Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 6
6 | 25.4.2004 Ég komst um daginn inn í huga ungrar blaðakonusem bjó sig undir að ausa úr skálum réttlátrar reiðisinnar. Fingurnir iðuðu af tilhlökkun þar sem hún sat við fartölvuna, nú skyldi greint frá nýjustu aðför afþrey- ingariðnaðarins að sjálfsmynd nútímakonunnar. Hún skyldi afhjúpa þá sem með sífellt grófari hætti telja konum trú um að þær séu fyrst og fremst metnar eftir ytra útliti, og þar af leiðandi sé útlitið grunnur sjálfstrausts og hamingju. Hún skyldi greina frá hinu yfirgengilega plotti Svansins, nýjustu bandarísku raunveruleikaþáttaraðarinnar, og lýsa því ótrú- lega ferli sem söguhetjur þáttanna ganga sjálfviljugar í gegn- um. En fyrst þyrfti hún að fá sér smávegis vatn og frískt loft, henni var eitthvað svo flökurt, kannski að þetta tannhvíting- arkrem sem hún var að prófa færi ekki svo vel í maga. Nú en Svanurinn, þar fá 17 „ófríðar“ konur – ljótir andarungar – rækilega yfirhalningu lýtalækna, tannlækna, sálfræðinga (til að vinna í innri fegurðinni), líkamsþjálfara, stílista o.s.frv. Ferlið tekur þrjá mánuði og í lok hvers þáttar er sýnt þegar tvær kvennanna líta í spegil í fyrsta sinn eftir „umbreyt- inguna“. Áhorfendur velja aðra þeirra til að taka þátt í feg- urðarsamkeppni þar sem helmingur þátttakenda keppir að lokum til sigurs. Nú þurfti blaðakonan aðeins að taka sér pásu og huga að sárum sem hún fékk á sköflungana eftir nýja tegund af köldu vaxi sem var ekki alveg að gera sig, heldur reif slatta af húðinni með hárunum. Þar sem hún sat og sótthreinsaði leggina hringdi síminn, hárgreiðslustofan að láta vita að klipparinn hennar væri ekki laus fyrr en eftir rúman mánuð, það væri þó laust hjá öðr- um ... hún greip fram í og sagðist alveg geta beðið. Hún var í nokkru uppnámi eftir símtalið, hvernig dirfðust þau að halda að bara „einhver“ gæti klippt hana, svo leit hún í spegil, skoðaði rótina, úff, þetta yrði erfiður mánuður en hún léti sig hafa það. Smávegis rót er alveg í tísku núna, sagði hún sjálfri sér. Settist aftur við tölvuna, reyndi að ná fullri einbeitingu á ný. Einmitt Svanurinn, þar er rakið í löngu máli hvernig sjálfsmynd þátttakendanna hefur mótast af því að þær skuli upplifa sig „ljótar“. Hvernig þær efast um ást eiginmanna sinna (ef þær þá eiga þá) og að þær séu til í að gera bók- staflega „hvað sem er“ til að verða fallegar, þó það kosti lík- amlegar þjáningar og taki á andlega. Blaðakonan velti fyrir sér hvernig hún ætti að orða þá skoðun sína að það sé sví- virðilegt að konur telji sig þurfa að þóknast kröfum sam- félagsins um ytra útlit til að öðlast hamingjuna. Að þær skuli ganga í gegnum þjáningar, opinbera niðurlægingu, leggja heilsu sína að veði til að öðlast hið „æskilega“ útlit. Hvernig afþreyingariðnaðurinn og markaðssamfélagið taka höndum saman við að búa til fullkomlega óraunverulegar ímyndir. Hvernig eltingarleikur kvenna nútímans við fullkomnun veltir milljörðum og vindur sífellt upp á sig þannig að þegar einu takmarki er náð tekur annað við. Þegar kjörþyngd er náð, þá má skerpa á vöðvunum, þegar tennur eru orðnar hvítar, má dekkja húðina ... Þarna datt hún aðeins út, teygði sig í nýjasta Vogue, fletti upp á brúnkukreminu sem ku vera byltingarkennt, hringdi í snyrtivörubúð og spurði hvort það væri komið. Þegar þarna var komið við sögu áttaði blaðakonan sig á því að hún gæti eiginlega ekki skrifað um Svaninn. Hún bað mig jafnframt að láta nafn síns alls ekki getið, enda vill engin nútímakona með viti láta nappa sig við hégóma af þessu tagi. Við viljum nefnilega meina að útlit okkar sé natúral og höldum rækilega leyndri þeirri vinnu sem fer í það. Op- inbera útgáfan er sú að við höfum ekkert fyrir útlitinu. Alls ekki neitt. bab@mbl.is Þær eru til í að gera bókstaflega hvað sem er til að verða fallegar Svanirnir Birna Anna Hvaðan kemur flamenco? Dansinn kemur upprunalega frá Austurlöndum, sígaunar báru hann til Spánar frá Arabíu og Ind- landi. Suður-Spánn var miðstöð kaupmanna og sjó- farenda fyrr á öldum og þar með segull á ólíka menningarstrauma. Flamenco-dans þróaðist svo áfram á Spáni og varð hluti af menningunni. Nafnið er talið komið til vegna þess að fólki þótti lima- burðurinn minna á hreyfingar flamingó-fugla. Um hvað snýst flamenco-dans? Um menningu heillar þjóðar, tjáningu