Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 12
12 | 1.2.2004 valdssonar, sem samanstendur af nemendum úr dansskólanum hans, sem nú hefur starfað í yfir fjörutíu ár. „Við Harpa og Erla sóttum þarna dansnámskeið í Listaháskólanum í Havana, en aðrir ferðafélagar voru bara í skemmtiferð. Ég sagði við liðið áður en við fórum að ég ætlaði í danstíma á morgnana, um eftirmiðdaginn ætlaði ég að sofa og á kvöldin út að djamma. Þetta verður pottþétt, sagði ég, við förum ekki í neinn bað- strandarbæ heldur verðum allan tímann í Havana að djamma. Þau voru öll sam- mála þessu og eru alsæl eftir ferðina. Ég er það líka þótt ég hafi bara farið eitt kvöld út að djamma í allri ferðinni. Við vorum svo keyrð áfram á námskeiðinu að ég nennti ekki að þvælast út á kvöldin. En það var afar lærdómsríkt að kynnast dans- hefðinni þarna á Kúbu og tónlistinni, maður lifandi, hún er stórkostleg.“ Heiðar hefur alla tíð fylgst grannt með öllum nýjungum sem fram hafa komið í danslistinni og farið víða um lönd til að kynna sér strauma og stefnur í dansinum. Um ástæðuna fyrir því að hann taldi sig þurfa að hressa aðeins upp á salsa-dansinn hjá sér segir hann meðal annars: „Ég fer árlega á ráðstefnur erlendis til að fylgjast með og læra það nýjasta. Sumt fólk skilur þetta ekki og spyr mig: Hvernig stendur á því að þú, sem ert búinn að vera í dansinum öll þessi ár, þarft alltaf að vera að læra eitthvað nýtt? Eitt sinn ætl- aði ég að verða lögfræðingur og það hefði dugað mér skammt ef ég hefði að loknu laganáminu sagt: Nú er ég búinn, punktur. Ég hefði á hverju ári orðið að læra ný og ný lög. Nákvæmlega það sama á við um dansinn. Á hverju einasta ári verð ég að fylgjast með þeirri þróun sem á sér stað í hinum ýmsu löndum og eitt af því sem hefur vakið áhuga minn á síðustu árum er salsa. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á suðrænum dönsum, allt frá því ég stundaði nám í Pierre og Lavelle-skólanum í London, en sá skóli kynnti fyrir Evrópubúum alla suðrænu dansana, svo sem rúmbu, sömbu, jive, paso dobble og cha cha cha. Ég varð strax heillaður af þessum dönsum og skrifaði meira að segja bók um cha cha cha, sem kom út árið 1957, en það hafði þá að- eins ein önnur bók um cha cha cha komið út í heiminum. Og öll sporin sem ég nefni í bókinni eru í notkun enn í dag, þótt þau hafi vissulega þróast áfram.“ Heiðar kveðst hafa valið Kúbu vegna þeirrar dans- og tónlistarhefðar sem þar ríkir. Hann hafði verið að dæma í alþjóðlegri salsa-keppni í Danmörku og í fram- haldi af því ákveðið að sækja salsa-námskeið í Havana. „Þannig atvikaðist það að ég, systir mín Harpa og Erla dóttir hennar vorum í einkatímum, með tvo kennara, stundum þrjá, til að þjálfa okkur í salsa í Listahá- skólanum í Havana. Þetta er stór og merkileg bygging og þarna er boðið upp á nám í öllum mögu- legum listgreinum sem nöfnum tjáir að nefna. Þarna hittum við til dæmis Íslending sem er í fjögurra ára námi í sirkusfræðum. Og þarna var einnig íslensk stúlka sem er að læra á trommur. Það var merkileg upplifun að koma í þennan skóla og margt frumstætt miðað við það sem við þekkjum á Vesturlöndum, því fátæktin er alveg gríðarleg á Kúbu. Við dönsuðum til dæmis á krossviðargólfi, en það var í góðu lagi. Sem dæmi um hvað allt er frumstætt þarna var til