Morgunblaðið - 01.02.2004, Síða 14
14 | 1.2.2004
Launakerfið er svona heimskulegt og ég var ekkert að
skafa utan af því í þessu samningaþófi: Og svo á ég að fara
fyrir einhverja nefnd, sem hefur ekki hundsvit á dansi. Ég
tek ekki þátt í svona vitleysu, sagði ég. Ég er danskennari,
ég er með member-próf frá Imperial Society of Teachers of
Dancing. Ég samþykki ekki að það eigi að leggja mig undir
dóm hjá einhverju fólki sem ber ekkert skynbragð á dans-
listina.
Í framhaldi af þessu var farið fram á að ég fengi það
uppáskrifað frá Englandi að ég hefði réttindi til að kenna
dans og myndi verða viðurkenndur sem slíkur í Bretlandi.
Þá sendi ég umsókn til Breska danskennarasambandsins,
að þeir staðfestu að ég væri með full danskennararéttindi.
Ég fékk ekki svar nógu snemma svo ég hringdi í Alþjóða-
samband danskennara og sagði þeim frá þessu veseni. Þeg-
ar formaður samtakanna frétti þetta skrifaði hann sérstakt
bréf, sem var einsdæmi í embættisfærslu hans, þar sem
hann sagði efnislega: „Er eitthvað að ykkur þarna uppi á
Íslandi? Heiðar Ástvaldsson er mjög vel menntaður kenn-
ari, fylgist mjög vel með því sem er að gerast. Auðvitað má
hann kenna dans í Bretlandi og raunar hvar sem er í heim-
inum.“ Þetta bréf lagði ég svo fyrir menntamálaráðuneyt-
ið, með umsókninni um starf sem danskennari við grunn-
skóla á Seltjarnarnesi og sagði: Hér er sönnunin fyrir því að
ég sé hæfur danskennari.“
Hvernig í ósköpunum dettur mönnum þetta í hug?
„Ja, spurðu mig ekki. Ég er búinn að kenna dans í yfir
fjörutíu ár, þar sem fólk hefur komið til mín af fúsum og
frjálsum vilja og borgað fyrir. Að þeir skuli fara þess á leit
við mig að ég sanni að ég sé fær um að kenna dans er eitt-
hvað sem ég skil ekki og er í rauninni brandari. En þetta
fór allt saman vel og nú eru aðrar þjóðir að taka þetta upp
eftir okkur, að koma á danskennslu sem skyldunámsgrein í
grunnskólum.“
Danskeppnir á hálum ís
Heiðar hefur ákveðnar skoðanir á þeirri þróun sem orð-
ið hefur varðandi danskeppnir hér á landi:
„Ég hef fengið marga erlenda danskennara til að koma
hingað og kenna mínum kennurum í Dansskóla Heiðars
Ástvaldssonar. Það er hins vegar seinni tíma þróun að
senda eftir erlendum danskennurum til að kenna ungum
nemendum sem eru að fara að taka þátt í danskeppnum.
Ég tel að það hafi verið röng stefna, því þetta er dýrt. Það
hefði átt að leggja aðaláhersluna á að kenna íslensku dans-
kennurunum, sem síðan gætu kennt nemendunum. Ég veit
að í dag telja margir að ég hafi haft rétt fyrir mér, því þetta
hefur komið sér illa fyrir dansinn.
Hér áður fyrr var dansnám fyrir alla og enginn þurfti að
hafa sérstakar fjárhagsáhyggjur af þessum sökum. Með þeirri áherslubreytingu
sem orðið hefur, og viðamiklum danskeppnum, er dansinn orðinn fjárhagsleg
byrði fyrir fólk, sem á kannski dóttur í dansnámi og tekur þátt í danskeppnum.
Hún þarf þá að taka einkatíma með erlendum kennara. Þú getur ímyndað þér hvað
þetta kostar. Síðan heimtar dóttir þín „dress“ til að dansa í, flott „ballroom-dress“
getur kostað hátt í tvö hundruð þúsund krónur. Þá ertu allt í einu farinn að hugsa:
Skrambinn sjálfur, ég ætla bara rétt að vona að stelpan mín fari ekki að fara í dans
með öllum þeim kostnaði sem því fylgir.
Þetta er skelfileg þróun að mínu áliti. Ég hef ekkert á móti danskeppnum, en við
áttum aldrei að fara út í það að taka þær svona alvarlega. Það átti bara að taka þetta
létt, leyfa keppnunum að þróast með eðlilegum hætti og hafa krakkana í venjuleg-
um klæðnaði. Ég held að danskeppnir, eins og þær hafa verið framkvæmdar á Ís-
landi upp á síðkastið, hafi haft neikvæð áhrif á dansinn. Hafi kýlt hann niður en
ekki lyft honum upp, vegna þess að með þessu höfum við fælt fjöldann frá dans-
iðkun. Hér áður fyrr var dansinn almenningseign og hann á að vera það áfram.“
Hér er ef til vill rétt að skjóta því inn í að Heiðar hefur farið víða um lönd og
dæmt í danskeppnum. Skýtur það ekki dálítið skökku við í ljósi þessara skoðana
hans?
