Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 23

Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 23
að þeir geti ráðskast með aðra og gera lítið úr gildi góðra ljósmynda. En þeir þarfnast þeirra og ætlast jafnvel til að fá þær frítt. Þeir vita mætavel að útgáfufyrirtækin geta ekki verið án ljósmynda en samt eru þeir í ófullkomleika sínum að reyna að gera lítið úr ljósmyndurum. Ef þér finnst ég taka stórt upp í mig líttu þá á tímaritarekkana í bókaversl- unum þar sem þú sérð hundruð af glanstímaritum. Lestu hvað stendur í blaðhausnum, það er ekki nema 1% þess- ara tímarita sem eru með fastráðna ljósmyndara. Segðu mér, hve mörg af þessum ritum myndu seljast ef ekki væru ljósmyndir í þeim?“ Þegar rætt var við Brooks var hann nýkominn frá New York þar sem hann hafði verið að mynda fyrir ýmsa aðila en auk þess fyrir Metropolitan-safnið í New York. „Ég vinn fyrir þá ýmis verkefni. Ég er nýkominn frá því að mynda fyrir safnið egypska gröf Raemkai, sem er frá því um 2450 fyrir Krist. Henni var komið fyrir í safninu í byrj- un síðustu aldar en hafði aldrei verið ljósmynduð almenni- lega eða sýndar af henni góðar ljósmyndir. Þar sem safnið er opið á daginn gat ég aðeins myndað eftir klukkan hálf sex á kvöldin. Ég hefði getað unnið alla nóttina við að mynda faróanna, því það var einstakt að fá að nálgast þá áður en þeir voru settir aftur undir gler þar sem þeir munu hvíla næstu eitt hundrað árin.“ En lítur þú á ljósmyndun sem list eða eins og hverja aðra atvinnu? „Ég myndi hætta að ljósmynda, ef ég liti á ljósmyndun sem hvert annað viðvik. Það sem ég tek að mér geri ég af ástríðu, að öðrum kosti yrði ég leiður og færi að bíða eftir því að komast á eftirlaun og loks deyja.“ Ljósmyndun er tiltölulega ný starfsgrein sem hefur þróast mikið síðustu áratugina, hver er staða hennar núna? „Hin dæmigerða ljósmynd nútímans er einhvers staðar mitt á milli skyndimyndar eins og menn eru að senda í töluvpósti og yfirborðslegrar auglýsingamyndar. En auð- vitað er að finna framúrskarandi ljósmyndara í heiminum eins og Ragnar Axelsson sem vinnur hjá ykkur á Morgunblaðinu. Ef ég held áfram að alhæfa þá finnst mér við ekki vera að sjá meiri fagmennsku heldur meiri tæknilegar framfarir þar sem hefð- bundin tæknileg atriði hafa verið gerð sjálfvirk. Á sama tíma er ný tækni að skapa ljósmyndurum möguleika til að þróa listræna ljósmyndun enn frekar og það mun vonandi leiða til meiri fagmennsku. Þú spyrð hvort ljósmyndirnar séu orðnar betri vegna þess að tæknin er orðin þróaðri en því miður verð ég að svara því neitandi.“ Hann gagnrýnir líka hvernig blaðaljósmyndun hefur verið að þróast og segir ljós- myndara vera hvatta til að keppa við sjónvarpið. „En það er ekki hægt. Ritstjórarnir ættu frekar að hvetja ljósmyndara til að kafa dýpra en það er það sem sjónvarpið get- ur síður, í stað þess að krefjast stafrænna mynda sem eru sendar út eins fljótt og mögulegt er og eru í mörgum tilvikum bara merkingarlaus skrásetning á því sem hef- ur gerst.“ Með stúdíó við Reykjavíkurhöfn Vegna þess hve verkefnin eru margvísleg og ólík sem Brooks er að vinna að á hann margar ljósmyndavélar. Hann vill þó ekki tala mikið um myndavélaeign sína, en er hann í hópi þeirra ljósmyndara sem ekki „þola“ stafrænar myndavélar? „Nei, það væri nú meiri vitleysan að nota ekki þessa tækni sem hefur ýmsa kosti. Ég nota þær myndavélar og þá ljósmyndatækni sem mér finnst eiga við hverju sinni.