Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 23
1.2.2004 | 23 Eins og felst í starfsheiti útlitsráðgjafa er þeim ætlað að ráðleggja fólki um útlit;snyrtingu og klæðaburð. Hvað gengur, hvað ekki, hvað á saman, hvað ekki,hvað klæðir mig, hvað ekki og viðlíka spurningum vilja margir fá svarað. Þótt starfið sé tiltölulega nýtt af nálinni hér á landi eru nokkur ár frá því Anna F. Gunnarsdóttir, lauk slíku námi í London. Þegar heim kom stofnaði hún fyrirtækið Anna og útlitið og hefur æ síðan verið betur þekkt undir því nafni. Fyrir fjórum árum fékk hún umboð til að reka alþjóðlegan útlitsráðgjafaskóla, The Academy of Colour and Style, og hefur síðan árlega útskrifað nokkra útlitsráðgjafa. Næsta þriðjudag hampa níu, ungar konur prófskírteinum frá skólanum. Anna segir námið skiptast í tvær annir, á þeirri fyrri sé farið í gegnum litrófið í tengslum við tískuna, persónulega litgreiningu og förðun með tilliti til litgreiningar. Seinni önnin snýst um fatastíl, fatasamsetningu og textíl. „Auk þess að gera nem- endur hæfa til að starfa sem útlitsráðgjafar er námið góður grunnur fyrir innkaupa- stjóra, verslunarstjóra og nám í fatahönnun og innanhússarkitektúr,“ segir Anna. Hún er ánægð með að nemendur hennar hafa verið á öllum aldri, eða frá 18 til 65 ára, enda kjósi viðskiptavinir oft að fá ráðgjafa á svipuðum aldri og þeir sjálfir. „Sífellt fleiri gera sér grein fyrir að það skiptir máli að vera sáttir við sjálfa sig. Til þess að svo megi verða er mikilvægt að klæðast fatnaði með sniði og í litum, sem fer viðkomandi vel og sama máli gegnir um förðunina,“ segir Anna. Í slíkri fullvissu segir hún að fólk fái aukið sjálfstraust, aðrir beri meiri virðingu fyrir því og því líði betur í lífi og starfi. Anna hefur ýmis ráð í pokahorninu fyrir þá sem vilja með klæðaburði og förðun undirstrika það sem prýðir þá mest og jafnframt draga úr því sem þeim þykir síður til prýði. Nemendur hennar eru líka vel með á nótunum og gefa hér eitt heilræði hver. Ósk G. Aradóttir Þegar við eldumst þurfum við að huga að hvaða liti við höfum næst andlitinu, mjög dökkir litir elda, ljósir og bjartir litir yngja. Svava Ástudóttir Ef konur vilja sýnast með breiðari varir en þær eru með í raun ættu þær undantekningarlaust að nota skæra ljósa varaliti og glært gloss yfir. Dagný Wersted Verið alls ekki í dökkum brjóstahaldara undir ljósum flíkum, best er að brjóstahaldarinn sé í sama lit og flíkin því annars er hætta á að hann sjáist í gegn. Kristín Dögg Höskuldsdóttir Ef konum finnst þær vera of breiðar um mjaðm- irnar ættu þær að klæðast dökkum buxum eða pilsi. Rebekka Bettý Gunnarsdóttir Konur með rúnnuð andlit ættu að klæðast flíkum með mjúku og rúnnuðu hálsmáli. Hvasst og kantað hálsmál fer köntuðu andliti best. Guðný Kristjánsdóttir Konur þurfa að fylgjast með tískustraumum í förðun, en ekki festast í því að farða sig alltaf eins ár eftir ár. Litakortið kemur að góðum notum. Bryndís Eyjólfsdóttir Þegar við viljum koma einhverju á framfæri eða ná athygli skipta litirnir máli, t.d. er brúnt litur skoðunarleysis, drappað er peningalitur og blár litur heiðarleikans, grátt er litur stöðugleikans og skærir litir gefa hressilegt yfirbragð. Rakel B. Magnúsdóttir Embættismenn, stjórnmálamenn og fólk í viðskiptalífinu ætti helst að klæðast litum sem skapa traust, t.d. bláu, svörtu og gráu. Ása Kristinsdóttir Dökkhærðar konur ættu ekki dekkja hárið þegar hárið fer að grána, en slíkt undirstrikar hrukkur, heldur nota ljósari tóna með dökka litnum. L jó sm yn d: G ol li MEÐ ÝMIS RÁÐ Í POKAHORNINU Anna F. Gunnarsdóttir rekur alþjóðlegan útlitsráðgjafaskóla og senn hampa níu ungar konur prófskírteinum þaðan STRAUMAR x Efri röð frá vinstri: Bryndís, Rakel, Dagný, Ása, Ragnheiður (aðstoðarkennari). Neðri röð frá vinstri: Svava, Kristín, Ósk, Anna (kennari).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.