og ástríð- ur. Við Spánverjar erum hvatvísir, beinskeyttir og heiðarlegir – og hemjum ekki alltaf skap okkar, sem er bæði gott og slæmt. Flamenco-dans tjáir allt þetta, hann speglar þjóðarsálina. Er hægt að kenna Íslendingum svo blóðheitan dans? Mér fannst það snúið fyrst. Ég velti mjög fyrir mér hvernig hægt væri að kenna fólki, sem hefði ekki arfinn í sér, tæknina. Sígaunar á Spáni læra til dæmis ekki flamenco í skóla, þeir alast upp við hann. En svo datt mér í hug að nálgast þetta meira sem þerapíu, ég hjálpa feimnum stúlkum frá köldu landi að kalla fram tilfinningarnar í sjálfum sér. Íslensku stúlkurnar eiga það til að standa hljóðar aftast í hópnum – eins og þær vilji hverfa – en samt hafa þær kostað sig á heilt nám- skeið í dansi sem snýst um sjálfstraust. Ég hvet þær til að koma út úr skápum sínum og tjá sig. Koma líka strákar á námskeið? Mm, ekki ennþá. En stundum biðja strákar mig að kenna sér nokkur spor til skemmtunar, í partíum eða á skemmti- stöðum, þannig að sumir hafa lúmskan áhuga. Á hvaða aldri eru íslenskar flam- enco-meyjar? Svona á bilinu 19–40 ára, annars er allur gangur á því. Hvað eru margar teg- undir af flamenco? Það er til allt upp í tug- ur tegunda og helgast af misjöfnum takti í tón- listinni. Algengustu teg- undirnar eru bulerias, alegrias, tango, seguiriyas, farruca og rumba – sem þó er ekkert lík rúmbu samkvæmisdansara. Hvað gerirðu á Hrafnistu? Ég vinn við þrif á morgnana, það er hluta- starf. Hefurðu dansað fyrir vistmennina? Ekki ennþá, en þeir bíða spenntir. Á göngunum heyri ég stundum hvíslað: „Þarna er flamenco- dansarinn!“ og fólkið heilsar mér jafnvel með sveiflu og: „Olé!“ En ég dans- aði reyndar nýlega á árshátíð starfsmanna. Mætirðu ólíku viðmóti eftir því í hvorum „bún- ingnum“ þú ert? Já, það þykir tvímælalaust „fínna“ að vera dans- ari. Ég varð jafnvel vör við það í vinnunni að sumir í starfsliðinu létu varla svo lítið að heilsa, þegar þeir mættu mér við þrifin. En eftir að þeir sáu mig dansa á árshátíðinni er viðmótið allt annað, slegist um að heilsa mér. Auðvitað er þetta einstaka tilfelli, en ég tek eftir þessu. Hins vegar held ég að þetta sé ekki rasismi, heldur frekar stéttasnobb. Hvernig gengur að læra íslenskuna? Fremur hægt. Ég er einstæð móðir í tveimur störfum og íslenskunámskeiðin eru í miðri viku. Svo eru þau dýr – okkur útlendingunum finnst ein- dregið að þau ættu að vera ókeypis! Hvað gerirðu í frístundum? Ég bregð mér til dæmis í skylmingar, æfi nútíma- dans og finnst gaman á skautum. Svo skemmti ég mér með dóttur minni, hún heitir Gisella Laufey Sverrisdóttir og er tveggja og hálfs árs. Uppáhaldsstaður á Íslandi? Mér finnst hálfglatað að gefa svona túristalegt svar, en ég dýrka Bláa lónið. Eftirlætisstaður á Spáni? Líka dálítið túristalegt, en það er litla strand- þorpið þar sem foreldrar mínir búa, Torremol- inos. Það verður enn dásamlegra í mínum huga eftir því sem ég er lengur í burtu; fal- legt og fjölskrúðugt. Ertu alin þar upp? Nei, ég er fædd í Þýskalandi og alin upp í Malaga. Hvar lærðirðu að dansa? Í Dansmiðstöðinni í Malaga, þar var kenndur klassískur spænskur dans, ball- ett og flamenco, ásamt tónlist. Svo fór ég til Barcelona að nema nútímadans. Ég er í raun meira menntuð í ballet og nútímadansi en í flamenco. Ætlarðu að sjá Joaquin Cortez á fimmtudaginn? Já, skyldumæting fyrir mig. Ég hef að vísu séð hann tvisvar áður, á Spáni, en hann er orðinn ennþá betri núna. Sýnir þú sjálf? Ég hef verið með eins manns atriði á árshátíðum og afmælum, svo fara brúð- kaupin að bætast við. Ég hef líka tekið að mér að kenna væntanlegum brúð- hjónum nokkur spænsk spor til þess að stíga í veislunni, því margir Íslend- ingar eru orðnir leiðir á hinum hefð- bundna brúðarvalsi. Hefurðu hugsað þér að vera hér áfram? Já, ég bý hérna. Fólk hafði ekki trú á því þegar ég byrjaði, hélt að ég myndi hverfa á braut eins og margir sem hingað hafa komið til danskennslu. Ég fór að vísu heim til Spánar til þess að eign- ast dóttur mína, en kom aftur og hef nú kennt í Kramhúsinu á þriðja ár. sith@mbl.is KONA EINS OG ÉG MINERVA IGLESIAS GARCIA DANSKENNARI Strákarnir dansa í laumi Minerva kennir flamenco í Kramhúsinu á kvöldin en ljær Hrafnistu krafta sína á morgnana L jó sm yn d: Á rn i S æ be rg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.