dæmis þegar við vorum að gera upp kennslugjöldin, en það tók nokkrar klukkustundir. Fyrst þurfti að fylla út eyðublað með nafninu mínu og persónuupplýsingum, og svo þurfti að endurskrifa það á annað blað því það var enginn kalkipappír til. Svo þurfti að gera það sama fyrir Hörpu og Erlu og ritvélin sem þeir voru með var eins og sú sem ég notaði í æsku. Í þessari ferð gerði ég samninga um að fá fólk hingað til lands til að kenna salsa og nýlega kom hingað danspar, hann er frá Kúbu og hún er einn þekktasti salsa- dansarinn í Danmörku og stundaði nám í fimm ár á Kúbu og útskrifuð frá Lista- skólanum í Havana sem danskennari. Þau sýndu hér og héldu svo fjögurra daga námskeið. Þau koma aftur í febrúar og við gerðum samninga um að fá kennara frá Kúbu mánaðarlega og halda námskeið í salsa.“ Heiðar kvaðst hafa lagt áherslu á að fá svartan dansara í þetta verkefni: „Ég sagði við þá að annar aðilinn, að minnsta kosti, yrði að vera svartur og til þess liggja ákveðnar ástæður. Hvítir karlmenn standa nefnilega frammi fyrir viss- um kynþáttafordómum þegar suðrænir dansar eru annars vegar. Það eru ótrúlega margir sem hafa talið sér trú um að það geti engir dansað salsa, og hvað þá kennt dansinn, nema svertingjar. Hefði ég til dæmis kynnst Færeyingi úti á Kúbu, sér- fræðingi með áratuga reynslu í salsa-dansi, komið með hann hingað heim og aug- lýst dönskumælandi Jakobsen sem salsa-kennara, hefði fólk hlegið að mér. Nú vil ég ekki gera lítið úr danshæfileikum svertingja. En ég viðurkenni ekki að svarti maðurinn hafi betri rythma, en hvíti maðurinn. Hann er bara öðruvísi. Svarti mað- urinn fílar á sinn sérstaka hátt alla þá tónlist sem á rætur að rekja til afrískra tónlist- arhefða, þar með talið salsa, og hann túlkar dansinn með sínum hætti. Og svert- ingjar hafa vissulega aðrar hreyfingar en hvítir menn, en það er vitaskuld fráleitt að gefa sér það að hvítir menn geti ekki dansað suðræna dansa.“ Eini strákurinn sem vildi dansa Heiðar kom fyrst til Reykjavíkur sautján ára gamall til að hefja nám í Versl- unarskólanum og fór þá strax í danstíma hjá Rigmor Hanson. Hann borgaði bara fyrir fyrstu tvo mánuðina í danstímunum og fékk svo frítt eftir það, því næstu tvö árin aðstoðaði hann Rigmor við danskennsluna. „Heima á Siglufirði hafði ég lært alla helstu dansana. Þegar ég fór fyrst á skóla- ball í Gagnfræðaskólanum sagði móðir mín, Ingibjörg Ingvarsdóttir, við mig: Mundu það að vera kurteis, Heiðar. Þú átt að dansa við allar dömurnar sem þú þekkir, ekki bara þær sem þér finnst fallegar. Ég veit alveg af hverju mamma sagði þetta því hún hafði áhuga á því að ein ákveðin stúlka í skólanum yrði tengdadóttir sín, en ég hafði engan sérstakan áhuga á henni. Ég þekkti auðvitað allar stelpurnar í skólanum og dansaði því við þær allar. Öll árin sem ég var í Gagnfræðaskólanum á Siglufirði hef ég kannski setið sem svaraði einni syrpu. Ég sýndi fyrst dans í Sjómannaheimilinu á Siglufirði, við undirleik Gautlands- bræðra, þegar ég var fimmtán ára. Þá dansaði ég við stúlku sem hét Hjördís Vil- hjálmsdóttir, hún varð seinna íþróttakennari og giftist Einari Sveinbjörnssyni fiðlu- leikara og þau fluttu til Svíþjóðar, en hún er nú látin. Í bekknum voru tuttugu stelpur og sex strákar og stelpurnar notuðu mig til að æfa sig í danslistinni því ég var eini strákurinn sem vildi dansa. Við æfðum okkur á kirkjuloftinu og þar var orgel og ein skólasystirin, Guðný Hilmarsdóttir, sem var mjög flink á orgel, spilaði undir þegar við vorum að æfa dansinn. Hjördís kenndi mér mikið því hún átti ömmu, sem þá var líklega orðin áttræð, sem kunni svo mik- ið í gömlu dönsunum og sú gamla kenndi Hjördísi og Hjördís kenndi svo mér. Þegar ég kem svo suður þá dansa ég alla dansa.