Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 10
10 | 25.4.2004 arsjúkdómar farnir að grípa um sig, og nauðsynlegt að átta sig á því sem er að ger- ast. Þeir sem sækja þessar ráðstefnur eru nær eingöngu læknar og einstaka næring- arþerapistar eins og ég. Ég hef alltaf haft áhuga á næringarþerapíu en tók hjúkr- unarfræðina sem grunn, svo ég hefði betri undirstöðu. Einnig vildi ég vera með menntun sem opnaði mér fleiri leiðir. Fyrirlesararnir eru algerir gíraffar innan nær- ingarfræðinnar, þeir eru menntaðir sérstaklega og bera höfuð og herðar yfir aðra á því sviði. Svona ráðstefna tekur nokkra daga og samanstendur af fyrirlestrum og vinnuhópum. Þetta er ofboðslega gaman og fróðlegt. Líkt og að komast í himna- ríki, hafi maður á annað borð áhuga á þessu viðfangsefni. Mikil áhersla er lögð á lífefnafræði og þar sem ég er svo heppin að kenna næringarfræði við Kostakadem- iet í Hover á Jótlandi þarf ég að vinna úr því sem ég læri jafnóðum, til þess að geta miðlað því áleiðis.“ Þú hefur starfað í Danmörku í 12 ár, hvers vegna byrjaðir þú að sinna fólki á Ís- landi líka? „Það byrjaði með fyrirlestri sem ég hélt um beinþynningu í Norræna húsinu. Nokkrar konur höfðu samband við mig í framhaldinu og spurðu hvort ég gæti ekki tekið þær í einkatíma. Þær heimsóttu mig í stofuna heima hjá mömmu og fljótlega fór þetta að vinda meira og meira upp á sig. Á endanum þurfti ég að koma mér upp aðstöðu. Fyrst kom ég annan hvern eða þriðja hvern mánuð, en þörfin og aðsóknin er orðin svo mikil að ég er hérna á Íslandi mánaðarlega.“ Hvers vegna leitar fólk til þín? „Konur koma mikið til mín vegna ofþyngdar og þreytu. Einnig eru melting- arvandamál algeng. Ég hef sérhæft mig dálítið í þeim, þar sem ég býð fólki að láta rannsaka saur- og þvagsýni og skoða þannig þarmaflóru líkamans. Það er nánast sama hvaða kvilla fólk leitar til mín með, við tökum alltaf á meltingunni og ég verð oft vör við það að gamlar sýkingar hafi tekið sér bólfestu í þörmunum. Jafnframt er heilmikið af óþols- og ofnæmistilvikum og bólgusjúkdómum, en það er í raun erf- itt að benda á eitthvað eitt, því það er alltaf eitthvað samhengi. Fólk kemur með magavandamál en það er eitthvað að í liðunum líka. Eða það er með mikla gigt og í ljós kemur að eitthvað bjátar á í maganum. Það er kannski með mígreni, en líka eitthvað vandamál í meltingunni og síðan kemur á daginn að það er með fæðuó- þol. Hormónavandamál og fyrirtíðaspenna eru fleiri dæmi og í þeim tilvikum get- ur líka eitthvað verið að í maganum. Fólk kemur líka sífellt oftar með einhverf börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest til mín og í bígerð er samstarf mitt og fleiri við alþjóðleg samtök, um sérstaka meðferð fyrir slík börn. Einnig höldum við námskeið fyrir fagfólk. Í haust verðum við til að mynda með námskeið fyrir sál- fræðinga og geðlækna um tengsl meltingar og fæðuvals og þunglyndis. Við höld- um líka matreiðslunámskeið fyrir þá.“ Samþykkja læknar yfirleitt þessar hugmyndir um tengsl meltingar og sjúkdóma? „Nei, alls ekki. En þetta snýst ekki svo mikið um það lengur hverju maður trúir og trúir ekki, það er til svo mikið af gögnum sem styður þessar kenningar. Ég get nefnt sem dæmi rannsókn sem sýnir fram á tengsl serótóníns í heilanum og þar- maflórunnar. Hingað til höfum við haldið að serótónín væri bara í heilanum og ef það er of lítið eða mikið af því leiði það til þunglyndis. Svo kemur í ljós að hér um bil 50% af móttökurum fyrir serótónín eru í þörmunum. Þetta sýnir að hluti af heila- og taugakerfinu er í þörmunum.“ HEILSUPÍRAMÍDI HARVARD Næstefst, 1-2 á dag, eru annaðhvort mjólkur- vörur eða kalktöflur Í fjórða laginu, 1–3 sinnum á dag, eru hnetur og belgávextir. B andarísk stjórnvöld vinna nú að því að endur-skoða leiðbeiningar um mataræði sem settar voru upp í formi fæðupíramída árið 1992, en í honum er áhersla meðal annars lögð á 6–11 skammta af kol- vetni úr brauðum og kornmat og að minnsta kosti fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag. „Offita hefur vaxið í sífellu síðan þá og í dag er talið að 61% Bandaríkjamanna sé yfir kjörþyngd eða þjáist af of- fitu,“ segir í frétt Reuters, þar sem fjallað er um fyr- irhugaða endurskoðun bandaríska landbúnaðarráðu- neytisins. Offita hefur raunar aukist stöðugt í hinum vestræna heimi síðastliðin tíu ár. Skemmst er að minnast nið- urstaðna í skýrslu Manneldisráðs um landskönnun á mataræði, þar sem fram kemur að frá 1990 hefur hlut- fall þeirra sem eru yfir kjörþyngd í aldurshópnum 15– 24 ára aukist frá því að vera innan við 10% í rúmlega 25%, í aldurshópnum 25–34 ára hefur hlutfallið farið úr 30% í tæp 55%, hjá 35–44 ára úr 50% í rúm 60% og úr tæpum 60% í rúm 70% í aldurshópnum 45–54 ára. Í aldurshópnum 65–74 ára hefur hlutfall þeirra sem eru yfir kjörþyngd aukist úr 55% í rúmlega 80%. Haft er eftir Eric Hentges fulltrúa bandaríska land- búnaðarráðuneytisins í frétt Reuters að fæðupíramíd- inn frá 1992 sé ekki alslæmur, en að við samsetningu hans hafi ekki verið horft á heildarmyndina þegar ástæður síaukinnar offitu séu annars vegar. Mikil áhersla verður á hreyfingu í hinum nýja fæðu- píramída ráðuneytisins því hún er talin jafnmikilvæg mataræðinu. Miðstöð fyrir sjúkdómaeftirlit og forvarn- ir í Bandaríkjunum mælir með að minnsta kosti 30 mínútna hreyfingu á dag og hið sama er gert í nýjum ráðleggingum Manneldisráðs um hollt mataræði, sem kynntar voru í janúar síðastliðnum. Kannanir sýna að neysla Vesturlandabúa er mun meiri á sykri og fitu en á ávöxtum og grænmeti. Svo virðist sem almenningur hafi ekki mikinn áhuga á því að borða dökkt grænmeti og belgávexti á borð við grænar baunir og þurrkaðar baunir, sem mælt er með heilsunnar vegna í fæðupíramída sem sérfræðingar við                       !"##  $%& '"(   )  *"+   , - -     %&     '"*   .      /   '"*   FÆÐUPÍRAMÍDINN FRÁ ÝMSUM HLIÐUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.