Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 27
2004 FEBRÚAR 1.2.2004 | 27 RÝNT Í STJÖRNURNAR Hinn þokukenndi Neptúnus hefur verið í samstöðu við sól í fæðingarkorti Vatnsberans undanfarin ár. Neptúnus ferðast hægt um sólkerfið og því kemur þessi afstaða upp á 164 ára fresti í hverju stjörnumerki fyrir sig. Áhrif Neptúnusar eru m.a. ruglingur, blekkingar, svefntruflanir og draumar og óljósir heilsubrestir sem erfitt er að greina. Neptúnus fær mann til þess að fylgja draumum sínum eftir, en getur hæglega leyst þá upp líka. Góðu fréttirnar fyrir Vatnsberann eru þær að Neptúnus er farinn og þetta ár ætti því að vera honum mun betra en undanfarin misseri. Hrútur 21. mars - 20. apríl Lífgjafinn sólin skín á vini og samstarfsmenn í þessum mánuði og beinir sjón- um að hópum og samtökum sem Hrúturinn tilheyrir. Sólin verður í 12. húsi leyndarmála og einveru eftir 19. febrúar og heilsufar verður efst á baugi. Þá er rétti tíminn til þess að líta yfir farinn veg og búa sig undir árið framundan. Kraftur og sjálfsmat gætu verið í minna lagi þar til sólin verður í Hrút í mars og apríl. Rómantíkin kann að blómstra á degi ástarinnar um miðjan febrúar og síðari hluti mánaðarins er kjör- inn til íhugunar. Þokkagyðjan Venus skín í fyrsta húsi persónuleikans í sólarkorti Hrútsins eftir 8. febrúar og færir honum aukið aðdráttarafl og útgeislun. Njótið vinsældanna. Naut 21. apríl – 20. maí Sólin beinir athyglinni að starfsframa og orðspori Nautsins, þar til hún færir sig yfir í Fiskana 19. apríl. Vinir og samvera verða þá í forgrunni og síðustu dagar mánaðarins vel til þess fallnir að byggja upp tengslanet. Hin milda pláneta Venus verður í 12. húsi leyndarmála og einveru frá og með 8. febrúar og ýtir undir áhuga á andlegum þáttum tilverunnar. Það er góður tími til þess að hjálpa þeim sem eru veikir eða minna mega sín. Leynilegt hliðarspor gæti reynst nánast óbærilega freistandi síðar í mánuðinum. Hugsanlegt að einhver vinni gegn Nautinu bakvið tjöldin. Hinn framkvæmdaglaði Mars verður í 1. húsi persónuleikans eftir 3. febrúar og blæs lífi í glæðurnar. Vog 22. september - 23. október Sólin er í 5. húsi rómantíkur og unaðar í mánuðinum og ólofaðir gætu hitt áhugaverða manneskju næstu daga. Hinn skapandi og dularfulli Neptúnus eykur spennu í tilverunni og hvaðeina getur gerst. Þungun, stormasamt ástarævintýri, stóri potturinn í happdrætti eða ótrúleg sköpunargleði er vel hugsanleg á þessum tíma. Allt er mögulegt. Sjónum er beint að heilsu og vinnuumhverfi síðar í mánuðinum og mælt er með andlegri hvíld og fríi einn til tvo daga. Ástargyðjan Venus leggur sitt af mörkum í nánum samböndum frá 8. febrúar og hjónaband og samskipti blómstra meðan hún ferðast í 7. húsi. Jafnvel svarnir óvinir Vog- arinnar sýna tillitssemi um þessar mundir. Sporðdreki 24. október - 22. nóvember Sólin skín í 4. húsi heimili og fjölskyldu allan mánuðinn og beinir sjónum að því sem þar á sér stað. Fyrstu dagar febrúar gætu leitt til skyndilegra og spennandi breytinga á heimavígstöðvum, en ekki er víst að allir séu á eitt sáttir. Sólin verður í merki hinna draumlyndu Fiska eftir 19. febrúar og í 5. húsi