Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 18
18 | 1.2.2004 L jó sm yn d: G ol li Aðgengi að læknum „Ég hringdi í ein fimm skipti á aug- lýstum símatíma en náði aldrei í gegn til læknisins. Þá gafst ég upp.“ „Það þurfti að hringja á ákveðnum degi til að fá tíma í næsta mánuði. Reyndi í þrjá mánuði en annaðhvort náði ég ekki að hringja á réttum tíma eða það var orðið fullpantað þegar ég náði sambandi.“ „Mér var vísað á Læknavaktina eða neyðarmóttöku Landspítalans, það væri ekki hægt að fá heimilislækni í mínu hverfi.“ „Ég þekki ekkert annað en skjót og góð viðbrögð við að fá tíma hjá læknum, ég er reyndar búin að vera hjá þeim sömu árum saman og þekki þá þar af leið- andi.“ Svona eru svörin mismunandi þegar fólk er spurt hvernig því gangi að fá tíma hjá lækni. Það sama kemur í ljós þegar málið er skoð- að nánar. Óvíða í heiminum eru eins margar leiðir opnar fyrir fólk til að komast til læknis. Við höfum fleiri lækna en flestar þjóðir. Á Norðurlöndum eru til dæmis aðeins Danir með hlutfallslega fleiri lækna en við. Því til viðbótar kemur að Íslendingar leita ekki sérlega mikið til læknis, meira að segja þótt miðað sé við Bandaríkin þar sem læknisþjónusta er ekki niðurgreidd eins og hér. Samt eru margar stíflur í kerfinu og oft getur verið tafsamt að fá tíma, sérstaklega hjá sérfræðingum. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Erf- iðleikar við að fá tíma eru heldur ekki einu skýringarnar á því að margir fresta heimsóknum til læknis eða hætta við þær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.