Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 31

Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 31
Glæsilegt úrval af frábærum sumarfötum í fríið, í bæinn, í vinnuna og bara hvað sem er. Stærðir 36-52. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14.Sendum lista út á land www.svanni.is VOR/SUMAR 2004 Sendum til fyrirtækja í hádeginu • Magnafsláttur Upplýsingar í síma 552 2028 og 552 2607 www.graennkostur.is Laugavegi 63 • sími 551 2040 (Vitastígsmegin) Flott gjafavara frá ASA Silkitré og silkiblóm Auður Jónsdóttir Pistill Feitur köttur nýtur lífsins í bakgarð-inum við fjölbýlishúsið sem ég býí; hann mjálmar ánægjulega þegar fuglarnir syngja í nærliggjandi skemmti- garði. „Hverjum dettur í hug að hafa kött í þessari fuglaparadís?“ spurði ég manninn minn meðan við teymdum hjólin okkar inn í hjólageymsluna þar sem kötturinn lá og fylgdist spenntur með hoppandi fugl- um í trjákjarrinu. „Ég hef sé gamla konu gefa honum,“ sagði hann og ég þagnaði af virðingu fyrir ellilífeyrisþegum. Daginn eftir varð erfiðara að hemja sig. Kringum köttinn hoppuðu þrír svartir fuglar með hvíta bringu og görguðu reiðir því hann hafði náð litlum fugli og gjóaði augunum fyrirlitlega á þá meðan hann hámaði í sig brjóst sem tifaði enn. „Sjáðu, hvað hann hefur gert!“ and- varpaði ég og greip fyrir augun. „Af hverju er kattarfíflið ekki með bjöllu um háls- inn?“ Maðurinn minn bað mig um hætta að fjargviðrast. „Þetta er rándýrseðlið – hann veiðir sér til matar. Svona er náttúran.“ „Fyrr má nú vera! Þetta er feitasti kött- ur norðan Alpafjalla og dallurinn hans er alltaf fullur!“ Fuglarnir voru auðheyrilega í svipuðum hugleiðingum og hættu sér ískyggilega nærri kettinum til að garga á hann. Hug- rekki þeirra var aðdáunarvert; þeir væru dauðir ef kötturinn svo mikið sem slengdi loppunni í þá. En hann hélt bara áfram að éta kunningja þeirra og virtist hafa gaman af að hrella þá, líkt og einræðisherra sem veit að honum verður ekki haggað úr sessi. „Nú er nóg komið. Það er ekki hægt að horfa upp á fjöldamorð á varnarlausum kvikindum án þess að aðhafast neitt,“ fnæsti ég og strunsaði í átt að húsinu. Mað- urinn hengslaðist á eftir og krafðist skýr- ingar á fyrirætlunum mínum. „Ég ætla að tala við fólkið í hússtjórn- inni og heimta að það verði sett bjalla um hálsinn á kettinum.“ „Æj, nei – ekki!“ stundi hann. „Við er- um nýflutt hingað og óþarfi að búa til ná- grannaerjur.“ En það þýddi lítið að mögla og ég sveif á forráðakonu hússins sem féllst á að tala við eiganda kattarins: „Gott að þú skyldir leita til mín – gamla konan yrði ábyggilega hrædd við þig,“ sagði hún án þess að út- skýra það nánar. Daginn eftir lá ég í makindum mínum úti á grasbletti og horfði á hugdjörfu fuglana spásséra í kjólfötunum sínum; danskur fuglafræðingur hafði tjáð okkur að fugl með þessa útlitslýsingu og aðra eins hugdirfsku í brjóstinu gæti heitið skjór. „Bara ef allir kjólfataklæddir menn væri jafnhugrakkir og þeir,“ sagði ég við mann- inn minn sem sleikti sólina værukær. Og hugrekki þeirra bar ávöxt. „Í rauninni settu þeir bjöllu um hálsinn á kettinum með mótmælum sínum, án þess að geta nokkurn tímann gert sér það hugarlund. Hugsa sér!“ „Uhm … “ umlaði hann með sígarettu í kjaftinum. „Það væsir ekki um köttinn núna.“ Í skyndingu leit ég upp og sá gamla konu sitja á bekk með köttinn í kjöltunni og strjúka honum eins og ungbarni. Sam- viskubitið kviknaði; eymingjans konan átti líklega engan að nema köttinn og nú hefðu kvartanir mínar eflaust valdið henni áhyggjum. „Þér ferst,“ sönglaði maðurinn og gat ekki stillt sig um að benda á að kötturinn væri enn bjöllulaus. Kannski á hann ekki eftir að fá bjöllu, íbúum hússins þykir of vænt um gömlu konuna til að valda henni áhyggjum. En kannski get ég bjargað fuglum á Íslandi með þessu pistilskorni og minnt katta- eigendur á að köttur finnur varla fyrir bjöllu en vorboðarnir finna óþyrmilega fyrir ketti án bjöllu. Um feita ketti og hugdjarfa fugla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.