Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 19
H ér á landi getur fólk leitað á ýmsa staði til að fá læknisaðstoð. Heilsu-gæslustöðvarnar eða sjálfstætt starfandi heimilislæknar eiga sam-kvæmt uppbyggingu kerfisins að vera fyrsta val sjúklinga en það erlíka hægt að leita beint til sérfræðinga að eigin vali. Utan venjulegs vinnutíma er hægt að fara á Læknavaktina og ef mikið liggur við er hægt að fá lækni heim. Loks eru það svo slysa- og bráðadeildir sjúkrahúsanna. Þar er nánast hvenær sem er hægt að komast í samband við sérfræðingana og þangað geta allir leitað ef þeir treysta sér ekki til að bíða eftir því að fá tíma á læknastofunum. Hins vegar er lang- dýrast að velja þessa leið til að komast undir læknishendur. Hjá öðrum þjóðum er sjúklingum yfirleitt ekki svona í sjálfsvald sett hvert þeir leita sér lækninga. „Það er feikilega gott aðgengi að heilbrigðisþjón- ustunni á Íslandi,“ segir Lúðvík Ólafsson, lækninga- forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík og nágrenni. „Fólki er sinnt – alltaf. Menn geta stundum þurft að hafa mikið fyrir því að komast til læknis og biðtíminn er óþarflega langur en ef mikið liggur við eru alltaf opnar leiðir til að fá læknisþjónustu.“ Þetta kostar að vísu mismunandi mikið. Skipulag kerfisins miðar að því að fólk leiti sér fyrst lækn- ishjálpar á sinni heilsugæslustöð. Í samræmi við það er sú heimsókn höfð ódýrust, almennt gjald er 600 krónur og fólk borgar jafnmikið hvort sem það er skráð hjá heimilislækni eða ekki. Verðið meira en fimmfaldast ef farið er beint á sjúkrahúsið. Þar er al- mennt gjald 3.210 krónur. Lífeyrisþegar og börn borga mun minna á öllum stöðunum, eða allt niður í 200–300 krónur. Þeir sem hafa greitt 18.000 krónur í lækniskostnað á árinu geta fengið afsláttarkort hjá Tryggingastofnun og verða læknisheimsóknirnar þá mun ódýrari. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að ekki nærri allir notfæra sér þennan möguleika. Í athugun sem sagt var frá í Læknablaðinu á síðasta ári kom í ljós að innan við helmingur (45,7%) þeirra sem áttu rétt á kortinu höfðu það undir höndum. Aukin aðsókn Eftirspurn eftir læknisþjónustu á höfuðborgar- svæðinu hefur farið vaxandi síðustu ár. Það er meðal annars vegna fólksfjölgunar á svæðinu og breytinga á aldurssamsetningu íbúanna. Þessi aukna aðsókn kemur þó ekki jafnt niður á þá kosti sem boðið er upp á. Samkvæmt úttekt sem Rík- isendurskoðun birti í fyrra fjölgaði heimsóknum til lækna á árunum 1997–2001 mis- munandi mikið eftir því hverjir eða hvar þeir voru: Heilsugæslustöðvar í Reykjavík 9% Sérfræðilæknar 16% Slysa- og bráðasvið Landspítala – háskólasjúkrahúss 25% Læknavaktin 100% Ekki liggur fyrir hvers vegna aðsókn að Læknavaktinni hefur aukist svona mikið. Líkleg skýring er þó að þar hefur verið hægt að bæta við læknum og þar með sjúk- lingum. Eins virðist vera að fólk leiti í auknum mæli eftir þjónustu að venjulegum vinnudegi loknum. Almennt er talið að fjölgun heimsókna til lækna beri vott um aukin fjárráð en þar getur reyndar margt annað komið til. „Fyrir tíu árum var aðgengi að heimilislæknum þannig að allir gátu fengið tíma innan tveggja til þriggja daga,“ segir Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor í heim- ilislækningum við Háskóla Íslands. „Þetta hefur breyst síðustu fimm árin. Nú þarf fólk í sumum tilvikum að bíða í allt að viku ef ekki er um bráðatilfelli að ræða. Þau eru afgreidd samdægurs. Samt er þetta betra en víðast hvar á Norðurlöndum.“ Nokkur breyting hefur orðið til bóta nú í vetur í kjölfar stefnumótunar fyrir Heilsugæsluna í Reykjavík og nágrenni (HR) sem lokið var við á síðasta ári. Lúðvík Ólafsson yfirlæknir segir að nánast allir starfsmenn heilsugæslunnar hafi tekið þátt í stefnumótuninni og nú sé verið að vinna að því að koma henni í framkvæmd. „Það er ennþá skortur á heimilislæknum en eitt af markmiðunum var að stytta biðtímann í tvo daga með því að breyta skipulaginu,“ segir hann. „Ég var að gera könnun á stöðunni í þessu efni nýlega og það kom í ljós að biðtíminn hjá 40 læknum af 66 var 3 dagar eða minna og hjá flestum hinna var hægt að komast að innan sjö daga. Bráðatilvikum er hins vegar auðvitað sinnt samdægurs.