Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 29
1.2.2004 | 29 Handa 2 Góð ólífuolía sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar 2x225 g þorskflak, roðflett og beinin fjarlægð 1 lítill hnefi af nýrri basilíku, rifinn í ræmur 1 lárpera, afhýdd, úrsteinuð, skorin í tvennt og sneidd 150 g góðar rækjur, án skeljar 140 ml rjómi 150 g góður Cheddar-ostur Látið ofninn hitna í 220°C. Smyrjið ofnfast fat með ögn af ólífuolíu, saltið og piprið fiskflakið báðum megin og setj- ið á fatið. Stráið basilíku yfir, lárperu og rækjum. Dreypið rjómanum yfir og rífið ostinn yfir. Bakið í heitum ofninum í 15–20 mínútur þar til rétturinn er gullinn og mallandi. Salt- ið og piprið frekar ef þarf og berið einfaldlega fram með grænu salati. Yndisleg samsetning. Sæludagar með Jamie Oliver, PP-Forlag, 2003. Bakaður þorskur með lárperu, rækjum, rjóma og osti Jamie Oliver Ég hef haldið við yndisleganmann í mörg ár, þó með hléum,þar sem ég ákveð stundum að nú sé komið nóg,“ segir kona í bréfi til Álitamála. „Mér þykir afar vænt um hann og ég er alveg viss um að það er gagnkvæmt. Ég hef oft vonað að ein- hver segði konunni sem hann býr með frá því, þar sem hún „lætur“ sem hún viti ekki neitt. Það má vera mikið að í sambandi ef kona í sambúð eða hjóna- bandi tekur ekki eftir að makinn hittir aðra konu tvisvar til þrisvar á dag og er að heiman flest kvöld. Ég átti einu sinni mann sem hélt framhjá mér og ég sá það strax. Ég held að sumar konur séu sáttar við að eiga „menn“ án þess að þjóna þeim skyldum sem sambandi fylgir. Mörg pör virðast hvorki sofa saman né tala saman, en eiga fínt hús og góðan bíl saman. Stundum held ég að fólk hafi týnt til- finningum sínum í lífsgæðakapphlaup- inu,“ segir konan í tölvubréfi sínu. Það er álitamál hvort lífsgæðakapp- hlaupið sameinar fólk eða aðskilur það. Það er einmitt vitnað í það við hjóna- vígslu að fólk skuli standa saman „í blíðu og stríðu“. Lífsbaráttan er bæði blíð og stríð hjá flestum og hluti af henni er að eignast þak yfir höfuðið, húsgögn til að sitja í, borða við og sofa í. Einnig eru bílar orðnir æði nauðsyn- legir í þessu kalda landi þegar oft á dag þarf að komast á milli staða, gjarnan með börn. Á hinn bóginn má auðvitað gera betur en vel í þessum efnum. Kannski verða húsin á stundum fullstór og dýr, húsgögnin fullmörg og bílarnir óþarflega stórir og nýir. Hvar meðalveg- urinn liggur er þó ekki hægt að alhæfa neitt um. Það sem einum finnst óþarfi er öðrum nauðsyn. Líklega er þó affara- sælast fyrir alla að sníða sér stakk eftir vexti, hafa eyðsluna í takti við innkom- una. Víst er að framhjáhald ræðst varla einvörðungu af lífsgæðakapphlaupi. Kynhvöt er frumþörf og þar sem svo er um hnútana búið hjá náttúrunni að allir geta verið með öllum (eða þannig), þá reynir stundum talsvert á tryggð og trú- mennsku í þeim hrærigraut sem nú- tímasamfélag er hvað snertir mannleg samskipti. Fólk er líka misjafnt að gerð hvað þetta snertir, mis „fjölþreifið“, og ekki er hún alltaf betri, „músin sem læðist“. „Trúlega eru margar hliðar á framhjáhaldi makans,“ sagði konan enda í upphafi tölvubréfsins sem vitnað var til hér að ofan. Nóg um það. Hvað snertir spurningu konunnar sem velti fyrir sér hvort hún ætti að segja vinkonu sinni frá framhjá- haldi eiginmanns hennar þá sendi mað- ur einn eftirfarandi athugasemd: „Mín ráðlegging til þessarar konu væri að tala beint við eiginmanninn og hrista svolít- ið upp í honum. Er það ekki „the brave thing to do“, heldur en að stinga hausn- um í sandinn.“ Hætt er við að samskipti við manninn yrðu nokkuð óþægileg á eftir og einnig að hann reyndi að stía vinkonunum sundur. Síðast en ekki síst kom skondin vísa til Álitamála í tölvupósti eftir ókunnan höfund. Vísan var sett í póstkassa hjá „stunuþungu“ pari, og dugði hún að sögn í nokkra daga. Það heyrðist brak í húsinu, ég hélt að þakið væri að detta, detta, detta, Bóndi er að skaka á bústýru bágt er að vaka og hlusta á þetta, þetta, þetta. Guðrún Guðlaugsdóttir Álitamál Hefur haldið við yndislegan mann í mörg ár Stendur þú andspænis erfiðum aðstæðum? Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp möguleikum í stöðunni | gudrung@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.