Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 7

Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 7
25.4.2004 | 7 H ugmyndin kviknaði fyrir rúmum áratug þegar fjölskylda mín sá söngleik í Sjónvarpinu, sem byggður var á ævintýri H. C. Andersens um Litlu stúlk- una með eldspýturnar,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir, sem ásamt föður sín- um, Jóhanni Loftssyni sálfræðingi, annast framkvæmdastjórn á uppfærslu sam- nefnds söngleiks sem fyrirhugað er að setja á fjalirnar í Íslensku óperunni í október næstkomandi. „Við erum þrjú systkinin, öll mjög söngelsk og vorum til dæmis saman í kór hjá Margréti Pálmadóttur, sem verður söngstjóri í þessari uppfærslu. En söngleikurinn í sjónvarpinu var tekin upp á myndband og við horfðum á hann hvað eftir annað og þá fór að gerjast sú hugmynd að gaman væri að setja hann á svið hér á landi. Þetta byrjaði því sem eins konar fjöl- skyldudraumur, sem nú er að rætast. Síðan kom fjölskylda Margrétar Pálmadóttur, sem er vinafólk okkar, einnig inn í þetta og eiginmaður hennar, Hafliði Arngrímsson leikhús- fræðingur, verður listrænn framkvæmdastjóri sýningarinn- ar,“ segir Svanlaug ennfremur, en hún lýkur viðskiptafræðigráðu frá Háskólanum í Reykjavík nú í vor. Söngleikurinn var fyrst settur upp í Englandi árið 1976 undir nafninu Scraps og Keith Strachan samdi tónlistina, sem er grípandi og skemmtileg, en eitt laganna „Mistletoe and wine“ varð vinsælt um jólin 1987 í flutningi Cliff Richards. Sama ár var gerð sjónvarpsútgáfa af söngleiknum sem tilnend var til Emmy-verðlauna. Svanlaug segir að langur tími hefði farið í að hafa upp á handritinu. „Þegar við fór- um af stað með hugmyndina var Netið ekki komið til sögunnar, en þetta hafðist að lokum og ég komst í samband við Keith Strachan, sem strax í upphafi tók þessari hugmynd afar vel og var mjög hvetjandi.“ Uppfærsla söngleiksins Litla stúlkan með eldspýturnar er samstarfsverkefni fram- kvæmdahópsins Flóð og fjöru, Söngskólans Domus vox og Íslensku óperunnar. Undirbúningur er þegar hafinn og mun Ástrós Gunnarsdóttir leikstýra verkinu, en Svanlaug verður henni til aðstoðar við leikstjórnina. Þýðandi handrits er Gísli Rúnar Jónsson og tónlistarstjóri er Stefán Stefánsson. Rúmlega 30 sviðslistamenn koma að verkinu og þar af yfir tuttugu á aldrinum 8 til 20 ára. „Markmið verkefnisins er að gefa hæfileikaríkum börnum tækifæri til þess að taka þátt í metnaðarfullum verk- efnum með faglærðu fólki og hvetja þau þannig til áframhaldandi þátttöku í alls kyns listsköpun,“ segir Svanlaug. Með titilhlutverkið, litlu stúlkuna með eldspýturnar, fer Þórunn Arna Kristjáns- dóttir, nemandi í tónlistardeild Listaháskóla Íslands. „Við prófuðum fjölda krakka í þetta hlutverk, en eftir að við heyrðum í Þórunni Örnu vorum við ekki í vafa um að hún væri sú rétta í hlutverkið. Hún hefur rétta útlitið, frábæra sönghæfileika og svo fallega útgeislun. Við vorum að leita að yngri stelpu en ég er fegin að við fundum hana því það þarf mikið úthald til þess að takast á við svo stórt hlutverk,“ segir Svan- laug. Þórunn Arna stundaði nám í flautu- og píanóleik, við Tónlistarskólann á Ísafirði frá fimm ára aldri og síðar stundaði hún þar söngnám. Þegar hún var í 10. bekk grunnskóla fór hún með hlutverk Oliver Twist í samnefndum söngleik og á mennta- skólaárunum lék hún í skólaleikritum. Hún tók þátt í uppfærslu á Söngvaseið, í leik- stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur, sem var samvinnuverkefni Tónlistarskólans á Ísafirði og Litla leikklúbbsins, en sýningin var meðal annars sett upp í Þjóðleikhúsinu. Þór- unn Arna er því sviðsvön þótt hún sé ekki nema rétt um tvítugt. „Ég hlakka bara til að takast á við þetta verkefni og get varla beðið eftir því að æfingar hefjist,“ segir hún. Árið 2005 eru 200 ár liðin frá fæðingu H.C. Andersen og mun H.C. Andersen stofnunin í Óðinsvéum þá standa fyrir ýmsum viðburðum til minningar um skáldið. Uppfærslan á Litlu stúlkunni með eldspýturnar hér á landi er hluti af alþjóðlegri dag- skrá stofnunarinnar og verður væntanlega fyrsti viðburðuinn hér á landi til minn- ingar um skáldið. svg@mbl.is L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on Að láta drauminn rætast Markmiðið er að gefa hæfileikaríkum börn- um tækifæri til þess að taka þátt í metn- aðarfullum verkefnum með faglærðu fólki Söngleikur um litlu stúlkuna með eldspýturnar settur upp í Íslensku óperunni Þórunn Arna Kristjánsdóttir, sem fer með titilhlutverkið, og Svanlaug Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri sýningarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.