Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 9

Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 9
en getur margfaldað virkni meðferðarinnar og stutt við á leiðinni til bættrar heilsu. Einnig ráðlegg ég oft stuðningsmeðferð á borð við nálastungur, nudd eða sál- fræðiráðgjöf, og í vissum tilfellum að leitað sé álits lækna.“ Hvað reynist fólki erfiðast við að breyta um matarvenjur? Það eru mjög margir í þessari jó-jó hrynjandi, að taka sig á í einhvern tíma, jafn- vel grennast, en leita svo í sama farið aftur. Ég er mjög á móti hugtakinu kúr, því það sem þarf í raun og veru er alger lífsstílsbreyting. Fólk þarf að finna sér mat- aræði sem hentar því með tilliti til heilsufars og halda sig síðan við það. Alltaf. Kannski tekur það útúrdúra stundum, svindlar, eða hvað sem maður á að kalla það, en það er grunnmataræðið sem skiptir máli. Þegar farið er út af sporinu dett- ur fólk gjarnan í brauð- og sykurát, eða þess háttar. Þá er allt inni í þeim pakka, skyndifæðið, frönsku kartöflurnar, kók og þar frameftir götunum. Það sem gerist við svona mataræði, er að frumur líkamans fyllast af sykri og ofmettast. Að endingu verður sykurmagnið svo mikið að fita kemst ekki inn í frumurnar, sem hefur áhrif á hvatberana. Hvatberarnir framleiða orku fyrir líkam- ann og á þessu stigi byrjar maður að finna fyrir þreytu. Lifrin tekur síðan við fit- unni sem ekki kemst í frumurnar, þótt hún eigi ekki að fara þangað. Þar myndast kólesteról eða óhentug fita og einnig verður mikil oxun í líkamanum, sem leiðir til bólgu. Auk þess hleðst þessi umframfita upp í fituvef.“ Þorbjörg líkir efnaskiptum líkamans í raun við hljómsveit. „Með efnaskiptum er ég ekki bara að tala um brennslu, sem svo mikið er rætt um, heldur allt kerfið. Ég líki þessari starfsemi oft við hljómsveit þar sem hljóðfæraleikararnir eru allir horm- ónar, boðefni, ensím og það sem þau eru búin til úr, eða prótein, fita og sykrur. Þetta er hljómsveitin þín. Þegar mikil brenglun er orðin í líkamanum spilar hljóm- sveitin alls ekki í takti, heldur út og suður þar sem hver leikur sitt eigið lag. Í hag- nýtri læknisfræði er leitast við að taka tillit til allra þessara þátta og því verðum við að þekkja söguna til hlítar. Hvar hefur þú verið? Hvað hefur þú upplifað? Hvað hefur farið úrskeiðis og skert starfshæfni líkama þíns?“ Þróun á sviði hagnýtrar læknisfræði og næringar er hröð og kveðst Þorbjörg sækja á hverju ári fimm daga ráðstefnu sem haldin er ýmist í Bandaríkjunum eða Kanada. Hún er eini Íslendingurinn sem er meðlimur í Institute for Functional Medicine, sjálfseignarstofnun sem hefur það að markmiði að bæta læknismeðferð með fyrirbyggjandi aðgerðum, snemmgreiningu og alhliða úrræðum vegna lang- varandi sjúkdóma. Hvað er efst á baugi í þessum fræðum? „Það sem er í brennidepli núna er sívaxandi tíðni insúlínónæmis, eða heilkennis X eins og það er stundum nefnt, og efnaskiptaheilkennis, en það er þegar meðlim- irnir í hljómsveitinni þinni byrja að spila sitt hvort lagið. Markmiðið er að finna þá „fúnksjón“ í líkamanum sem fór úrskeiðis og ástæðuna fyrir því að hún fór úr- skeiðis. Í stað þess að láta fólk bara fá lyf, reynum við að grafast fyrir um orsökina líka. Á síðasta ári voru hjarta- og æðasjúkdómar mikið til umfjöllunar, núna eru það efnaskipti. Umræða um þau er mikil í hinum vestræna heimi, enda eru velferð- 25.4.2004 | 9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.