Morgunblaðið - 01.02.2004, Side 13

Morgunblaðið - 01.02.2004, Side 13
hafði þá sérstöðu að þar máttu bara dömur bjóða upp í dans. Kristbjörg bauð mér upp og hafði á orði hvað ég dansaði vel og talið barst að þessari danskennslu minni á Siglufirði. Steindór benti mér þá á að hafa samband við Þórarin Björnsson, skóla- meistara Menntaskólans á Akureyri, næst þegar ég færi norður til Siglufjarðar að kenna. „Ég er viss um að Þórarinn hefur áhuga á því að fá danskennslu í skólann. Þetta er svo mikið menningarlegt atriði,“ sagði Steindór. Fyrir milligöngu hans tók ég að mér danskennslu í Menntaskólanum og Gagn- fræðaskólanum, og síðar einnig við barnaskólana á Akureyri og þessa kennslu stundaði ég í fimm vikur á ári í rúman áratug. Ég held því fram að það hafi verið einn af örlagaþáttunum í mínu lífi að hitta þau hjón, Steindór og Kristbjörgu, þarna úti í Hamborg. Annars hefði ég líklega aldrei farið frá Siglufirði og aldrei far- ið út í það að gera dansinn að ævistarfi mínu.“ Að loknu stúdentsprófi hafði Heiðar hug á að fara út í lögfræðinám, en ákvað jafnframt að taka danskennarapróf, „bara til að hafa það,“ eins og hann orðar það. Hann byrjaði í lögfræðinni, en ákvað svo að taka sér hlé frá náminu og halda áfram að kenna dans í einn eða tvo vetur: „Ég hafði svo gaman af dans- kennslunni og hélt að eftir ákveð- inn tíma myndi ég ná þessu „dans- kennararugli“ út úr höfðinu á mér, en svo varð ekki. Ég fór því aftur að kenna dans og hef kennt dans síðan. Fór aldrei aftur í lög- fræðina. Örlögin hafa hagað því svo.“ Innri þörf „Ég tók danskennarapróf í Bretlandi, enda ekki hægt að taka nein danskennarapróf hér heima í þá daga. Ég tók glimrandi gott próf og síðan þjálfaði ég kennara- efni hér heima og sá fyrsti sem ég þjálfaði var Sigurður Hákonarson og hann fékk fyrstu ágætisein- kunn.“ Heiðar stofnaði skóla í Reykja- vík undir nafninu Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar, og fékk strax mikla aðsókn. Ástæðan var ef til vill sú að hann gerði talsvert af því að sýna dans, ásamt hálfsystrum sínum Guðrúnu og Eddu Pálsdætrum. Hann þótti spengilegur á dansgólfinu og fékk orð fyrir að vera sérfræðingur í suður-amerískum dönsum: „Það stafaði af því að að maður fékk svo sjaldan nægilegt gólfpláss til að sýna þessa svokölluðu standard-dansa. Minn uppáhaldsdans var foxtrott, en hann er plássfrekur dans og mér gafst sjaldan tækifæri til að sýna hann. Ég dansaði þess í stað suðræna dansa sem þurftu ekki eins mikið gólfpláss.“ Heiðar var duglegur við að fá erlenda dansara til Íslands, bæði til að kenna og sýna. Hann varð líka fyrstur til að reisa sérstakt húsnæði fyrir danskennslu, í Braut- arholti 4, og þar kennir hann enn. „Í þessu húsnæði lagði ég aðaláhersluna á danssalinn. Hefði þetta verið í Þýska- landi hefði ég orðið að legga áhersluna á barinn,“ segir Heiðar, en hann hefur ákveðnar skoðanir á því að áfengi og danslist eigi ekki mjög vel saman: „Áfengi og dans hafa ekki, eiga ekki og munu aldrei eiga samleið. Það gildir það sama um dansinn og aðrar íþróttagreinar. Það myndi ekki talið gáfulegt ef fótbolta- menn væru að fá sér tvo tvöfalda fyrir leik, eða hlaupari áður en hann fer út á hlaupabrautina. Það sama gildir um dansinn, menn verða að hafa stjórn á hreyf- ingum sínum. Hitt er svo annað mál að þú getur plammað þig í gegnum allt mögu- legt þó að þú sért aðeins í kippnum. Menn komast vissulega í stuð við að fá sér í glas og þá vilja þeir gjarnan tjá það með söng eða dansi. Dansinn er innri þörf allra manna. Það eðlilegasta fyrir mannskepnuna er að fá gleði og ánægju út úr tónlist og dansi. Dansinn hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda og er miklu þýðingarmeira fyrirbæri í þróun mannsins og menningarsögunni en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Vissulega er til fólk sem gerir sér grein fyrir þýðingu dansins í mannlegu sam- félagi og þegar ég fór að berjast fyrir því að fá dansinn viðurkenndan sem skyldufag í grunnskólunum var ég svo heppinn að á æðstu stöðum var fólk sem hafði skilning á þessu. Í því sambandi vil ég nefna Björn Bjarnason, þáverandi menntamálaráð- herra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi borgarstjóra, og Gerði Ósk- arsdóttur, fræðslustjóra Reykjavíkur.