Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 8
8 | 1.2.2004 áhersla á menntun geti eitt og sér fært okkur þvílíka velmegun. Já, og fyrir jafnlitla þjóð og Ísland sem stendur mjög framarlega á mörgum sviðum er hækkun menntunar- stigsins, til framtíðar litið, lífsspursmál fyrir okkur. Öll menntun skilar samfélaginu arði og bætir þá um leið lífskjör. Er ekki áhrifaríkara til lengri tíma litið að beina at- hyglinni að þeim sem flosna upp úr framhaldsskóla? Jú, við teljum það brýnt verkefni. Ég tel nauðsyn- legt að auka framboð starfsmenntunar, sérstaklega í tæknigeiranum. Hlutfallslega eru fáir tæknimenntaðir á Íslandi miðað við nágrannaþjóðir okkar. Ég held að margir þeirra sem flosna upp úr námi í framhalds- skólum landsins séu einstaklingar sem finni sig ekki innan kerfisins í dag í þeirri miklu bóklegu áherslu sem þar þrífst, enda bókleg kennsla mun ódýrari kost- ur. Sú mikla bóklega áhersla hamlar mörgum í námi og takmarkar möguleika þeirra. Þróunin hefur verið innan Háskólans að setja sífellt fleiri þröskulda eins og að hækka skólagjöld og setja hugsanlega fjöldatakmarkanir, væri ekki mikill hvati að leggja skólagjöldin alfarið niður fyrst menntun skilar slíkum hagvexti sem raun ber vitni? Ég er algjörlega á móti skólagjöldum. Mér finnst að við eigum að standa myndarlega að menntakerfinu, við höfum svigrúm til þess. Þeir fjármunir sem til þarf, 4–8 milljarðar til að standa jafnfætis hinum Norður- löndunum eru til, þetta er bara spurning um hvernig er forgangsraðað. Við vilj- um forgangsraða í þágu menntunar og fyrir þessa fjármuni getum við rekið hér mjög öflugt menntakerfi. Það á ekki að brúa bilið með því að sækja fé í vasa nemenda. Okkur á að skiljast að menntun er fjárfesting og því eiga stjórnvöld að leggja vel í menntakerfið. Hvaðan ætlarðu að taka þessa peninga? Tekjuaukning ríkissjóðs hefur verið gífurleg á sl. 10 árum og ég vil sjá þessari aukningu varið í mennta- kerfið. Þarf ekki að endurskoða Lánasjóð íslenskra náms- manna og breyta lánum í styrki eins og tíðkast er- lendis? Væri það ekki besti hvatinn í uppbyggingu hærra menntunarstigs? Það er gert víða og mér finnst það spennandi leið að skoða. Endurgreiðslurnar eru þungur baggi á fólki sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Við viljum leggja til að hluti endurgreiðslna LÍN verði frádráttarbær frá skatti. rebekka @centrum.is © R eb ek ka R án S am pe r Með hærra menntunarstigi þjóðarinnar getum við aukið hagvöxtinn í landinu Við viljum leggja til að hluti endurgreiðslna LÍN verði frádrætt- arbær frá skatti. Sarah Jessica Parker fékk gullhnött fyrir að vera besta leikkonan í gam- anþáttaröð. Hér fagnar hún með leikkonunum Kristinu Davis og Cynthiu Nixon í veislu sem haldin var eftir afhendingu Golden Globe verðlaunanna í Los Angeles. Gamanþáttaröðin Beðmál í borginni er nú að renna sitt skeið á enda og fáum við að sjá síðustu þættina á RÚV í mars. Þær stöllur Carrie, Mir- anda, Charlotte og Samantha eiga eftir að taka sér ýmislegt fyrir hendur áður en yfir lýkur. VIKAN SEM LEIÐ GULLHNÖTTURINN EFTIRSÓTTI A P Púlsinn Katrín Júlíusdóttir þingmaður fyrir Samfylkinguna | Rebekka Rán Samper Hefur menntakerfinu okkar hrakað verulega sl. ár? Menntakerfinu hefur ekki hrakað beinlínis heldur hefur það staðnað bæði á framhalds- og háskólastigi. Sókn eftir menntun hefur aukist og jafnframt krafan um fjölbreytileika sem komið hefur frá nemendum sem atvinnulífinu. Menntamálayfirvöld hafa ekki svarað þessu og því hefur menntakerfið ekki svarað kalli tímans. Meiri gerjun virðist hafa átt sér stað í grunnskólunum eftir að þeir fluttust til sveitarfélag- anna. Hvað vakir fyrir ykkur með þessu menntaátaki Sam- fylkingarinnar? Okkur finnst menntamálin ekki hafa fengið þá at- hygli sem þau verðskulda og við viljum koma um- ræðunni af stað. Framlög til háskólastigsins á Íslandi eru allt að helmingi lægri en á Norðurlöndunum sem hlutfall af landsframleiðslu. Fyrir vikið eiga mennta- stofnanir eins og Háskóli Íslands í stórum rekstr- arvanda. Í haust blasti við að Háskóli Íslands yrði að vísa frá 900 nemendum eða taka upp fjöldatakmark- anir, því skólinn fær ekki greitt með hverjum nem- anda eins og lög gera ráð fyrir. Við viljum kynna okk- ur málið í heild sinni og auka þannig þekkingu okkar á vandanum. Ef ykkur tekst vel upp með að auka ásóknina í Há- skólann endum við þá ekki með þjóðfélag þar sem læknismenntað fólk ekur strætisvögnunum? Á Íslandi blasir þetta vandamál ekki við þar sem við stöndum enn svo langt að baki nágrannaþjóð- unum. Það eru t.d. 27% Íslendinga á aldrinum 25–34 ára með háskólapróf á meðan 37% fólks á sama aldri eru með háskólapróf á Norðurlöndunum. Þessi mis- munur birtist okkur líka á framhaldsskólastiginu, þar eru 60% Íslendinga á aldrinum 25–34 ára með fram- haldsskólapróf á meðan þessi hlutfallsprósentutala er 86% til 94% á Norðurlöndunum. Hver hefur ábati Norðurlandanna verið með þessu háa menntunarstigi? Hagfræðingar hafa sýnt fram á og staðhæft að með hærra menntunarstigi þjóðarinnar getum við aukið hagvöxtinn í landinu. Þeir hafa birt útreikninga sem sýna að ef við nálgumst Norðurlöndin í framlögum til menntamála og þá um leið í fjölda útskrifaðra nema bæði frá framhalds- og háskólum gætum við, á u.þ.b. átta árum, aukið hagvöxtinn sem nemur áhrifum Kárahnjúkavirkjunar ásamt álverinu á Reyðarfirði samanlagt. Það er athyglivert að aukin menntun landans og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.