“ Að loknu námi í Verslunarskólanum hélt Heiðar til náms í Bretlandi, þá nítján ára gamall: „Við vorum þarna saman, ég og vinur minn Haukur Hannesson, sem var mjög góður dansari. Og eins og ungra manna er siður vildum við auðvitað fara út á lífið og hitta dömur og töldum að besti staðurinn til þess væri að fara á ball. Konan sem við leigðum hjá ráðlagði okkur að fara á ball í dansskóla Victor Silves- ter, sem var þarna í nágrenninu, en Silvester er einn frægasti hljómsveitarstjóri sem uppi hefur verið. Hann var með dansskóla þarna og við Haukur drifum okkur á ball í skólanum en brá illilega í brún því við höfðum aldrei séð dansana sem þarna voru dansaðir. Við stóðum þarna eins og hálfvitar, því við gátum ekki neitt. Við biðum eftir að hljómsveitin spilaði ræl, polka, skottís og marzurka, sem aldrei kom. Hins vegar var spiluð samba og fólkið gerði alls konar gloríur sem við höfðum aldr- ei séð. Þetta varð auðvitað til þess að við drifum okkur í dansskóla. Haukur hætti fljótt, en ég hélt áfram og eyddi öllum mínum peningum í danstíma. Mér fannst þetta bara svo skemmtilegt að ég gat ekki hætt. Á þessum tíma hvarflaði ekki að mér að verða danskennari. Ég var bara að læra þetta fyrir mig.“ Vildi kenna Siglfirðingum Þegar Heiðar kom aftur heim til Íslands fór hann að vinna í Landsbankanum en fann fyrir einhverju eirðarleysi í blóðinu: „Mér fannst einhvern veginn að ég yrði að fara norður og kenna Siglfirðingum dansana sem ég hafði lært á Englandi. Ég fór því norður um haustið og kenndi þar fram að áramótum. Í fyrsta tímann kom einn nemandi, Guðrún Pálsdóttir, kona sem býr enn á Siglufirði og er alnafna systur minnar. Ég fékk þá lánaða peninga hjá föður mínum, Ástvaldi Kristjánssyni, fyrir útvarpsauglýsingu og fékk þá þrjátíu manns á fyrsta námskeiðið og fljótlega var fjöldinn kominn upp í sextíu manns. Ég vann á daginn í tunnuverksmiðjunni hjá pabba, til klukkan fjögur á daginn, og svo fór ég að kenna dansinn. Ég fór venjulega heim í hádeginu til að raka mig, hljóp svo heim klukkan fjögur til að skipta um föt og svo að kenna klukkan fimm. Þetta gerði ég fram að áramótum, en þá var ég líka orðinn útkeyrður og dauðuppgefinn.“ Heiðar kveðst alltaf hafa átt sér þann draum að læra spænsku og þýsku og fór því til náms í Þýskalandi eftir törnina á Siglufirði: „Ég kom við á Englandi og kynntist þar þýskum krökkum sem bentu mér á að best væri að fara til Hamborgar til að læra þýsku. Það gerði ég og skömmu eftir komuna þangað rakst ég fyrir tilviljun á Steindór Steindórsson frá Hlöðum og konu hans, Kristbjörgu, og við fórum saman á fínan veitingastað í borginni sem egar ég fór að berjast fyrir því að fá dansinn viðurkenndan sem skyldufag í grunnskólunum var ég svo heppinn að á æðstu stöðum var fólk sem hafði skilning á þessu.Þ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.