Morgunblaðið - 22.07.2004, Side 11

Morgunblaðið - 22.07.2004, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 11 FEMÍNISTAFÉLAG Íslands fagn- ar þeirri ákvörðun Knattspyrnusam- bands Íslands að jafna verðlaunafé milli kynja í meistaradeildum kvenna og karla og hrósar Landsbanka Ís- lands fyrir sitt framlag. „Í samfélagi sem vill senda þau skilaboð til ungra iðkenda knatt- spyrnu að tækifærin í lífinu séu jöfn óháð kyni skiptir máli að standa við þau loforð þegar unga fólkið vex úr grasi. Jöfnun á verðlaunafé gegnir þar stóru hlutverki og sýnir að árang- ur þeirra kvenna sem ná verðlauna- sæti er metinn til jafns við árangur þeirra karla sem eru fremstir í sínum flokki,“ segir í ályktun frá félaginu. Femínstafélagið segir að með þessu sé stórum áfanga náð í jafnrétt- isbaráttu í knattspyrnu. Fagna jöfnun verðlaunafjár í fótbolta UNNT verður að halda áfram sér- stöku átaki til leitar að jarðhita til húshitunar á svokölluðum köldum svæðum með breytingu á lögum um niðurgreiðslu húshitunar sem nýverið voru samþykkt. Samkvæmt 5. gr. lag- anna verður iðnaðarráðherra heimilt að ákveða að sérstakt jarðhitaleitar- átak á köldum svæðum fái allt að 5% af árlegri fjárveitingu til niður- greiðslu á húshitunarkostnaði og til nýrra hitaveitna. Köld svæði kallast þau svæði þar ekki eru hitaveitur og segir Benedikt Guðmundsson tækni- fræðingur hjá Orkustofnun að verið sé að leita að heitu vatni á stöðum eins og Austfjörðum, við Kolgrafarfjörð á Vesturlandi og við Hornafjörð. Leitað að heitu vatni fyrir austan ♦♦♦ ♦♦♦ BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, er sammála Bertel Haarders, innflytjendaráð- herra Dana, um að álit mannrétt- indafulltrúa Evrópuráðsins sé póli- tísk ráðgjöf en ekki lögfræðileg niðurstaða. Eins og áður hefur verið greint frá gagnrýndi mann- réttindafulltrúi Evrópu dönsku út- lendingalögin og þá sérstaklega þá reglu að fólk undir 24 ára aldri geti ekki fengið dvalarleyfi í Dan- mörku á grund- velli fjölskyldu- tengsla en sambærilegar reglur tóku ný- lega gildi hér á landi. Í Morgun- blaðinu í gær kom fram það álit lögfræðings Al- þjóðahúss og prests innflytjenda að nauðungarhjónabönd hafi ekki ver- ið stórt vandamál hér á landi. Björn bendir á að á undanförnum árum hafi Útlendingastofnun sent mál 24 einstaklinga til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um nauð- ungarhjónaband eða hjúskap í þeim tilgangi einum að afla dval- arleyfis. „Stofnunin hefur haft mál 50–60 einstaklinga til umfjöllunar á seinustu þremur árum vegna grun- semda um slík hjónabönd en vegna ágalla á lögum hefur ekki þótt fært að aðhafast frekar í þeim málum. Ég veit ekki hvað lögfræðingur Al- þjóðahúss eða prestur innflytjenda telja að þessi tilvik þurfi að vera mörg til að réttlæta hinar hertu reglur sem Alþingi samþykkti í vor,“ segir Björn og bætir við að í skýrslunni um mannréttindamál í Danmörku sé ekki sagt að 24-ára reglan brjóti í bága við mannrétt- indasáttmála Evrópu. Björn Bjarnason um gagnrýni á dönsku útlendingalögin Felur í sér pólitíska ráðgjöf Björn Bjarnason ÁLYKTUN þar sem hvatt er til þess að þróaðar verði mannúðlegri aðferðir við hvalveiðar en nú er beitt var samþykkt á ársfundi Al- þjóðahvalveiðiráðsins í gær. Var til- lagan lögð fram af Nýsjálendingum. Umhverfisverndarsinnar fögnuðu þessari niðurstöðu en fulltrúar hval- veiðiþjóða segja að þeir sprengju- skutlar, sem nú eru notaðir, séu mannúðlegir og hraðvirkir. Ályktunin var samþykkt með 29 atkvæðum gegn 22. „Þetta er mikill sigur fyrir velferð hvalanna,“ sagði Peter Davies, forsvarsmaður sam- taka sem kalla sig Hvalavaktina. „Of margir hvalir hafa þjáðst og munu halda áfram að bíða þjáning- arfullan dauðdaga af völdum skutla hvalveiðimannanna.“ Rune Frovik, framkvæmdastjóri Norðurskauts- samtakanna, sagði að hvalveiðar væru stundaðar á mannúðlegan hátt og veiðiaðferðir væru mjög áhrifaríkar. Þeir hvalir sem ekki dræpust samstundis misstu meðvit- und og fyndu ekki til sársauka. Seg- ir Frovik að eini tilgangur álykt- unarinnar sé að reyna að láta líta svo út að hvalveiðar séu grimmd- arlegar. Tvær tillögur, sem vörðuðu stofn- un hvalverndarsvæða, voru felldar á fundinum í dag. Fyrst var afgreidd tillaga frá Nýsjálendingum um að skilgreina hvalverndarsvæði á Suð- ur-Kyrrahafi. 26 greiddu atkvæði með tillögunni og 21 var á móti en 3⁄4 hluta atkvæða þurfti til að til- lagan teldist samþykkt. Þá var felld tillaga frá Japönum um að afnema hvalverndarsvæði í Suðurhöfum með 19 atkvæðum gegn 30. Þróa mann- úðlegri aðferðir Fundur Alþjóðahval- veiðiráðsins í Sorrento

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.