Morgunblaðið - 22.07.2004, Síða 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Á síðustu 2–3 árumhefur kjötmarkað-urinn á Íslandi
gengið í gegnum mikla erf-
iðleika. Verð á kjöti lækk-
aði mikið í kjölfar offram-
boðs og afleiðingarnar
urðu gjaldþrot stórra
framleiðenda. Markaður-
inn er nú að ná auknu jafn-
vægi, en segja má að menn
séu ekki búnir að jafna sig
á afleiðingum þeirrar nið-
ursveiflu sem varð á árun-
um 2002–2003, sem sumir
hafa lýst sem „mjög dýru
námskeiði“.
Það ójafnvægi sem varð
á kjötmarkaðinum skapað-
ist fyrst og fremst af stór-
auknu framboði á kjúklingum og
svínakjöti. Auk þess hefur verið
mikið framboð á lambakjöti, en út-
flutningur á því var aukinn til
muna í fyrra og verður áfram mik-
ill í ár.
Um síðustu áramót urðu stórir
aðilar á kjötmarkaðinum gjald-
þrota og má þar nefna Móakjúk-
ling, Íslandsfugl á Dalvík,
Svínabúið í Brautarholti og Fersk-
ar afurðir á Hvammstanga. Fleiri
gengu í gegnum fjárhagslega end-
urskipulagningu eins og t.d. kjúk-
lingaframleiðandinn Reykjagarð-
ur. Segja má að þessi umskipti hafi
ásamt fleiru orðið til þess að meira
jafnvægi komst á markaðinn.
Dregið hefur verulega úr fram-
leiðslu á svínakjöti. Framleiðslan á
síðustu 12 mánuðum er 6% minni
en 12 mánuðina þar á undan. Ef
horft er á framleiðslu síðustu mán-
aða er samdrátturinn enn meiri.
Þetta hefur leitt til verulegrar
verðhækkunar á svínakjöti. Verðið
var í algjöru lágmarki í desember í
fyrra, en samkvæmt mælingum
Hagstofu Íslands hefur verðið
hækkað frá áramótum um 53%.
Það kann að hljóma sem gríðarleg
hækkun, en hafa verður í huga að
verðið á svínakjöti núna er svipað
og það var um mitt ár 2002. Frá
því í ágúst 2002 fram til ársloka
2003 lækkaði svínakjötsverð um
rúmlega 50%.
35% lækkun á kjúklingum
á tveimur árum
Ennþá er hins vegar ójafnvægi
á markaði fyrir kjúklinga. Undan-
farna mánuði hefur framleiðslan
verið heldur meiri en salan. Verð á
kjúklingum hefur því haldist lágt
allt þetta ár. Verð á kjúklingum er
núna um 35% lægra en það var
fyrir tveimur árum, samkvæmt
tölum Hagstofunnar. Ekkert
bendir til að kjúklingaverð sé að
hækka. Verðið hefur t.d. lækkað
um 10,7% frá áramótum.
Framleiðsla á kjúklingum hefur
þó heldur dregist saman. Fram-
leiðslan á síðustu 12 mánuðum er
t.d. 4,1% minni en hún var 12 mán-
uðina þar á undan. Þessi samdrátt-
ur virðist hins vegar ekki vera
nægur því að markaður virðist
ekki vera fyrir allt þetta kjöt.
Það bætir svo ekki stöðu kjúk-
lingaframleiðenda að verð á inn-
fluttu fóðri hefur verið að hækka.
Afkoma í greininni er því ennþá
slök þó að fyrirtækin séu búin að
afskrifa mikið af gömlum skuldum
í tengslum við gjaldþrot og fjár-
hagslega endurskipulagningu.
Góð sala á lambakjöti
Sala á lambakjöti hefur gengið
vel að undanförnu. Salan síðustu
þrjá mánuðina er 11% meiri en
sömu mánuði í fyrra. Markaðs-
staða lambakjötsins styrkist eðli-
lega eitthvað þegar svínakjöt er
ekki lengur boðið til sölu á hálf-
virði eins og var í fyrrasumar.
Það er hins vegar framleitt
miklu meira af lambakjöti en
markaður er fyrir innanlands.
Ársframleiðslan nemur um 8.800
tonnum en salan er um 6.500 tonn.
Það sem ekki selst innanlands er
selt úr landi á ábyrgð bænda. Vel
gekk að selja lambakjötið úr landi,
en verðið hefur hins vegar ekki
verið hátt, eða á bilinu 150–200
krónur á kíló til bænda. Stærstur
hluti kjötsins fór á um 150 kr.
Verð á lambakjöti til bænda
lækkaði um 8% í fyrra vegna al-
mennrar lækkunar á kjötverði.
Óljóst er hvort verð til bænda
hækkar aftur í haust til samræmis
við það sem var haustið 2002.
Steinþór Skúlason, forstjóri Slát-
urfélags Suðurlands, telur raunar
ólíklegt að sláturleyfishafar hækki
verðið svo mikið í einu skrefi.
Þetta sé til skoðunar þessa dag-
ana. Hann telur þó að verð fyrir
útflutt lambakjöt hækki um 10–15
kr/kg.
Sala á nautakjöti er jafnan
nokkuð stöðug þó að mikið gangi á
á öðrum kjötmörkuðum. Að und-
anförnu hefur heldur vantað kjöt
inn á markaðinn. Framleiðslan
hefur líka verið að aukast, en hún
jókst um tæplega 8% í síðasta
mánuði.
Ef horft er á kjötmarkaðinn í
heild þá hefur sala á síðustu 12
mánuðum minnkað um 0,4%, en
framleiðslan hefur dregist saman
um 2,4%. Þar munar mest um
minni framleiðslu á svínakjöti og
kjúklingum. Verð á kjöti hefur
hækkað um 6,5% frá áramótum,
en neysluverðsvísitala hefur
hækkað um 2% á sama tíma. Ef
horft er 18 mánuði aftur í tímann
hefur kjötverð hins vegar hækkað
um 2,5% á meðan vísitalan hefur
hækkað um 4,5%.
Fréttaskýring | Kjötmarkaðurinn er að
færast til aukins jafnvægis
Kjúklingar
lækka og lækka
Verð á kjúklingum hefur lækkað um
10% frá áramótum og svínakjöt hækkar
Enn er talsverð offramleiðsla á kjúklingum.
Svínakjöt kostar í dag
svipað og í ágúst 2002
Verð á svínakjöti hefur hækk-
að um meira en 50% frá áramót-
um, en þá var það í sögulegu lág-
marki. Verðið er núna svipað og
það var um mitt ár 2002. Verð á
kjúklingum hefur hins vegar
haldið áfram að lækka. Lækk-
unin frá áramótum er rúmlega
10%. Ástæðan er fyrst og fremst
of mikil framleiðsla. Verð á inn-
fluttu fóðri hefur hækkað sem
hefur haft áhrif á afkomu í
greininni.
egol@mbl.is
„HILLURNAR breyta um útlit á hálftíma fresti,“ seg-
ir Guðrún L. Guðmundsdóttir sem heldur risaútsölu
þessa dagana við Langholtsveg og hefur í nógu að
snúast. Allt á að seljast á 100 krónur og er vöruúr-
valið afar fjölbreytt. Hún segist vera með einn og
hálfan gám af ýmiss konar varningi, t.a.m. páska-
skraut, leikföng og verkfæri. „Fólk tekur þessu bara
rosa vel og nágrannarnir eru alveg alsælir,“ segir
Guðrún um framtakið en útsalan stendur fram á
sunnudag.
Morgunblaðið/RAX
Allt á hundrað kall