Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 22
22 | 25.4.2004 verkefni þeirra var að flytja inn tugi bandarískra hljómlistarmanna á Kjötkveðjuhá- tíðina í Feneyjum, sem fyllti borgina af tónlist í tvær vikur. Hátíðina sækja milljónir manna. Ballettdansari á Ítalíu Brooks hefur fengist við sitt lítið af hverju um dagana og er með margt upp í erm- inni. Í fasi hans er ekkert sem gefur til kynna að hann hafi lært klassískan ballett. Það er engu að síður staðreynd að hann byrjaði að læra ballett 17 ára gamall og hafði af því atvinnu framan af starfsævinni. Fyrst lærði hann í Bandaríkjunum en fljótlega flutti hann til London, þar sem hann lærði einkum hjá rússneskum ballettkennurum. Þegar Brooks var að byrja að læra ballett á áttunda áratugnum var nokkuð um það að sovéskir ballettdansarar væru að flýja heimaland sitt. „Ef hægt var að fá þá til að kenna sér fyrstu sex mánuðina eftir að þeir komu vestur fékk maður „rússneska skólann“ tæran í æð. Eftir það fóru þeir að slá af kröfunum fyrir vestræna nemendur sem voru annaðhvort of latir eða illa búnir undir ballettnámið,“ útskýrir hann. Fljótlega eftir að Brooks lauk ballettnáminu segist hann hafa flutt til Ítalíu. Þar dansaði hann með dansflokki Cörlu Fracci, sem var ein af þekktustu ballettdöns- urum Ítala á þessum árum. Hann dansaði líka á Scala, á litlu sviði sem var ætlað til tilraunastarfsemi, Piccola Scala. Þar kom Brooks meðal annars fram í nýstarlegri uppsetningu, Lohengrin, sem var eins konar sambland af leikhúsi og óperu, eftir Salvatore Sciarrino, en uppfærslunni stjórnaði Pier Alli. Á sama sviði kom hann fram í verki sem heitir The Flood við tónlist Stravinskys, leikstjórnin var í höndum Peter Ustinovs. Carla Fracci var með eigin flokk sem ferðaðist um á sumrin. Brooks dansaði í Rómeó og Júlíu á ferð flokksins um Ítalíu.Hann dansaði einnig í ballettinum Hnetu- brjótnum og Mephistofeles í Hringleikahúsinu í Veróna. Síðar flutti Brooks til Kali- forníu. Þar sem hann stofnaði lítinn jazzdanshópi sem kallaði sig, Beverly Hills Jazz Company. „Ég hef líka alltaf haft gaman af jazz dansi,“ segir hann. Í þessum hópi gerði ég fleira en dansa, ég stjórnaði uppsetningum, samdi dansa og gerði það sem gera þurfti til að halda slíkum hópi gangandi.“ Af heilsufarsástæðum varð Brooks að hætta að dansa því hann fékk vírus sem svip- ar til síþreytu og gerði hann veikburða um hríð. Fljótlega eftir það tók við tímabil í ævi hans þar sem hann framleiddi og stjórnaði ýmiss konar sýningum og samdi dansa. Meðal þess sem Brooks tók sér fyrir hendur var að vinna hjá fyrirtæki sem setti upp tískusýningar. Vann hann m.a. í Mílanó fyrir mörg af þekktustu tískuhúsunum þar. „Starf mitt fólst í því að velja ásamt fleirum sýningarstúlkur, fötin, tónlist og lýsingu og ég var með í að skapa það andrúm sem var á sýningunum. Ég réð því hvernig stúlkurnar komu fram á sjálfri sýningunni og stjórnaði henni baksviðs.“ En ljósmyndunin togaði alltaf í Brooks. Hann hafði alist upp við ljósmyndavélar og myrkraherbergi, því faðir hans stundaði ljósmyndun. „Þegar við vorum að ferðast sat ég oft á öxlum hans. Faðir minn vann með Rolleiflex og í hvert skipti sem hann beygði sig niður til að mynda fylgdi ég hreyfingum hans.