Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 11
Á þetta við um fleiri vandamál, til að mynda ofvirkni og einhverfu? „Já, í ofvirkni og einhverfu hefur sjónum mikið verið beint að svokölluðum morfínpeptíðum. Það sýnir sig á niðurstöðum þvagprufa, að mörg barna með slík- ar raskanir geta ekki brotið niður eða klofið prótein úr kaseini og glúteni, en hið fyrrnefnda kemur úr mjólkurvörum og hið síðarnefnda úr kornvörum. Ef maður ímyndar sér að ensím séu eins og skæri sem eiga að klippa prótein niður tíu sinn- um, stoppar ferlið á númer átta. Það sem verður eftir eru svokölluð peptíð og þau eru eins og morfín fyrir heilastarfsemi þeirra og taugakerfi. Þetta veldur röskun í hegðun. Mörg þessara barna eru mjög hrifin af mjólkurvörum og sólgin í brauð, að ekki sé minnst á sykur, og ég hef oft séð hjá þeim sem ég er að leiðbeina, að ef mað- ur tekur þau algerlega af öllum mjólkurvörum, þá meina ég smjör líka, og glúteni og sykri, róast þau mikið. Þau þurfa líka að taka inn ensím sem bætiefni, til þess að geta brotið matinn niður almennilega, og olíur til þess að næra taugakerfið. Ef það fær ekki nauðsynlegar fitusýrur verða til óæskileg prostaglandín, sem eru bólgu- myndandi, og það hefur líka áhrif á starfsemi heila- og taugakerfisins.“ Eru konur í meirihluta þeirra sem þú leiðbeinir? „Já. Hins vegar leita sífellt fleiri ungir menn, kannski frá 24 ára upp í rúmlega fertugt, til mín. Þeir stunda líkamsrækt, lyfta kannski og puða í marga klukkutíma á dag, en grennast ekki. Í sumum tilvikum ofreyna þeir sig hreinlega og skemma vefi, því þeir æfa of mikið en fá ekki réttu bætiefnin. Það getur myndast bólga í vöðvunum ef menn ofgera líkamanum. Engin hreyfing er óholl en of mikil hreyf- ing er líka óholl. Þessir menn þurfa yfirleitt að taka á mataræðinu til þess að ná ár- angri.“ Hvernig meðferð fá konurnar sem koma til þín? „Vandamálin eru mismunandi; efnaskiptaheilkenni, ofþreyta, streita, síþreyta eða vefjagigt. Sumar þeirra þjást af eilífum sársauka, sofa kannski mjög illa á nótt- unni vegna verkja eða óróleika í vöðvum. Það er mikið álag á líkamann og getur gert mann viðkvæman, jafnvel þunglyndan. Okkur konum er mörgum mjög illa við að missa stjórnina og geta ekki gert allt það sem við erum vanar, hvort sem það tengist vinnu eða fjölskyldu, eða hvoru tveggja. Leiði og reiði eru algeng viðbrögð og það þarf að finna út úr því hvað er hægt að gera við þessar tilfinningar. Í sumum tilvikum ráðlegg ég að allt sé tekið út úr mataræðinu í einu, allt glútein, allar mjólk- urvörur, einföld kolvetni, sykur og þess háttar. Það er gert í tiltekinn tíma, kannski 3 vikur, og gefur líkamanum færi á að hreinsa sig. Að gefa honum tækifæri til þess að heila sjálfan sig og endurnýjast getur krafist nokkurs tíma og ég geri fólki grein fyrir því að ekkert gerist einn, tveir og þrír. Það leitar hins vegar mikið að auðveld- um lausnum, pillu í pakka, sem það getur tekið í viku og lífið er gerbreytt. Tuttugu kíló farin, ég er full af orku...“ Hip, hip, hip, Barbabrella. „Einmitt, við getum kallað þetta Barbapabba-heilkennið. Fólk þarf að taka eitt skref í einu og margir höndla það ekki. Það er erfitt að gera breytingar á lífi sínu og þetta snýst ekki bara um nýtt mataræði. Það fylgir margt í kjölfarið sem líka þarf að taka á. Það getur átt við hugarfar, viðhorf til vinnunnar, vinnuferlið, hvernig maður kemur fram, hvernig maður lætur koma fram við sig, sjálfsmatið, sjálfstraustið og fleira. Oft er þetta spurning um að breyta alveg um lífsstíl og áskorunin er einmitt fólgin í því. Það getur verið rosalega skemmtilegt, en óttinn við hið óþekkta er líka HEILSA ER ALGER