rómantíkur og unaðar í sólarkorti Sporðdrekans, 20. febrúar gæti því verið besti dagur mánaðarins hvað það varðar. Drekinn verður ekki ýkja málgefinn og frekar íhugull þegar tjáskiptaplánetan Merkúr yfirgefur 3. hús tjáningar en hann lifnar allur við þegar ástargyðjan Venus ferðast í 6. húsi heilsu og þjónustu í sólarkorti hans. Ný fatalína gæti hresst upp á útlitið og aukið sjálfstraust. Bogmaður 23. nóvember - 22. desember Sólin er í þriðja húsi tjáskipta megnið af mánuðinum og leiðir til enn meira annríkis en venjulega. Bogmaðurinn verður upptekinn af hugsunum sínum fyrst í febrúar og mögu- legt að hann fái róttæka hugdettu, en mörkin milli snilligáfu og brjálæðis eru hins veg- ar ekki alltaf skýr. Óvænt tíðindi kunna að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Líflegir draumar gætu gert vart við sig um miðjan mánuð þegar sendiboðinn Merkúr verður í samstöðu við hinn dularfulla Neptúnus, en ekki trúa öllu sem þú heyrir. Orkuboltinn Mars færir Bogmanninum nægan kraft fyrir skemmtun og leiki. Mars verður í 6. húsi heilsu frá og með 3. mars og þeir sem eru ekki enn byrjaðir í leikfimi ættu að drífa sig af stað. Tvíburi 21. maí - 22. júní Sólin skín í húsi ferðalaga og ævintýra í mánuðinum og gerir framandi menningaráhrif að daglegu brauði fyrir hina nýjungagjörnu Tvíbura. Tækifæri til ferðalags eða mennt- unar gæti orðið að veruleika og reynst óvenjulegt og sérlega spennandi. Starfsvett- vangurinn verður í forgrunni eftir 19. febrúar og hugsanlegt að alheimsvitundin geri þá kröfu að Tvíburinn skilji endanlega á milli vinnustaðar og heimilis. Hin vingjarnlega pláneta Venus verður í 11. húsi vina og félaga eftir 8. febrúar svo mörkin milli vináttu og ástar hverfa. Hinn herskái Mars verður í 12. húsi leyndarmála og einveru eftir 3. febrúar. Faldir óvinir gætu reynst hindrun, en líklegra er að Tvíburinn sé sjálfum sér verstur. Krabbi 23. júní - 21. júlí Geislar sólarinnar beinast að 8. húsi þennan mánuð og þar með kynlífi, peningum og völdum. Auknir tekjumöguleikar gætu orðið að veruleika. Menntun og heimspekileg mál verða ofan á þegar sólin fer í Fiskana og einhverjir gætu afráðið að breyta hug- arfari sínu. Yfirskilvitleg skynjun verður með mesta móti um miðjan mánuð og draumar og fyrirboðar ótrúlega nákvæmir. Sendiboði sólkerfisins, Merkúr, verður í 9. húsi ferðalaga, ævintýra og æðri menntunar frá og með 25. febrúar. Þá er rétti tíminn til þess að breyta daglegum venjum og plægja hugann. Venus verður í 10. húsi þennan mánuð og gerir Krabbann áhrifameiri og vinsælli. Nú er lag að heilla vinnuveitendur og yfirmenn. Steingeit 23. desember - 20. janúar Sólin lýsir 2. hús fjármuna og gildismats um þessar mundir og veitir Steingeitinni nægilegan kraft til þess að ná markmiðum sínum. Fyrsta vika mánaðarins gæti fært henni spennandi og óvenjulegt tækifæri. Ekki hika við að taka áhættu. Hægt er að fara langt á vinnu- og útsjónarsemi um þessar mundir. Tjáskiptaplánetan Merkúr verður í 2. húsi fjármála í sólarkorti Geitarinnar á næstunni og hún verður önnum kafin við papp- írsvinnu og bollaleggingar um peningamál. Afdrifaríkar ákvarðanir verða teknar. Hin ástríka pláneta