“ Brooks lærði ljósmyndun á unglingsárunum og vann sem aðstoðarmaður á ljós- myndastofu í New York. Hann var líka um tíma aðstoðarmaður ljósmyndara sem vann hjá National Geographic. „Þegar ég bjó á Ítalíu og vann við tískusýningarnar vann ég jafnframt sem ljós- myndari fyrir mjög vandað listatímarit sem kallast FMR sem þótti eitt fallegasta tíma- rit sinnar tegundar í heiminum.“ Áður hafði Brooks búið í Japan þar sem hann stjórnaði dansdeild HLI Akademíunnar í Tókýó og sá um markaðsmál hennar auk þess að starfa sem ljósmyndari. Er eitthvað líkt með ljósmyndun og ballettdansi? „Já, það tel ég. Ljósmyndir snúast um að skapa ímyndir og það gerir dansinn líka nema hvað þær ímyndir er á hreyfingu. Einn af rússnesku ballettkennurunum mín- um hafði fyrir sið þegar hann var að kenna okkur að undir lok danshreyfingar hróp- aði hann; „photo ... photo …“ en þá áttum við að standa grafkyrr í pósunni eins og verið væri að taka af okkur ljósmynd. Þessi athöfn var táknræn og átti að gefa okkur tilfinningu fyrir áhorfendum og hvernig við áttum að skapa eitthvað ógleymanlegt í hugum þeirra. Fyrir mér er því ekki ýkja langt á milli dansins og ljósmyndunarinnar.“ Ágirnd alþjóðlegra útgáfufyrirtækja Brooks segist hafa mikla ánægju af starfi sínu sem ljósmyndari. Fyrir ut- an að taka ljósmyndir finnst honum skemmtilegast að kynnast áhugaverðu fólki. En hann er harðorður í garð útgefenda og segir að það sem sé nei- kvætt við það að vera ljósmyndari sé að þurfa að eiga við ágirnd alþjóðlegra útgáfufyrirtækja. „Þessum fyrirtækjum er stjórnað af mönnum sem halda Lalibera í Eþíópíu, kvöldið fyrir páska. Í Eþíópíu er siður að vaka alla páskanóttina. Þessi maður var á tréstillans, utan á Bet Myriam, sem er ein af merkustu kirkjunum í Lalibera, en þær eru höggnar út í kletta. Hann heldur á handgerðu kerti úr býflugnavaxi. Ljósmyndað fyrir National Geographic Traveler. Kertið er eini ljósgjafinn. Mynd- að á Leica, 35 mm linsu á stærsta ljósopi, á Fuji Provia 400 filmu sem er pressuð upp í 1600 ASA. Ítalía. Lombardy. Maleo. Tunna með balsamik-vínediki á „ediklofti“ Franco Colombani. Á „edikloftinu“ tekur balsamik edikið út þroska, en hitasveiflurnar á óeinangruðu loftinu eru nauðsynlegar. Tunnurnar eru úr mismunandi viði, sem gefur edikinu tilætlaðan keim. Edikið þarf að þroskast í minnst tólf ár til að fá opinberan stimpil Aceto Bals- amico Tradizionale di Modena. Klæðið sem hylur opið á tunninni leyf- ir edikinu að anda og þéttast smám saman vegna uppgufunar, auk þess að hindra að ryk falli í tunnuna. Steinninn heldur því kyrru. Ljós- myndað fyrir L’Etichetta á Sinar 4x5 plötuvél, við dagsljós. Ljósmyndarar þurfa að hafa gott úthald, næmt auga fyrir smáat- riðum og löng- un til að skynja umhverfið Brooks og kona hans, Herdís Ellen Gunnars- dóttir, með soninn Sólon. L jó sm yn di r: B ro ok s W al ke r Aoi Matsuri-hátíðin, Kyoto, Japan. Hrís- púðrið sem konan notar og klæðnaðurinn tíðkaðist á hátíð sem tengd er hrísgrjóna- uppskerunni, en þessi hátíð á rætur að rekja til ársins 810. Brooks Walker tók myndina er hann bjó í Japan, á Contax með 85 mm linsu, á Kodachrome-filmu. Myndin hefur birst í Smithsonian-tímaritinu, National Geograph- ic Traveler, Observer og fleiri blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.