsugæslu í framhalds- og háskólum. Jafnframt segir hann þurfa að koma til aukið svigrúm starfsfólks til að vera frá vinnu vegna veikinda og lækkun á þeim gjöldum sem sjúklingar þurfa að greiða fyrir læknisheimsóknir og lyf. STÍFLUR Í KERFINU                   !" #$%&'(   !" #$%&'(   )* +* , ** )* , -* *- , .* -- , /- .- , 01 /- ,                           ! "! !"  ! !    "# ! "$ "!  % &" " ' 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.