„Ég hef dæmt í Norðurlandameistaramóti í dansi oftar en nokkur maður í heim-
inum. Ég fór sex ferðir á síðasta ári til að dæma erlendis og ég legg áherslu á að
danskeppnir eiga rétt á sér upp að vissu marki. Það er ekkert að því að atvinnu-
dansarar „dressi“ sig flott upp fyrir slíkar keppnir og ráði til sín færustu þjálfara,
en það er alger óþarfi að venjulegt fólk sé að hella sér út í
skuldir af þeim sökum.“
Kurteis og herralegur
Heiðar hefur marga hildi háð í baráttu sinni fyrir fram-
gangi danslistarinnar, eins og fram hefur komið hér að
framan. Lífsdansinn hefur því ekki alltaf verið dans á rós-
um, þótt oftast hafi honum fundist hann svífa um á rós-
rauðum skýjum þegar á sjálft dansgólfið er komið. Hann
hefur líka á ferli sínum dansað við margar rósir, það er að
segja blómarósir, og ein þeirra er eiginkona hans Hanna
Frímannsdóttir:
„Við Heiðar vorum bekkjarsystkin í Verslunarskólan-
um,“ segir Hanna um fyrstu kynni þeirra Heiðars. „Hann
hafði svo fallegan svip og var eitthvað svo indæll. Það var
það fyrsta sem ég tók eftir í fari hans. Svo var hann svo
kurteis og herralegur og það hef ég alltaf kunnað að meta í
fari karla,“ segir Hanna ennfremur, en hún stofnaði Karon-
samtökin á sínum tíma og stóð fyrir tískusýningum og
námskeiðum í framkomu um árabil.
Manstu eftir fyrsta dansinum sem þú dansaðir við Heið-
ar?
„Já, það var á skólaballi í Versló. Það var rosalega gaman
að dansa við hann. Sjálf hef ég aldrei farið í dansskóla. Ég
fylgi honum bara eftir í dansinum og hef aldrei haft neina
minnimáttarkennd þegar ég fer með honum út á dans-
gólfið, þótt hann sé afburða dansari og hafi oft dansað við
dömur sem hafa meira lært en ég.“
Heiðar hélt úti danskennslu í útvarpi árum saman og var
sú kennsla í tengslum við dans- og dægurlagaþætti sem út-
varpað var á laugardagskvöldum. Þá greyptust í þjóðarsál-
ina ýmsir frasar, sem Heiðar notaði við danskennsluna, og
sá þekktasti er líklega frasinn styðja, styðja, cha, cha, cha,
sem með tímanum varð samofinn persónu og ímynd Heið-
ars sem danskennara og oft hafður í flimtingum þegar nafn
hans bar á góma. Heiðar kveðst hafa haft af því lúmskt
gaman þegar orðatiltæki, sem hann notaði við danskennsl-
una, gáfu tilefni til gamanmála. Í leiðinni hafi þetta verðið
ágæt auglýsing fyrir dansinn.
„Ég var líka með sjónvarpsþætti um tíma, sem sjálfsagt
hafa verið góð auglýsing. Ég hafði hins vegar ekkert nema
fjárútlát af þeim þáttum því þetta var svo illa borgað að það
dugði varla fyrir búningum í eitt atriði í hverjum þætti.
Þegar ég kvartaði undan laununum við fjárhaldsmenn
sjónvarpsins sögðu þeir að þetta væri svo góð auglýsing
fyrir mig að ég mætti bara þakka fyrir að fá að stjórna þess-
um þáttum.“
Fordómar alveg frá byrjun
Svo sem títt er um þjóðkunna menn í íslensku samfélagi hefur Heiðar oft lent á
milli tannanna á fólki. Það þótti til dæmis afar sérkennilegt á sínum tíma að karl-
maður legði fyrir sig dans og danskennslu. Hefur hann fundið fyrir fordómum í
sinn garð vegna þessa?
„Alveg frá byrjun. Þegar ég lít til baka finnst mér að fyrsti örlagavaldur í mínu
lífi hafi verið þegar Þórunn prjónakona á Siglufirði segir við mig, skömmu eftir að
ég byrjaði á danskennslunni: „Aldrei hefði ég trúað því, Heiðar minn, að þú, svona
góður drengur, yrðir þjónn djöfulsins.“ Ég var tvítugur þegar þetta gerðist,
óharðnaður og ég fór að hugsa um það hvort eitthvað væri til í þessu og hvort ég
væri kominn út á hála braut. Þetta varð til þess að ég fór að stúdera dansinn út frá
sjálfum mér. Hvað er dans, af hverju dönsum við og er dansinn syndsamlegur? En
ég er fyrir löngu búinn að átta mig á þeirri staðreynd að dans hefur fylgt mannkyn-
inu frá upphafi. Þú getur tekið hvaða þjóð sem er, hvaða þjóðflokk sem er, og þú
getur farið eins langt aftur í tímann og hægt er að komast, og staðreyndin blasir
hvarvetna við: Fólk dansar og hefur alltaf gert. Ef þetta er ekki næg sönnun þess að
dansinn er mönnum eðlislægur er hægt að taka aðra sönnun: Lítil börn. Jafnvel áð-
ur en þau fara að ganga gera þau ákveðnar hreyfingar í takt við tónlist. Þetta er ekki
eitthvert rugl út í loftið. Barnið heyrir hljómfallið og taktinn. Farðu svo á ball og þú
sérð fullt af fullorðnu fólki sem er ennþá bara með þessa hreyfingu. Það hefur ekk-
ert lært, en samt náð að þróa þessa innri þörf sína til að dansa.
Ég get sagt þér ágæta sögu um það hvernig svona fordómar grafa um sig hjá
fólki: Páll Guðmundsson, stjúpi minn, var mjög á móti dansi og hann sagði að eng-
Heiðar og systir hans,
Edda Pálsdóttir, sýna dans.
Heiðar og Hanna á
peysufatadaginn í Versló
fyrir hartnær hálfri öld.