Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 16
16 | 25.4.2004 F rumstæðar samverustundir við varðelda á klettum eru löngu lið- in tíð. Einnig baðstofukvöld þar sem setið var á bekkjum eða moldargólfum og hlýtt á lestur eða skrafað. Við tefjum heldur ekki við langelda í skálum, né eyðum við of löngum stundum við glaum eldhúsborða. Þegar fjölskyldan vill koma saman og eiga þægilega stund sest hún í sófann. Sá getur verið á nokkrum stöðum – í innri stofu, holi eða stássstofu – en iðulega þó gegnt sjónvarpstæki. Með við- tengdu myndbandstæki. Meðlimir fjölskyldunnar raða sér þá þannig að þeir horfast ekki í augu, heldur í sömu átt. Og tala þar með út í tómið. Og þó. Kannski er þetta einfölduð lýsing, hreinn og klár sófismi (þ.e. rök- villa, falsrök). Hvað er líka að því að fólk snúi í sömu áttina? Það deilir í öllu falli nærveru í sófanum, getur haldist í hendur, stimpast, velst um og notið þess að vera saman. Samveran Kannski er einmitt hægt að þakka sófunum fjölgandi gæðastundir fjölskyld- unnar á okkar tímum. Þar slær hjarta heimilisins, þar hafa flogið ófáir brand- ararnir að ógleymdum hlátrasköllum, leyndarmálum og játningum … Sá sem sit- ur í sófa hefur, ef hann er forsjáll, allt sem hægt er að óska sér; góðan félagsskap, afþreyingu, nasl og drykki, hægindi og frið. Og því mýkri sem sófinn er, því dýpra má sökkva í lystisemdir lífsins eða pælingar um endimörk alheims- ins. Rannsóknir á sliti sófaáklæða sýna að setið er í venjulegum heimilissófa í sex klukkustundir á dag, að jafnaði. Grétar Árnason húsgagnabólstrari segir þetta ekki ofætlað: „Á virkum degi er algengt að horft sé á fréttir og dagskrá frá kl. 19–22. Það eru þrír tímar. Föstudagskvöldin eru yfirleitt lengri, næst rennur upp laugardagur með barnaefni í morgunsárið, þá horfir bóndinn kannski á fót- boltaleik og loks sameinast fjölskyldan í sófanum um kvöldið. Jafnvel þótt ekk- ert sé setið í sófanum á sunnudeginum kemur þetta út sem sex tímar á dag, að jafnaði. Þannig að í raun ættu sófaáklæði að endast mun styttra en þau þó gera, sökum álagsins.“ Að sögn Grétars eru örtrefjaáklæði (e. microfiber) einna vinsælust í dag, af skiljanlegum ástæðum: „Það er svo gott að þrífa þau.“ Þar sem fólk neytir matar síns í æ ríkara mæli í sófanum verður auðveld umhirða að vera tryggð. „Ég segi oft að eldhúsborðið hafi færst inn í sjónvarpssófann, þá brosir fólk út í annað en þetta er nú bara svona. Við komum seint heim úr vinnu og grípum kvöldmat- arbitann með að sjónvarpsfréttunum, að ekki sé minnst á snakkið … Það kann- ast allir við þetta.“ Kartöflurnar Hugtakið sófakartafla (e. couch potato) vísar til einstaklings sem liggur löngum stundum í sófa, gjarnan við sjónvarpsgláp, og heldur allri líkams- áreynslu í lágmarki. Um þær manngerðir hafa verið ritaðar langar greinar, flétt- aðar offituvandamálum og framtaksleysi, sem breyta þó engu um vinsældir lífs- mátans. „Uppáhaldssófar eru yfirleitt þeir sem fólk fleygir sér í og lætur fara vel um sig, þeir eru gjarnan í sjónvarpsherbergjum eða sumarbústöðum. En ef spurt er um uppáhaldssófa út frá fagurfræði, þá nefnir fólk stofusófann sem valinn hefur verið vegna útlitsins,“ segir Grétar, að fenginni reynslu. Þegar að því kemur að skipta um sófa gengur fólk gjarnan búð úr búð en endar svo leiðangurinn hjá bólstraranum. „Með gamla sófann í eftirdragi, alveg í henglum, og biður okkur að gera hann upp. Fólkinu hefur liðið vel í þessum hlut og vill ekki tapa tilfinningunni. Slík verkefni eru mjög skemmtileg.“ Auk þess að gera upp og yfirdekkja gamla sófa smíða GÁ-húsgögn nýja sófa af öllu tagi. „Ég hef verið í þessum bransa síðan 1975. Helsta ástæða þess að við höfum alltaf nóg að gera er að við leggjum okkur fram um að sinna sérþörfum. Ef einhver vill stíf- ari sessu, mýkri púða, enga tungu, lægri skemil, fleiri sæti eða styttri arma, þá smíðum við sófann samkvæmt því – enda eru engin tvö heimili eins.“ Fyndna fólkið Sófinn er einn mikilvægasti leikmunurinn í gamanþáttum í sjónvarpi, sér í lagi í svo- nefndum sit-com-þáttum (e. situation comedy) sem á íslensku hafa stundum verið kallaðir setgrín eða bókstaflega sófagrín. Nægir hér að nefna uppáhaldssófa Vinanna Grétar Árnason lætur fara vel um sig í sófanum Dís. Húsgögn úr smiðju GÁ- húsgagna má finna í sjö sendiráðum Íslands erlendis, reykvísku hótelunum 101 og Nordica o.s.frv. en saga fyrirtækisins nær 25 ár aftur í tímann. Á okkar tímum er óhætt að tala um þróun sófa- menningar Sófinn á kaffihúsinu Central Pe Vinina, Rachel, Chandler, Moni sýnir hér heimilislega djörfung SÓFISTAR S Eftir Sigurbjörg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.