Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 8
8 | 25.4.2004 staklingsmiðaðri meðferð vegna ýmissa kvilla og hefur unnið með fremstu næring- arþerapistum á Norðurlöndum. Til skamms tíma starfaði hún hjá Nordic Clinic á Strikinu í Kaupmannahöfn með fleirum, en rekur nú eigin stofu á Helsingjaeyri á Norður-Sjálandi. Þá er hún kennari við Kostakademiet í Hover á Jótlandi og próf- dómari við þann skóla sem og Institute for Optimal Ernæring. Þorbjörg leggur stund á næringarþerapíu, næringarráðgjöf og hagnýta lækn- isfræði. Viðfangsefni hennar eru m.a. ofþyngd og offita, hormónavandamál, bólgusjúkdómar í liðum og vöðvum, ofnæmi og fæðuóþol, astmi, exem, psoriasis og fleiri húðvandamál, maga- og þarmasýkingar og meltingarvandamál, sveppa- sýkingar og sýkingar af völdum baktería og sníkjudýra, hjarta- og æðasjúkdómar, insúlínónæmi og blóðsykursvandamál, streita og álag, geðrænt ójafnvægi og ým- islegt annað sem hún kveður ekki auðvelt að greina á hefðbundinn hátt. Hún annast bæði börn og fullorðna og aðferðin við greiningu er ítarlegt viðtal þar sem lífshlaup viðkomandi einstaklings er tekið til athugunar. „Í sögu hvers og eins er ógrynni af vísbendingum og þar er lausnina líka oft að finna. Stundum er nauðsynlegt að afla frekari upplýsinga, svo hægt sé að laga meðferðina að líkama viðkomandi, og er það til að mynda gert með vöðvaprófum eða sýnum, svo sem saur-, þvag-, blóð- og munnvatnsprufum. Hornsteinn meðferðarinnar er næring- arleiðsögn en með réttri næringu gefur maður líkamanum tækifæri til þess að lækna sig sjálfan og viðhalda eigin heilbrigði. Þar fyrir utan er stuðst við fæðubót- arefni, náttúrulyf, smáskammtalyf og jurtir. Það kemur ekki í stað réttrar næringar, L ífsmáti er mikill áhrifavaldur á heilbrigði og benda rannsóknir til þess að 70-90% hættunnar á því að fá langvarandi eða krónískan sjúkdóm megi rekja til hegðunarmynsturs. Með því er átt við mat- aræði, hreyfingu, andlegt viðhorf, streitu og hvernig maður tekst á við álag. Að sama skapi getur maður tekið höndum saman með heilbrigðisstarfsfólki, gert breytingar á mataræði og hreyfingu, tekið bætiefni og verið sjálfur við stjórnvölinn til þess að tryggja eða bæta eigin vellíðan. Functional medicine er stefna sem þýða má sem hagnýta læknisfræði, þótt „fúnksjónin“ sem vísað er til eigi líka við lífefnafræðilegt samspil líkamans. Undir formerkjum hag- nýtrar læknisfræði starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, nálastungufólk og fulltrúar úr sambærilegum greinum og eru úrræðin meðal annars falin í lyfja- eða nátt- úrulyfjameðferð, inntöku bætiefna, breyttu mataræði og afeitrun og streitumeð- ferð, svo dæmi séu tekin. Þetta þýðir að meðferð sjúkdóms eða vandamáls er ekki endilega bundin við greininguna sjálfa eða tiltekin lyf. Á heimasíðu Stofnunar í hagnýtri læknisfræði, Institute for Functional Medicine, (IFM), er vitnað í tímaritið Science, þar sem segir að mataræði, líkamsþyngd, hreyf- ingarleysi og reykingar eigi þátt í 70% tilfella hjartaáfalla og ristilkrabbameins, 80% tilfella kransæðasjúkdóma og yfir 90% tilfella fullorðinssykursýki. [Willett, WC. Science, 2002:296, 695–697] Þorbjörg Hafsteinsdóttir er hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti, DET, frá Institute for Optimal Ernæring í Kaupmannahöfn. Hún hefur 12 ára reynslu í ein- Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur Ljósmyndir Kristinn Ingvarsson HEILSA ER ALGER LÍFSÞRÓTTUR Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur er eini starfandi næringarþerapisti landsins og hefur búið í Danmörku um ára- tugaskeið. Hún kemur til Íslands í hverjum mánuði að veita einstaklingum ráðgjöf vegna ýmissa heilsufarsvandamála og hefur jafnframt haldið námskeið um nýjan fæðupíramída með hollu mataræði, sem búinn var til af vísindamönnum í Harvard. Innan hagnýtrar læknisfræði er því haldið fram að 70–90% af hættu manns á krónískum sjúkdómi megi rekja til lífsmáta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.