Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 12
12 | 25.4.2004 mikill. Maður þekkir gömlu vanana sína afskaplega vel. Hvað ef ég breyti einhverju? Þarf ég þá að fara að taka afstöðu? Taka ábyrgð á því sem ég geri, segi og vil? Þess vegna höndla þetta ekki allir og eru ekki til- búnir.“ Af hverju er óþol fyrir mjólkurvörum og hveiti svo al- gengt að þínu mati? „Við erum búin að ofgera okkur gersamlega í mjólk- urmat. Það er guðs mildi að við skulum hafa átt kýr og að þær hafi gefið okkur þessar afurðir. En minna má nú vera. Það er skyr, það eru ostar og það er mjólk og það er smjör og það eru fleiri ostar, óteljandi gerðir af jógúrt og svo framvegis. Það er afar mikið af þessari vöru í kringum okkur og hún er mjög stór hluti af okk- ar mataræði. Uppi er stöðugur áróður um að við eigum að drekka mikla mjólk og neyta mikils af mjólkurvör- um út af beinþynningu og fleiru og í raun búið að koma því inn hjá fólki, að drekki það ekki mjólk, hrynji það niður úr beinþynningu. Það er ekkert sem styður við það, vísindalega. Mér finnst það eiginlega svolítið illa gert að telja okkur trú um þetta. Hæsta hlutfall beinþynningar í heiminum er í Danmörku og á Íslandi. Við þurfum að fá kalk í líkamann, það er óum- deilt, en við getum fengið kalk úr mörgu öðru en mjólkurmat. Þó að kalkið sé hvítt og mjólkin sé hvít er ekkert samasemmerki þarna á milli. Það er líka kalk í grænni matvöru, til dæmis brokkólí, og líka möndlum og sesamfræjum. Þar að auki þurf- um að fá alveg jafnmikið af magnesíum í beinin okkar eins og kalki. Magnesíum er mjög mikilvægt efni, sem nánast alla vantar í líkamann, ekki síst þá sem borða allar þessar mjólkurvörur. Kalkið ýtir magnesíum út úr líkamanum. Auk þess er mjólk gerð fyrir kálfa og með illmeltanleg prótein sem margir eiga erfitt með að vinna úr í líkamanum. Auðvitað er fínt að fá sér skyr öðru hverju, hreina jógúrt eða ab-mjólk, það er eðlilegt og við eigum að nýta okkur þessa dásamlegu afurð, en í hófi. Þess í stað erum við með alla þessa framleiðslu og búum til markað sem hentar fram- leiðslunni. Mjólk er mjög slímmyndandi sem ekki er gott fyrir astmasjúklinga, svo dæmi sé tekið. Einnig er í henni vaxtarhormón, IGF, sem ætlað er kálfum og talið er að sé miður gott fyrir okkur með tilliti til krabbameinsmyndunar. Þess vegna eru mjólkurvörur teknar út úr mataræðinu. Þær hafa líka sitt að segja varðandi ofnæmi og fæðuóþol. Glúten er fyrst og fremst í hveiti, spelti, rúgi og byggi og hveitiglúten getur líka verið erfitt fyrir suma að brjóta niður og melta. Í raun og veru er allt sem heitir fæðuóþol komið til út af próteini, í korni, mjólk, grænmeti o.s.frv.“ Hvað á fólk að gera sem veit ekki til þess að neitt sé að í líkamanum, er ekki veikt, en samt einhvern veginn ekki í toppformi? „Ég hallast að því að margir séu þannig, ef ekki flestir, að þeir vita ekki hvernig manni á að líða þegar allt er í fullkomnu lagi í líkamanum. Þeir hafa einfaldlega ekki upplifað það hvernig líðanin er þegar allt er í toppformi. Með því á ég við það að vera fullkomlega glaður, skýr, þróttmikill og vakandi. Fólk kemur stundum í tíma til mín af forvitni. Það segir við mig að ekkert sérstakt sé að, en bætir svo við: Ég er búin/n að heyra mikið um þig í gegnum tíðina og