Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 15
ir nema stelpu-strákar lærðu að dansa. Þegar að elsta dóttir hans, Guðrún Páls- dóttir, fór að læra hjá mér undir danskennarapróf varð hann svo reiður að hann hótaði mér málshöfðun. Páll hins vegar byrjaði sjálfur að læra að dansa þegar hann var orðinn rúmlega sextugur og fluttur til Reykjavíkur. Þá spurði ég hann eitt sinn: Hvernig stendur á því að öll þessi ár, Páll, hefur þú verið svona mikið á móti dansi? Þá sagði hann mér frá því að þegar hann var ungur maður hefði hann farið á ball, boðið stúlku upp í dans og hún neitað honum. Hann móðgaðist svona heiftarlega út af þessu að hann hafði allt á hornum sér gagnvart dansiðkun upp frá því. En í raun og veru langaði hann alltaf til að dansa. Ég stóð frammi fyrir svipuðu tilfelli þegar ég var að kenna í Landakotsskól- anum, en þar var unglingspiltur sem vildi ekki læra að dansa, fannst þetta greini- lega hundleiðinlegt og tafði fyrir bekknum með mótþróa sínum. Þetta fór í taug- arnar á mér og ég talaði við skólastjórann, séra Hjalta, og hann sagði að það væri sjálfsagt að taka drenginn úr danskennslunni og kenna hon- um dönsku í staðinn. Þá var ég beðinn um að tala við móður þessa pilts og hún sagði mér að hún vildi endilega að strákurinn lærði að dansa því að hún skildi þýð- ingu dansins, en pabbi hans hafði sagt honum að það væru bara stelpu-strákar sem dönsuðu. Pabbinn var sem sagt búinn að koma þessu rugli inn hjá stráknum af því að hann dansaði ekkert sjálfur. Strákurinn kom síðan aftur í danstímana eftir að ég hafði rætt við mömmuna og allt var í himnalagi með hann upp frá því. Dansinn er innri þörf allra manna og þess vegna er það slæmt þegar feður eru að segja svona bölvaða vitleysu við barn, sem innst inni langar til að dansa. Svo get ég tekið dæmi um aðra fordóma, sem ég er alltaf að berjast gegn, en það er þegar menn setja samasemmerki á milli karldansara og homma. Mjög margir, sérstaklega ungir karlmenn, eru sannfærðir um að allir karlmenn sem dansa ballett séu hommar og ef þeir færu að læra ballett myndu þeir breytast í homma. Ég hef engra hagsmuna að gæta í sambandi við ballett, en það fer óskaplega í taugarnar á mér þegar svona fordómum er haldið á lofti. Auðvitað finnast hommar í ballett eins og í öllum öðrum stéttum. En að vera með fordóma bara af því þú hefur áhuga á dansi eða tónlist, er auðvitað út í hött.“ Danshöllin mun rísa „Fyrir áratug eða svo hefði engan dreymt um að hægt væri að spila fótbolta á löglegum knattspyrnuvelli innanhúss. Nú hafa risið sérstakar hallir fyrir fótbolta, handbolta, badminton, skauta og tennis. Hvaða hús gæti ég bent á sem danshús? NASA við Austurvöll, sem áður var Sjálfstæðishúsið, var ágætt danshús. Þar var flott dansgólf. Svo var það Stapinn í Njarðvíkunum og Festi í Grindavík. Þetta eru dæmi um danshús. Í sveitum landsins eru félagsheimili með ágætri dansaðstöðu. Svona hús vantar fyrir dansinn hér í Reykjavík. Miðað við þann fjölda sem Broad- way tekur er dansgólfið þar ekki nógu stórt. Að minnsta kosti ekki til að halda þar danskeppni. Það sem ég er að tala um er að fá danshöll í Reykjavík, sambærilega við íþrótta- hallirnar enda er dansinn viðurkenndur sem íþrótt. Þá er ég að tala um hús þar sem fólk, sem hefur áhuga á dansi, getur komið í miðri viku, farið í búningsklefa, skipt um föt, dansað í einn eða tvo tíma, farið svo í sturtu og í fötin sín og heim. Þetta gera menn í líkamsrækt og dansinn er sú albesta líkamsrækt sem hægt er að hugsa sér. Síðan vil ég að um helgar verði þetta danshús notað fyrir almenningsböll. Og það sem meira er, og það finnst sjálfsagt mörgum skrítið, ég vil hafa vínveitingar. Ég vil að menn geti gengið að barnum og fengið sér í glas ef svo ber undir. Það kemur af sjálfu sér að þeir sem hafa virkilega áhuga á að dansa drekka sig ekki fulla. Ef einhver yrði hins vegar pöddufullur mætti einfaldlega vísa honum út. En ég myndi aldrei vilja setja blátt bann við að menn fengju sér í glas. Við verðum bara að horfast í augu við þá staðreynd að fjölmargir Íslendingar vilja geta neytt áfengis þegar þeir fara út að skemmta sér. Ég hef sterka sannfæringu fyrir því að svona hús eigi eftir að rísa. Með því að dansinn er nú orðinn skyldunámsgrein í grunnskólum fer að streyma út úr skól- unum fólk sem kann að dansa og nýtur þess. Og þetta fólk á eftir að átta sig á því, betur en við, hvað menn hafa gott af dansinum, bæði andlega og líkamlega. Skák er mjög góð andleg íþrótt, en ekki líkamleg. Dansinn er hins vegar bæði andleg og líkamleg íþrótt, vegna þess að þegar þú ert að dansa þarft þú að hugsa um sporið sem þú ert að gera og þú þarft líka að hugsa um sporið sem þú ætlar að gera á eftir. Heilinn á þér er í stöðugri vinnu og um leið er líkaminn í stöðugri vinnu. Dansinn er allra meina bót, andlega og líkamlega og fyrir unga sem aldna.“ svg@mbl.is STYÐJA, STYÐJA, CHA, CHA, CHA „Menn hafa gott af dansinum, bæði andlega og líkamlega.“ Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 ÚTSALA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.