Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 30
30 | 1.2.2004 Útsala. Útsala. Þegar JoanSheckel frá Bandaríkjunuheyrði þulinn í Ríkisútvarp- inu lesa þetta í fyrsta skipti, fannst henni geðshræringin í röddinni benda til þess að kjarnorkuárás væri yfirvof- andi. Joan gat ekki skilið hvað var sagt, en geggjunin fór ekki á milli mála. Það á allt að seljast á Íslandi, ganga vel, og þegar það gengur ekki, þá er komið með skýringar sem sjö ára barni þættu varla fullnægjandi. Þetta eru þessar einföldu klisjur, sem eru í senn greining, kenning og nið- urstaða: „Við þurfum að steyta hnef- ann og jafna, strákarnir verða að taka sig saman í andlitinu ...“ sagði þul- urinn á Evrópumótinu í heimsborg- inni Celje. Nú, og hvað þýðir það? Vörn, eða sókn, fá leyfi til að vera níu inná vellinum í stað sjö? Það sjá allir hvað er að gerast á leikvellinum. Ólafur gefur á Snorra, sem sendir boltann útí hornið á Böðvar, sem lítur upp og gefur á Jóhönnu á línunni. Það á að segja okkur það sem liggur ekki í augum uppi. Það heitir að út- skýra. Líku gildir þegar fréttirnar af verðbréfamarkaðnum eru sagðar. Baugur kaupir í Straumi, sem svo sel- ur í Glaumi, og gefur milljarða línu- sendingu aftur á Straum. Nákvæm- lega, en hvað þýðir það? Það var kostulegt í íslensku lögguþáttunum í Ríkissjónvarpinu, þegar forsvarsmenn kannabis-samtakanna settu fram kenningar sínar í afar löngu máli. Það mátti skilja á þeim að þetta væri fínt efni, eftilvill betra í hófi en óhófi, en jafn nauðsynlegt á hverju heimili og kaffi. Það væri einfaldlega einsog hvert annað tómstundagaman að reykja kannabis. Er það þá kannski afþreyingarefni? Hvað er þá kókaín, skemmtiefni? Þetta minnti mig sterk- lega á viðtal sem ég tók við samskon- ar forsvarsmann í San Francisco fyrir sjö árum. Hann sagði að kannabis gerði mjög mikið fyrir þá sem þjáðust af krabbameini, af því að þeir fengju aukna matarlyst ef þeir reyktu reglu- lega. Svo kveikti hann sér í einni heimavafinni. Ertu búinn að stríða lengi við krabbameinið, spurði ég samúðarfullur. „Nei nei, ég er alls ekki með krabbamein, þetta er bara svo helv... gott,“ svaraði hann. Annars er allt í þessu fína, ef marka má frétt- ir, fjöldauppsagnir á Háskólasjúkra- húsinu, án sérstakra útskýringa. Hið opinbera kallar þetta einfaldlega að- hald í ríkisfjármálum. Kerfið getur þá fengið að láni klisjuna frá íþrótta- fréttamönnum, til að hafa eitthvað að segja við aðstandendur þeirra sem fá hjartaáfall um helgar og eiga ekki kost á bráðaþjónustu í Fossvoginum: Það gengur bara betur næst. Má ég þá frekar biðja um sæmilega kröftuga greiningu á málum líðandi stundar, innan vallar sem utan, frekar en svona almennt orðað kjaftæði. Það geta allir sagt: Þetta gengur bara betur næst. Þorsteinn J. Pistill STAÐURINN SOUTH BEACH, MIAMI. L jó sm yn d: G ol li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.