langar bara til þess að tala við þig. Það er ekkert að mér. Allt í lagi segi ég þá og við byrjum að ræða saman og þegar upp er staðið er auðvitað fullt af mikilvægum þáttum í lífsmynstrinu sem auðveldlega er hægt að bæta. Sumir eiga kannski erfitt með að sofna, eru alltaf að vakna á nóttunni, eða eru dálítið kraftlausir. Kannski er eitthvað pínulítið að blæð- ingunum hjá konunni eða að karlinn er alltaf þreyttur. Með örlítilli breytingu, er hægt að bæta ástandið mikið. Kannski vantar bara smávegis B-vítamín eða að við- komandi þarf að draga aðeins úr neyslu á mjólkurmat, eða hvað það nú er.“ Hvernig getur fólk passað upp á að þarmaflóran sé í lagi, fyrst hún er svona mik- ilvæg? „Ef fólk vill borða virkilega skynsamlega er nýi heilsufæðupíramídinn sem dr. Walter Willett og fleiri vísindamenn við Harvard hafa búið til góður vegvísir. Þarna erum við komin með fyrirmynd að fæðusamsetningu sem byggir á vísinda- legum grunni, eða mjög viðamikilli rannsókn sem staðið hefur yfir í fjöldamörg ár. Þúsundir hjúkrunarfræðinga taka þátt í henni og nú er verið að gera framhalds- rannsókn. Nýi píramídinn byggir á þyngdarstjórnun og hóflegri hreyfingu, sem eru veigamiklir þættir í heilsunni og hafa sitt að segja með það hvernig maður borðar og hvaða áhrif fæðan hefur á líkamann. Í honum er gert ráð fyrir matvöru úr heilkorni nánast í hverri máltíð. Líkaminn þarfnast kolvetna sem eldsneytis og meltir flóknu kolvetnin ekki eins hratt og þau einföldu, sem heldur aftur af blóð- sykrinum og insúlínmagninu. Betri stjórn á blóðsykri heldur hungri í skefjum og er talið hindra framgang fullorðinssykursýki. Neðst í píramídanum eru líka olíur úr fræjum, sem eru veigamikill þáttur í mat- aræðinu, öfugt við það sem gamli fæðupíramídinn segir fyrir um. Reyndar er það mat dr. Walters Will- etts að hann sé í grundvallaratriðum verulega gall- aður. Hann var byggður þannig upp að fólk ætti að neyta allrar fitu í lágmarki, að öll flókin kolvetni væru jafn æskileg, allt prótein væri jafn næringarríkt og að borða ætti mjólkurvörur í miklu magni. En það er í besta falli ónákvæmni. Mælt er með því nú að fólk neyti grænmetis í ómældu magni og að það borði ávexti 2–3 sinnum á dag. Fisk, fuglakjöt og egg á maður að borða 0–2 sinnum á dag og hnetur og belgávexti 1–3 á dag. Mjólkurvörur eiga í mesta lagi að vera á borðum 1–2 á dag og hægt er að sleppa þeim alveg og taka kalk í staðinn. Efst á píramíd- anum eru síðan til helminga rautt kjöt og smjör og hvít hrísgrjón, hvítt brauð, kartöflur, pasta og sæt- indi. Neysla á þeim á að vera í algeru lágmarki, ann- ars vegar vegna mettaðrar fitu sem rautt kjöt og smjör inniheldur, og hins vegar vegna áhrifa ein- faldra kolvetna á blóðsykur. Of hár blóðsykur leiðir meðal annars til insúlínónæmis, offitu, sykursýki, hjartasjúkdóma og annarra langvinnra sjúkdóma. Loks er fólki ráðlagt að taka eina góða fjölvítam- íntöflu á dag og einnig má það drekka 1-2 glös af áfengi, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því.