LÍFSÞRÓTTUR Efst eru til helminga rautt kjöt og smjör annars vegar og hvít hrísgrjón, hvítt brauð, kartöflur, hvítt pasta og sælgæti sem neyta á sjaldan. Í þriðja efsta laginu, 0–2 á dag, er fiskur, hvítt kjöt og egg. Í fimmta laginu er grænmeti, í ómældu magni, og ávextir 2-3 sinnum á dag. Í sjötta og neðsta laginu eru til helminga annars vegar vörur úr heilkorni, með flestum máltíðum, og hágæða fita úr olíum á borð við ólífuolíu, sojaolíu, kornolíu, sólblómaolíu og hnetuolíu. Loks er mælt með daglegri hreyfingu, léttvíni í hófi og fjölvítamíntöflum. Harvard hafa sett saman. Bent er á í fréttinni að mikil samkeppni ríki um athygli neytenda og að þeir fái afar misvísandi upplýsingar um mataræði og hollustu þess úr auglýsingum um matvæli og matarkúra. Heilsupíramídi Harvard Á vef lýðheilsuskóla Harvard-háskóla segir að bandaríska landbúnaðarráðuneytið hafi búið til lífseigt átrúnaðargoð með fæðupíramídanum frá 1992. „En til allrar óhamingju leiða upplýsingar sem þar eru settar fram alls ekki til hollra matarvenja. Grunnur píramíd- ans var byggður á ótraustum vísbendingum og hefur ekki breyst á undanförnum árum, þrátt fyrir miklar framfarir í skilningi okkar á tengslum mataræðis og heilsu. Nú vinnur hópur sérfræðinga að því að endur- skoða gamla fæðupíramída landbúnaðarráðuneytisins, en ekki er líklegt að sú endurskoðun leiði til aukins heilbrigðis, þar sem hún fer fram innan þess hluta stjórnkerfisins sem ætlað er að ýta undir bandarískan landbúnað, en ekki heilsu Bandaríkjamanna. Starfsfólk matvælaframleiðendur, á hvorn veginn sem er. Reglu- gerðir segja fyrir um að í þessu 13 fulltrúa ráði skuli sitja næringarsérfræðingar sem einnig eiga að vera í fremstu röð í barnalæknisfræði, ofþyngd, hjarta- og æðasjúkdómum og lýðheilsu. Það er vandaverk að velja slíka fulltrúa og fer valið fram undir miklum þrýstingi frá mjólkurframleiðendum og samtökum ávaxta-, grænmetis-, gosdrykkja-, kjöt- og hveitifram- leiðenda. Ef eini tilgangur fæðupíramída er að veita al- menningi bestu hugsanlegu ráðleggingar um heilsu- samlegar matarvenjur, er nauðsynlegt að hann sé byggður á vísindalegum grunni og óháður viðskipta- hagsmunum. Í stað þess að bíða eftir að það gerðist tóku næringarsérfræðingar við lýðheilsuskóla Harvard af skarið og settu saman píramída fyrir heilsusamlegt mataræði. Hann er byggður á vísindalegum upplýs- ingum um tengsl mataræðis og heilsu og lagfærir afger- andi galla í fæðupíramída bandaríska landbúnaðar- ráðuneytisins.“ www.hsph.harvard.edu lýðheilsuskóla Harvard-háskóla hefur sett saman fæ- ðupíramída fyrir heilbrigðar neysluvenjur, þar sem tek- ið er tillit til þess aragrúa af vísindalegum rannsóknum sem unnið hefur verið að á síðastliðnum tíu árum og breytt hefur skilningi okkar á hollu mataræði.“ Fram kemur í greinargerð lýðheilsuskólans að 13 fulltrúar sitji í opinberu ráði sem ætlað er að endur- skoða ráðleggingar um mataræði í Bandaríkjunum á fimm ára fresti og taka mið af nýjustu vísindarann- sóknum við vinnu sína. „Hundrað síðna greinargerð þess er síðan til grundvallar almennum ráðleggingum um vel samsett og hollt mataræði sem settar eru fram í bæklingi svo almenningur eigi auðvelt með að tileinka sér þær. En ekki er síður mikilvægt, að ráðleggingar um mataræði eru grundvöllur allra opinberra næringarvið- miðana, til að mynda í skólamáltíðum, og hafa jafn- framt áhrif á það hvað Bandaríkjamenn kaupa í mat- inn. Með öðrum orðum hafa þessar ráðleggingar áhrif á það hvernig milljörðum dala er varið á ári hverju. Smávægilegar breytingar hafa því mikið að segja fyrir 25.4.2004 | 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.