“ Ástandið er því betra en það hefur verið lengi. Ástæðan er fyrst og fremst sú að bráðamóttökum eftir dagvinnu hefur fjölgað á þessu ári, þær síðustu voru teknar upp í október, og það hefur létt á. Nú eru allar heilsugæslustöðvarnar nema ein komnar með svona móttöku milli kl. 16 og 18. Enn er þó ekki hægt að fá heimilislækni á öllum stöðvunum. Fjórar af tólf heilsugæslustöðvum í Reykjavík og nágrenni geta ekki bætt við sig við- skiptavinum. Biðin eftir þjónustu á heilsugæslustöð er þó barna- leikur miðað við það að fá viðtal hjá sérfræðilæknum. Þeir sem oftast eru nefndir þegar rætt er um langa bið eftir viðtali eru hjartalæknar, bæklunarlæknar, húð- læknar og geðlæknar. Innan þessara greina er reyndar nokkuð mismunandi hvað læknar eru uppteknir. Sveinbjörn Brandsson bæklunarskurðlæknir orðaði það svo að stundum væri eins og færi af stað trumbu- sláttur úti í þjóðfélaginu og allir færu að leita til sömu læknanna. Þótt margir sérfræðinganna vinni langan vinnudag eru því dæmi um að það taki mánuði að fá tíma hjá þeim. „Það er mikið að gera í lok ársins,“ sagði Guðlaug Hafsteinsdóttir símastúlka á Læknasetrinu þar sem margir sérfræðingar starfa. „Fólk vill gjarnan nýta af- sláttarkortið sitt og í lok nóvember var fullbókað fram að jólum. Sumir læknanna áttu þá ekki lausa tíma fyrr en í endaðan janúar eða jafnvel febrúar– mars.“ Guðlaug segir að talsvert sé bókað langt fram í tím- ann, því sjúklingar sem viti að þeir þurfi að koma aft- ur bóki sig um leið og þeir fari. En hvernig skyldi fólk taka því að þurfa að bíða kannski mánuðum saman eftir tíma? „Mér finnst minna um neikvæðni en var. En við þurfum svolítið að skýra út fyrir fólki að þetta sé ekki bráðaþjónusta. Ef um það er að ræða bendum við á bráðavaktir spítalanna. Fólk veit oft ekki af þeim möguleika. Eins getum við boðið símaviðtal ef þörf er á. Þá tökum við skilaboð og læknirinn hringir þegar hann getur komið því við.“ Jafnvel á heilsugæslustöðvunum getur starfsfólkið átt í erfiðleikum með að útvega fólki tíma hjá sérfræðingum sem heilsugæslulæknar ætla að vísa sjúklingum sínum til. „Læknarnir biðja okkur ritarana oft um að athuga hvar hægt sé að fá tíma sem fyrst,“ segir Erna Ágústsdóttir, læknaritari í heilsugæslustöðinni í Árbæ. „Það er mjög erfitt aðgengi að sérfræðingum og oftast þarf að bíða einhverjar vikur. Við get- um þurft að hafa svolítið fyrir því að útvega viðtal og það er nokkuð um að sérfræð- ingar taki ekki nýja sjúklinga.“ Ekki er ljóst hvaða áhrif það hefur að nú geta sérfræðilæknar valið með stuttum fyrirvara að starfa í tvo mánuði á ári utan samnings við Tryggingastofnun. Hugs- anlega lengist þá biðin eftir tíma hjá samningsbundnum sérfræðingum. Erna starfar líka á Læknavaktinni. Þar segir hún að allir fái tíma og sé miðað við að bið sé ekki lengri en hálftími þótt fyrir komi að það standist ekki fullkomlega. Tals- STÍFLUR Í KERFINU Eftir Sigurveigu Jónsdóttur 1.2.2004 | 19 HEILSUGÆSLAN Opið: kl. 8-17 Síðdegisvaktir (sums staðar): kl. 16-18 Biðtími: Allt að viku Opið öllum (með eða án heimilislæknis) Verð án afsláttar: 600 kr. (1.500 á síðdegisvakt) Verð með afslætti: 200-300 kr. LÆKNAVAKTIN Opið: kl. 17-23:30 virka daga kl. 9-23:30 um helgar Biðtími: ½-1 klst. Opið öllum Verð án afsláttar: 1.500 kr. Verð með afslætti 450-1.000 kr. BRÁÐAVAKTIR SJÚKRAHÚSA Opið: Allan sólarhringinn Biðtími: Fer eftir annríki Opið öllum Verð án afsláttar: 3.210 kr. Verð með afslætti: 410-1.280 kr. SÉRFRÆÐINGAR Tímapantanir Biðtími: Mjög misjafn – dagar, vikur, mánuðir Opið öllum Verð án afsláttar: 2.700 kr. + 40% af umframkostnaði Verð með afslætti: 450 til 900 kr. + 13,33% af um- framkostnaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.