Morgunblaðið - 22.07.2004, Page 7
FRÉTTIR
ÍSLENSK kona sem slasaðist alvar-
lega í bílveltu í Langadal í fyrradag
liggur á gjörgæsludeild Landspít-
alans í Fossvogi. Fjórir voru í bíln-
um, þar af tvö börn og slasaðist
annað þeirra alvarlega en var ekki
sett í gjörgæslu. Að sögn læknis
heldur konan meðvitund og er líðan
hennar stöðug.
Á gjörgæslu eftir
bílveltu í Langadal
EMBÆTTI ríkislögreglustjóra hef-
ur sent öllum lögreglustjórum
ábendingar varðandi lausagöngu bú-
fjár og hvatt þá til að hlutast til um
úrbætur í umdæmum þar sem þeirra
er þörf.
Embætti yfirdýralæknis og land-
nýtingarráðunautur Bændasamtaka
Íslands hafa sent embætti ríkislög-
reglustjóra og fleirum tilkynningu
um atriði er lúta að lausagöngu bú-
fjár og hvernig sporna megi gegn því
að einkum sauðfé, hross og nautgrip-
ir komist inn á vegsvæðin eins og
dæmi eru um. Er tekið fram að þörf
sé á aðstoð lögreglu til að fylgjast
með og skrásetja hvar hætta er
vegna ferða eða nálægðar búfjár og
til að vara viðkomandi sveitarfélög
og í sumum tilfellum eigendur búfjár
og jarða við hættunni sem lausa-
göngu fylgir.
Stórfelld slysahætta
Í fréttatilkynningu frá lögreglunni
segir að nú fari í hönd mikil umferð-
arhelgi eins og flestar helgar sum-
arsins. Full ástæða sé til að hvetja
ökumenn að sýna varúð þegar ekið
er um vegi landsins og hafa í huga þá
stórfelldu slysahættu sem stafað
getur af lausagöngu búfjár.
Hvetja til varúðar vegna
lausagöngu búfjár
VIÐBÚNAÐUR var á Reykjavíkur-
flugvelli í gær þegar Fokker-
flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-
SYN kom inn til lendingar, en ljós
fyrir nefhjól vélarinnar kviknuðu
ekki er vélin ætlaði að lenda.
Flugmaðurinn flaug nokkra hringi
yfir borginni á meðan hann ráð-
færði sig við flugvirkja á jörðu
niðri. Vélin lenti svo heilu og
höldnu um klukkan 14:45.
Viðbúnaður vegna
Gæsluflugvélar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 7
ENGIN meiðsl urðu á fólki þegar
mannlaus strætisvagn brá undir sig
betra dekkinu og rann út af götu
við skiptistöðina á Kópavogshálsi.
Að sögn lögreglu gleymdi ökumað-
ur að setja vagninn í handbremsu
og þegar hann steig út rann vagn-
inn af stað og hafnaði utan vegar á
Borgarholtsbraut.
Óhappið vakti athygli nær-
staddra og fylgdust forvitnir fót-
gangendur með framgangi mála.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Strætó keyrði út af í Kópavogi.
Mannlaus strætis-
vagn rann út af götu
VINNUSLYS varð við Áfangafell á
Kjalvegi síðdegis í gær, þegar mað-
ur féll af vörubílspalli og slasaðist
alvarlega. Var fallið mjög hátt og
úlnliðsbrotnaði maðurinn og
kenndi mikilla eymsla í baki og
herðablöðum auk þess sem hann
átti erfitt um andardrátt. Þá hlaut
hann nokkra höfuðáverka. Var
maðurinn fluttur á Sjúkrahúsið á
Akureyri til aðhlynningar.
Slasaðist í vinnu-
slysi á Kjalvegi
SEX umferðaróhöpp urðu í Kópa-
vogi á tímabilinu frá klukkan 12 til
19 í gær sem er óvenju mikið, að
sögn lögreglu. Slys urðu ekki á
fólki en talsvert tjón á bifreiðum.
Mörg umferðar-
óhöpp í Kópavogi