Venus verður í 4. húsi heimilis og fjölskyldu og afskorin blóm og ilm- kerti gera sitt til þess að láta Steingeitinni líða vel heima hjá sér. Bjóddu gestum í heim- sókn. Vatnsberi 21. janúar - 19. febrúar Til hamingju með afmælið, Vatnsberar! Sólin er nú í 2. húsi húsi fjárhags og gildismats í korti Vatnsberans og þá er rétti tíminn til þess að deila með öðrum. Sendiboðinn Merkúr verður í 2. húsi í lok mánaðar, svo þeir sem eru velta fyrir sér lífsviðurværi ættu ekki að verða uppiskroppa með hugmyndir. Hin félagslynda pláneta Venus er í 3. húsi samskipta í mánuðinum og samræður verða uppspretta ánægju. Framkvæmdaplánetan Mars verður í 4. húsi heimilis og fjölskyldu eftir 3. febrúar og Vatnsberinn gæti freistast til þess að ráðast í endurbætur. Rifrildi og þrætur gætu gert honum lífið leitt. Nýtt tungl 20. febrúar kann að leiða til valdabaráttu vegna peninga eða kynlífs. Fiskar 20. febrúar - 20. mars Sólin verður bakvið ský í 12. húsi leyndarmála og einveru í korti Fiskanna fram yfir miðjan mánuð og knýr þá til naflaskoðunar. Ekki er úr vegi að horfa inn á við fram að nýju tungli 20. febrúar, þegar mikilvægustu sambönd Fiskanna verða í brennidepli. Fiskarnir finna síðan fyrir auknum krafti þegar sólin færir sig í 1. hús persónuleikans í kortinu. Það er alltaf gaman að spjalla við vini og samstarfsmenn, en eftir 7. febrúar er líklegt að Fiskarnir vilji deila innstu hugrenningum sínum með einhverjum. Sendiboð- inn Merkúr verður í 12. húsi síðar í mánuðinum svo hugsanlegt er að draumlíf verði með fjörugasta móti. Verið vakandi fyrir lausnum sem kunna að birtast í svefni. Meyja 24. ágúst - 21. september Sólin færir Meyjunni aukinn styrk á leið sinni gegnum 6. hús heilsu og þjónustu í sól- arkorti hennar. Óvænt tíðindi af heilsufari eða vinnutilhögun gætu borist fyrstu vikuna í mánuðinum. Hvað sem verður, mun tækifæri til þess að fara nýja og spennandi leið gera vart við sig. Nú er rétti tíminn til þess að byrja að stunda Jóga, Taí Chí, eða hvað- eina sem eflir tengsl hugar og líkama. Sólin vermir 7. hús hjónabands og sambanda eft- ir 19. febrúar og nýtt tungl gæti beint athyglinni að tilteknum vandamálum sem eiga rætur í fortíðinni. Leitið leiða til þess að styrkja mikilvæg sambönd. Sendiboðinn Merkúr verður í 6. húsi eftir 7. febrúar svo Meyjan þarf að borða rétt, hreyfa sig og tryggja nægilega hvíld. Ljón 22. júlí – 23. ágúst Sólin skín í 7. húsi hjónabands og blæs nýju lífi í náin sambönd. Óbundnir gætu orðið fyrir örvum ástarguðsins næstu daga. Sólin er í Fiskum síðar í mánuðinum og beinir athygli að málum er varða fjármál og völd. Aukið innsæi gæti reynst gagnlegt í erfiðum samninga- viðræðum. Hinn ákafi Mars verður í 9. húsi ferðalaga og ævintýra í sólarkorti Ljónsins fyrst í mánuðinum og knýr það til þess að feta ókunna stigu. Ferðalangar eða ættingjar gætu ver- ið til trafala þar til Mars flytur sig yfir í 10. hús starfsframa og metnaðar. Ljónið verður þá svo önnum kafið að það hefur ekki tíma til þess að spá í hvað öðrum finnst um það. Notaðu kraftinn til þess að koma þér áfram á framabrautinni.        

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.