Morgunblaðið - 22.07.2004, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.07.2004, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 9 VEGAGERÐIN leggur til að nýr Gjábakkavegur, milli þjóðgarðsins á Þingvöllum og Laugarvatns í Blá- skógabyggð, verði lagður eftir leið 3 og leið 7 sem komið höfðu fram í skipulagsferli vegarins. Á austur- hluta framkvæmdasvæðis liggur leið 3 á þurrasta hluta hverfisverndaðrar Blöndumýrar, og kemur því ekki til með að skerða votlendisgróður hennar. Vestan megin liggur leið 7, og mun ekki liggja um gróðurfélög eða gróðurfarslega sérstæð svæði. Það er mat Vegagerðarinnar að þeir framkvæmdakostir sem hafa verið kynntir til athugunar í mati á um- hverfisáhrifum komi ekki til með að hafa umtalsverð umhverfisáhrif. Þessar niðurstöður birtast í mats- skýrslu Vegagerðarinnar um mat á umhverfisáhrifum. Samstaða náðist um vegarstæði Ólíkar skoðanir tókust á um nýtt vegarstæði, og vildu sveitarfélögin Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur fara svonefnda leið 12, en sú leið sker í sundur land Gjábakka, sem er innan þjóðgarðs. Þingvallanefnd var á öndverðum meiði, og lagði til að leið 7 yrði farin. Vegagerðin hafði samráð um hent- ugasta vegstæðið við Þingvalla- nefnd, Bláskógabyggð og samráðs- nefnd um skráningu Þingvalla á heimsminjaskrá UNESCO, og nið- urstaða þess samráðs var, að þessir aðilar féllust allir á leið 7, en sam- staða náðist ekki um aðrar leiðir. Gert er ráð fyrir að umferð um nýjan Gjábakkaveg verði 300 til 500 bílar á sólarhring árið 2010, en var 170 bílar á sólarhring um gamla veg- inn árið 2000. Hann hefur einungis verið opinn yfir sumartímann, enda nær ekkert uppbyggður. Frístunda- byggð í nágrenni Laugarvatns og Þingvalla hefur stækkað mikið á undanförnum árum og verður leiðin um Gjábakkaveg milli Reykjavíkur og Laugarvatns um 20 km styttri en leiðin um Selfoss. Gjábakkavegur er hluti hins svo- nefnda Gullna hrings, og hafa rútur einatt farið gamla veginn yfir sum- artímann, oft við erfiðar aðstæður. Með opnun heilsársvegar opnast leið til að halda úti hringferðum um Þingvelli, Geysi og Gullfoss árið um kring. Leitast verður við að halda veginum í því ástandi að snjór og/eða ís hafi sem minnst áhrif á flæði eða öryggi umferðarinnar. Haust og vor, á meðan snjólétt er verður veginum haldið greiðfærum alla virka daga. Yfir veturinn verður vegurinn mok- aður 3–5 daga í viku ef þörf krefur.                                            !   !"#!   !       $ %  &'  ( )%      Nýr vegur liggi utan þjóðgarðs Vegagerðin um nýjan Gjábakkaveg AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Allt á hálfvirði á stórútsölunni Gott úrval af sumar- og heilsársfatnaði Kringlunni - sími 581 2300 STÓRÚTSALA Enn meiri verðlækkun 50-70% afsláttur iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Seltjarnanesi s. 561 1680 20% aukaafsláttur af útsöluvörum Útsala Útsala Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Útsala í kjallara enn meiri afsláttur Hágæða undirföt Opnum kl. 9.00 virka daga Mikið úrval af þýskum sumarúlpum Gott verð Laugavegi 34, sími 551 4301 TILBOÐSDAGAR SKÓR - BUXUR - SKYRTUR - PEYSUR - JAKKAR O.M.FL. VERSLUNIN PAUL & SHARK Bankastræti 9, sími 511 1135 Útsalan í fullum gangi! Mikið af fallegum sumarfatnaði á frábæru verði. Komið og gerið góð kaup! Verið velkomnar! Mjódd, sími 557 5900 Útsala Viðbótar- afsláttur Grímsbæ við Bústaðaveg, Ármúla 15 s. 588 8050 Útsalan hefst í dag 20-50% afsláttur Ný og glæsileg verslun í Ármúla 15 Nýjar kvartbuxur á útsölu Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.