Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 28
28 | 25.4.2004 Hugtakið veitingahúsakeðja hefur yfir sér fremur neikvætt yfirbragð.Stöðlun og einsleitni er það fyrsta sem mörgum dettur í hug þó svo aðvissulega þurfi það ekki alltaf að vera raunin. Keðjur – hvort sem er hótelkeðjur, verslunarkeðjur eða veitingahúsakeðjur – eru einnig til marks um að einhver hafi hitt naglann á höfuðið hvað varðar við- skiptahugmynd og því engin ástæða til að einskorða sig landfræðilega við einhverja örfáa fermetra á tilteknum stað. Kannski stafar þetta nei- kvæða af því að veitingahúsa- keðjur eru oftar en ekki tengdar við skyndibita og þá yfirleitt bandaríska. Þær keðjur eru jafn misjafnar og þær eru margar og ekki hægt að alhæfa um þær frekar en annað. Hins vegar er það vissu- lega hressandi að sjá veit- ingahúsakeðju er byggist á suður-ítalskri fyrirmynd, traustri ítalskri matargerð þar sem áherslan er á fersk hráefni og góðan mat, nánar tiltekið ættaðan frá Napólí í Kampaníu. Samkvæmt heimasíðu staðarins mun Rosso Pomodoro vera með útibú á þremur stöðum utan Ítal- íu, Rio de Janeiro í Brasilíu og Madrid á Spáni auk Ís- lands. Hvernig þessi keðja rataði hingað til lands þekki ég ekki. Hún er hins vegar kærkomin viðbót í ítölsku flór- una og verður vonandi til að fríska upp á veitingahúsa- lífið á Laugaveginum. Húsnæðið er ekki af verri end- anum en Rosso Pomodoro hefur hreiðrað um sig þar sem Iðunnar Apótek var eitt sinn til húsa við hliðina á gömlu Evu á Laugaveginum. Yfirbragð staðarins er bjart, ljósir litir og viður á gólfi. Á veggjum hanga lit- ríkar myndir og undarlegir lampar sem ég átta mig ekki alveg á. Þegar maður gengur inn er það fyrsta sem mætir manni pizzuofninn þar sem tveir Ítalir standa alla jafna og skófla pizzunum inn. Rýmið er nýtt á nokkuð óhefðbundinn hátt, sumt er mjög vel heppnað, annað ekki eins. Heildarmyndin er hins vegar alveg hreint ágæt, staðurinn er bjartur og opið eldhúsið setur þó nokkurn svip á veitingasalinn. Viðarborðin eru í trattoríu-stíl og fremur lítil, það er ekki mikið rými eftir þegar búið er að koma fyrir diskum, glösum, olíu, brauði og öðru sem hlaðið er á borðið. Matseðillinn er sem betur fer ólíkur því sem við höfum átt að venjast á ítölsk- um stöðum, þarna er ekki verið að feta troðnar slóðir. A Parmigiana var ofn- bakað eggaldin með parmesan- osti og reyktum osti. Á mat- seðlinum var einnig tekið fram að Napólí-kjötsósa væri hluti af dæminu en það fór ekki mikið fyrir henni. Þetta var hins vegar bragðgóður réttur en nokkuð seðjandi. A Partenopea var hins vegar stór diskur með grilluðu brauði hlöðnu fyrirmyndar ferskum tómötum, basil og ol- íu. Skammtarnir eru greinilega oft í stærra lagi, að mynda kosti áttum við fullt í fangi með að vinna á A Scamorza, reyktum scamorzaosti með beikoni. Ost- urinn var góður og samsetn- ingin sömuleiðis – helst of mik- il selta úr jafnt kjöti sem osti – en magnið var óviðráðanlegt. Pastarétturinn O Fusillo var einnig hinn þokkalegasti með mildri kúrbítssósu, beikoni og osti. Aftur var það helst saltið sem flæktist fyrir manni. Pizzurnar á Rosso Pomodoro eru kapítuli út af fyrir sig og líklega helsta tromp staðarins. Þær eru ramm- ítalskar og áleggið oft sett ofan á að mestu eftir bakst- urinn, t.d. ferskt grænmeti, kryddjurtir og tómatar. Ostar eru fjölbreytilegir og samsetningarnar ólíkar því sem hefð er fyrir á íslenskum pisseríum. Ferskt græn- meti, pylsur og skinkur, ítalskir ostar! Rosso Pomodoro býður einnig upp á ódýr vín – með suður-ítölsku yfirbragði – og eru þau seld í mismun- andi magni. Flöskuvín frá Chianti olli hins vegar nokkrum vonbrigðum og það mætti vinna töluvert með vínlistann, hann er allveikur hlekkur. Glös hins vegar eins og á hágæðaveitingahúsi. Þjónustufólkið er ungt, lipurt og vinalegt. Það er hins vegar stundum eins og það skorti meira skipulag þegar mikið er að gera til að skilvirknin verði sem mest. Þegar upp er staðið er Rosso Pomodoro fín viðbót sem vonandi mun halda áfram að þróast og eflast. MATUR OG VÍN | STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON FRÍSKANDI ANDVARI FRÁ SUÐUR-ÍTALÍU Pizzurnar á Rosso Pomodoro eru kapítuli út af fyrir sig og líklega helsta tromp staðarins, þær eru rammítalskar L jó sm yn di r: G ol li Golden Kaan Sauvignon Blanc 2003 er ein- falt og milt hvítvín frá Suður-Afríku. Ilm- urinn er léttur, hófstillt angan af niðursoðnum ferskjum og sírópi, í munni létt, milt út í gegn. Þægileg angan og ágætt bragð en allt á lágstemmdu nótunum. 1.190 krónur, 14/20 Golden Kaan Merlot 2003 er rauðvín sama fram- leiðanda. Léttur ilmur af kirsuberjum og plómum, í munni mjúkt, bragð af jörð og þroskuðum ávöxtum, fremur stutt en þægilegt og neysluvænt. 1.290 krón- ur. 15/20 Kassavínin halda einnig áfram að streyma inn og það besta er að sum þeirra eru bara að verða ansi góð. Það á til dæmis við um Solaz frá Spáni en þetta sama vín hefur einnig verið selt á hinu hefðbundna flöskuformi. Vínið er afrakstur fjárfestingar Osborne-fjölskyldunnar (sem á eitt helsta sérrífyrirtæki Spánar og þar að auki Rioja- víngerðina Montecillo) á hinum heitu sléttum La Mancha. Markmiðið var að gera alþjóðlegt vín í háum gæðaflokki en jafnframt ódýrt úr þrúgunni Tempranillo. Afraksturinn er vægast sagt góður og það þótt vínið sé hér í þriggja lítra kassaútfærslu. Það hefur allt að því Rioja-karakter, með þroskuðum ávexti og vanillu. Það eru mjög góð kaup í þessu kassavíni á 3.590 krónur. 16/20 VÍN ROSSO POMODORO ★★ Laugavegi 40a. Sími: 561-0500 www.rossopomodoro.is EINKUNN:  Viðunandi  Góður  Mjög góður  Frábær  Afburða veitingastaður Einkunnagjöf byggist á mati á þjónustu, húsnæði, vínlista og mat, að teknu tilliti til verðlags.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.