“ Það er gaman að fylgjast með Heiðari í danskennslunni í Mýrarhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi og hann hefur greinlega gott lag á krökkunum. Hann brýnir fyrir þeim kurteisi og háttvísi og af frammistöðu krakkanna er ljóst að þau kunna ýmislegt fyr- ir sér í danslistinni. Hér dansar ungviðið rúmbu, sömbu, salsa, jive og alls konar nýrri diskó- og poppdansa eins og það hafi aldrei gert annað. Herrarnir bjóða dömunum upp með því að hneigja sig, svo sem vera ber, og fylgja þeim síðan til sætis að loknum dansinum. „Mér sýnist allir gera þetta upp á tíu,“ segir danskenn- arinn í lok tímans. Auður Hjaltadóttir gangavörður sem stundum aðstoðar Heiðar við danskennsl- una segist finna mun á umgengni krakkanna hvert við annað síðan danskennslan hófst í skólanum. „Strákarnir voru mun erfiðari hér áður fyrr. Nú finnst þeim ekk- ert mál að bjóða stúlkunum upp í dans og þetta skilar sér í almennri háttvísi í um- gengni krakkanna sín á milli. Það hefur líka mikið að segja að Heiðar er svo óskap- lega góður kennari,“ segir Auður. „Ég barðist fyrir þessu í mörg, mörg ár,“ segir Heiðar um danskennsluna í grunnskólunum. „Áður en ég fékk þetta í gegn í Reykjavík hafði ég fengið skóla- stjórana á Akureyri og bæjarstjórn til að samþykja danskennslu sem skyldufag í öllum grunnskólum á Akureyri. Akureyringar urðu því brautryðjendur á þessu sviði. En björninn var ekki unninn þótt búið væri að samþykkja dans- inn sem skyldufag í öllum skólum landsins. Það vantaði, og vantar enn, lærða danskennara. Þegar fyrst var auglýst eftir danskennur- um í grunnskólana á höfuðborg- arsvæðinu sóttu bara þrír um: Auk mín voru það Ingibjörg Róberts- dóttir, sem kennir hjá mér, og Svanhildur Sigurðardóttir, sem tók að sér danskennslu í Mos- fellsbæ. Við Ingibjörg vorum því bara tvö með Reykjavíkurskólana til að byrja með og þótt við séum bæði dugleg og hæfir danskenn- arar áttum við erfitt með að anna þessu starfi. Ég kenndi við eina sjö eða átta skóla og Ingibjörg annað eins. Þetta er búið að kosta gríðarlega mikla vinnu og núna eru að koma fleiri dans- kennarar inn í grunnskólakennsluna. Enn er þó skortur á danskennurum til að koma þessu almennilega á koppinn. Þess vegna er ég að berjast fyrir því að Kenn- araháskólinn taki upp danskennslu sem sérgrein. Við erum reyndar búin að leggja drög fyrir Kennaraháskólann, að jafnvel næsta vetur geti þeir nemendur sem fara í almennt kennaranám valið dans sem sérgrein. Ef þetta hefst í gegn mun Kenn- araháskólinn brátt geta útskrifað grunnskólakennara, sem hafa dans sem sérgrein og geta kennt hann í grunnskólunum. Fyrr verður þetta ekki í lagi því það er engin von til þess að útlærðir danskennarar eingöngu geti sinnt allri þessari kennslu svo vel sé.“ Professor de dance „Ég er viðurkenndur danskennari og það var eitt af því sem ég þurfti að berjast fyrir í íslenska menntakerfinu, að vera viðurkenndur sem danskennari, en ekki leiðbeinandi. Engin smábarátta það,“ segir Heiðar og brosir, enda segir hann að þetta hafi verið hálfgerður brandari. „Þegar við Ingibjörg byrjum að kenna í grunnskólunum vorum við skráð leið- beinendur í dansi. Það þýddi launalækkun.“ Hvernig í ósköpunum komust þeir að þeirri niðurstöðu að þið væruð leiðbein- endur, en ekki fullgildir danskennarar? „Af því að við vorum ekki útskrifuð úr Kennaraháskólanum. Þeir sem eru út- skrifaðir úr Kennarháskólanum hafa einkarétt á starfsheitinu kennari. Ég sagði þá, ókei, þá vil ég fá að bera minn franska titil. Og hver er hann? spurðu þeir. „Profess- or de dance“. Þeir kyngdu því ekki. Af tvennu illu vildu þeir heldur að ég væri danskennari en prófessor í dansi. Ég sagðist aldrei samþykkja það að ég væri kall- aður leiðbeinandi. Ég sagði þeim að í yfir fjörutíu ár hefði ég borið titilinn dans- kennari og ég færi ekki að afsala mér honum núna. En þetta var ótrúlegt vesen. Ég þurfti að tala við aðstoðarmann menntamálaráðherra og mér var sagt að ég yrði að fara fyrir einhverja nefnd sem ætti að meta þetta allt saman. Ég neitaði að standa í þessu stappi og sagðist aldrei myndi samþykkja þetta. Ég er með svokallað member-prófi í dansi, en það virtist ekki duga. Ef ég hefði hins vegar farið á þunga- vinnuvélanámskeið og lært að keyra ýtu hefði ég hækkað um einn launaflokk. STYÐJA, STYÐJA, CHA, CHA, CHA Krakkar í Mýrarhúsaskóla í danskennslu hjá Heiðari. 1.2.2004 | 13

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.