Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 3
25.4.2004 | 3 4 Flugan fór í fertugsafmæli, á málþing í Listasafni Íslands, var viðstödd hátíðarhöld í tilefni þrjátíu ára afmælis Grindavíkur, skoðaði málverk og ljósmyndir í Hafnarborg og endaði svo á hárgreiðslusýningu. 6 Birna Anna komst inn í huga ungrar blaðakonu, sem hugðist greina frá aðför afþreyingariðn- aðarins að sjálfsmynd nútímakonunnar, en komst að því að víða er pottur brot- inn. 7 Að láta drauminn rætast Söngleikur um litlu stúlkuna með eld- spýturnar settur upp í Íslensku óperunni. 8 Heilsa sem alger lífsþróttur Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og næringarþerapisti, hefur haldið námskeið um nýjan fæðupíramída með hollu mataræði, sem búinn var til af vís- indamönnum í Harvard. 14 Rós handa litlum ballerínum 21. nemendadagur Ballettskóla Guð- bjargar Björgvins. 16 Sófistar samtímans Þegar fjölskyldan vill koma saman og eiga þægilega stund sest hún í sófann. Þar horfir hún gjarnan á sjónvarpsþætti þar sem sófinn er einn mikilvægasti leikmun- urinn, sér í lagi í svonefndum sit-com- þáttum, þ.e. setgríns- eða sófagríns- þáttum. 20 Nota öll skynfærin við vinnu mína Brooks Walker var áður ballettdansari en starfar nú sem ljósmyndari við þekkt al- þjóðleg tímarit. 24 Þar sem tískuhjartað slær Sólveig Guðmundsdóttir er markaðs- fulltrúi íslenskra hönnuða í París. 26 Vortískan Mynstur og áferð í fyrirrúmi. 28 Matur og vín Pizzurnar á Rosso Pomodoro eru kapítuli út af fyrir sig. 29 Tómstundir Bergþór Pálsson óperusöngvari dundar sér við útsaum í frístundum. 30 Álitamál Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp nokkr- um hliðum á mannlegum málum. 30 Krossgátan Hvaða dagur er kenndur við heiti dýr- lings? Skilafrestur krossgátunnar rennur út næsta föstudag. 31 Pistill Auður Jónsdóttir fylgdist með fuglunum og feita kettinum í bakgarðinum heima hjá sér. Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 569 1100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Margrét Sigurðardóttir margret@mbl.is, Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 569 1111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 569 1110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. ISSN 1670-4428 Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af nýjum heilsu- píramída. 16Grétar Árnason bólstrari á verk-stæði sínu þar sem húsgögn eruhugsuð, smíðuð og bólstruð. 26 2014 Sigurbjörg Þrastardóttir veltir því fyrir sér hvort þakka megi sófanum fjölgandi gæðastundir fjölskyldunnar á okkar tím- um. Þar slái hjarta heimilisins, þar fljúgi brandarar, að ógleymdum hlátrasköllum, leyndarmálum og játningum. Rannsóknir á sliti sófaáklæða sýna að setið er í venjulegum heimilissófa í sex klukkustundir á dag að jafnaði. Grétar Árnason húsgagnabólstrari vill meina að eldhúsborðið hafi jafnvel færst inn í sjónvarps- sófann. „Við komum seint heim úr vinnu og grípum kvöldmatarbitann með að sjónvarpsfréttunum, að ekki sé minnst á snakkið ... Það kannast allir við þetta.“ En þó sófinn sé orðinn svo mikilvægur hluti af tilveru okkar þá hefur hann líka fengið á sig harkalega gagnrýni. Hans vegna hreyfum við okkur ekki nægilega mikið og við borðum ekki nægilega hollan mat í sófanum. Þetta hefur áhrif á heilsuna. Þrátt fyrir þá staðreynd að góð heilsa sé eitt helsta verðmæti hvers einstaklings þá virðist vera ákaflega erfitt að fara eftir ráðleggingum sérfræðinganna sem segja okkur í fyrsta lagi að borða hollan mat, í öðru lagi að hreyfa okkur reglulega og í þriðja lagi að taka inn bætiefni. Eins og þetta þrennt hljómar nú einfalt þá blasir við að offita er að verða eitt helsta heilsufarsvandamál hins vestræna heims, fyrir utan alla hina sjúkdómana sem hægt er að rekja til aukinnar velferðar. Í Tímariti Morgunblaðsins í dag er kynntur nýr fæðupíramídi sem byggist á rannsóknum vísindamanna í Harvard. Í viðtali við Þorbjörgu Hafsteins- dóttur næringarþerapista er vitnað til dr. Walters Willett sem segir að ef næsta kynslóð borðaði í sam- ræmi við nýja fæðupíramídann myndi sjúkrahúslega vegna velferðarsjúkdóma dragast saman um 80%. Þetta eru góðar fréttir ... ef við bara gætum nú farið eftir því sem sérfræðingarnir segja okkur að sé holl- ast þessa stundina. margret@mbl.is 25.04.04

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.