“ Þorbjörg leggur sérstaka áherslu á að með góðri olíu sé einvörðungu átt við kaldpressaða og óherta framleiðslu, sem vel að merkja á að vera í dökkri gler- flösku. „Gæðin á fitunni eru algert lykilatriði í þessu sambandi. Fólk á að vanda valið, vera mjög gagnrýnið og alls ekki að spara við sig í innkaupum þarna. „Non- hydrogenated“ og „cold pressed“ eru lykilorðin sem leita á að. Upplýsingar á um- búðum eru sjaldan á íslensku og því auðvelt að láta telja sér trú um hvað sem er, því áróðurinn er mjög mikill. Það er ein olía sem mikið er talað um hér á landi, sem að mínu mati er alger óþverri. Ég myndi ekki einu sinni setja hana á bílinn minn. Góður útgangspunktur er að kaupa aldrei olíu í plastflösku. Í plastinu er fullt af efnum sem ganga í samband við vöruna og þar að auki „oxíderast“ hún við að vera í glærum umbúðum.“ Hvernig hafa viðtökurnar verið á nýja fæðupíramídanum, til að mynda í Banda- ríkjunum. Það er mikið í húfi, til dæmis fyrir bændur, að fólk breyti neysluvenjum sínum ekki of mikið. Hvað þá matvælaframleiðendur. „Hann er umdeildur en það er erfitt að horfa algerlega framhjá honum eða vísa honum á bug, því ítarlegar rannsóknir styðja við fullyrðingar um gildi hans. Hér í Danmörku hefur fæðupíramídinn verið kynntur, en ekki viðurkenndur. Það er til of mikið af matvöru samkvæmt gamla laginu.“ Þeir sem stunda óhefðbundnar lækningar sem svo eru kallaðar og aðhyllast heilsu- samlegt líferni hafa tekið nýja fæðupíramídanum opnum örmum. En hvernig er það með heilbrigðisstéttir almennt? „Hann hefur í raun ekki fest sig í sessi ennþá, hvorki í Bandaríkjunum né annars staðar. En það sem vantar er fræðsla og það virðist ekki mikill áhugi á því að sinna henni hjá hinu opinbera.“ Margfeldisáhrifin af því að kollvarpa þeim hugmyndum sem viðteknar hafa verið um réttar matarvenjur yrðu mjög mikil, hver væri akkurinn af því fyrir samfélagið í heild? „Dr. Walter Willett segir að ef næsta kynslóð borðaði í samræmi við nýja fæðu- píramídann myndi sjúkrahúslega vegna velferðarsjúkdóma dragast saman um 80%. Það er dálítið magnað. Fyrirbyggjandi aðgerðir, maður byrjar þar.“ Nýi fæðupíramídi Harvard manna byggir á helstu rannsóknum samtímans í nær- ingarfræði og mun því taka breytingum á næstu árum í samræmi við nýjar nið- urstöður. Að síðustu, hvernig er fullkominn matseðill fyrir einn dag samansettur samkvæmt nýjustu kenningum? Hvað myndir þú fá þér að borða? „Maður á að byrja daginn á því að gefa sér tíma til þess að borða morgunmat. Hann á að vera próteinríkur, til dæmis má nefna eggjahræru með grænmeti og heilkornarúgbrauðssneið með sesamsmjöri. Með þessu á síðan að drekka grænt te. Hádegismatur gæti verið fiskur og grænmeti, til dæmis túnfiskur, eða tofu, græn- meti og hýðishrísgrjón. Í kvöldmatinn getur síðan verið fiskur eða kjöt, lambakjöt eða kjúklingur, og fullt af grænmeti, jafnvel steikt. Með því má vera örlítið af sterkjuríku grænmeti, til dæmis sæt kartafla, gulrætur og þess háttar og 1 ½ desi- lítri af soðnum du Puy linsum eða baunum. Svo mæli ég með snakki milli mála og þá er ég alls ekki að tala um súkkulaðistykki eða annað sælgæti, heldur þrjár líf- rænt ræktaðar apríkósur, tíu möndlur eða kotasælu með ferskum bláberjum eða öðrum berjum, og svo framvegis.“ helga@mbl.is HEILSA ER ALGER LÍFSÞRÓTTUR Við erum búin að ofgera okkur gersamlega í mjólk- urmat. Það er guðs mildi að við skulum hafa átt kýr og að þær hafi gefið okkur þessar afurðir. En minna má nú vera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.