“ Hvaða kostum þarf góður ljómyndari að vera búinn? „Ég ætla að segja þér litla sögu,“ segir hann og hefur frásögnina: „Eitt sinn hlustaði ég á þekktan leikstjóra sitja fyrir svörum nemenda í kvikmyndagerð. Hann var spurð- ur hvað góður leikstjóri þyrfti að hafa til brunns að bera? Hann svaraði: „Góður leik- stjóri þarf að vera vel á sig kominn líkamlega vegna þess að leikstjórar þurfa oft að vinna allan sólarhringinn. Leikstjóri þarf líka að hafa auga fyrir smáatriðum,“ svo hann setti höndina yfir hálsbindið sem hann var með og spurði; „Hvaða litur er á bindinu mínu?“ Enginn gat svarað því. Þá sagði leikstjórinn: „Það er eins gott að þið séuð vel á ykkur komin líkamlega og verið þið nú sæl!“ Eins og leikstjórar þurfa ljósmyndarar að hafa gott úthald, næmt auga fyrir smáat- riðum og löngun til að skynja umhverfið. Þeir þurfa að leitast við að sneiða hjá eigin fordómum og nálgast viðfangsefnið með opnum huga en öll erum við mótuð af upp- vexti okkar og félagslegu umhverfi. Mikilvægt er að ljósmyndari eins og ég hafi tíma til að kynna sér vel viðfangsefnið áður en hann fer og ljósmyndar.“ Nú er fólk í auknum mæli farið að safna ljósmyndum eins og sumir safna mál- verkum, ljósmyndirnar eru auk þess orðnar mjög stórar, sinnir þú þessum markaði? „Nei, ég lít ekki á ljósmyndir mínar sem heimilisskreytingu en það væri gaman að vinna að slíkum verkefnum og helst ekki gera neitt annað á meðan. Ég hef selt ljós- myndasöfnurum myndir, þegar ég hef verið beðinn um það. En myndirnar mínar eru ekki í umboðssölu hjá galleríum.“ Brooks segist ekki hafa gert mikið af því að halda sýningar á verkum sínum. „Ég hef verið með sýningar í Soho í New York og á Ítalíu en ég hefði kannski átt að gera meira af slíku.“ Þegar hér er komið sögu heyrist barnsgrátur í næsta herbergi, Sólon, sonur, Her- dísar og Brooks er vaknaður og vill fá sinn mat og engar refjar. Það er líka kominn tími til að kveðja. Brooks er spurður hvað sé framundan? „Ég verð áfram með annan fótinn erlendis en ég vonast til að geta eytt meiri tíma með fjölskyldunni og jafnframt fært enn frekar út starfsemi mína hér. Ég rek fyrirtæki sem hefur það að markmiði að skapa ímyndir og tek að mér verk- efni, þar sem koma að margir þættir og krefjast heildarlausn- ar. Svo má geta þess að ég er kominn með ljósmyndastúdíó niðri við Reykjavíkurhöfn en það eru forréttindi að hafa fal- legt útsýni.“ Monterchi í Toskana á Ítalíu. Myndað fyrir tímaritsgrein sem fjallaði um feril málarans Piero della Francesca. Í þessum bæ var einungis eitt af makalausum málverkum hans, einstakt verk, Ma- donna með barn. Þessi mynd er gott dæmi um það sem getur gerst við að ljósmynda sögu, þar sem augnablik er fangað, augnablik sem tengist sögunni kannski ekki beint en endar engu að síður á að vinna á áhrifaríkan hátt með sögunni. Ljósmyndað fyrir The New York Times Sophisticated Traveler, á Leica, með 35 mm linsu. Fuji slida film, snúið í svarthvítt. NOTA ÖLL SKYNFÆRIN VIÐ VINNU MÍNA Ég verð áfram með annan fótinn erlendis en ég vonast til að geta eytt meiri tíma með fjölskyldunni 25.4.2004 | 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.