Morgunblaðið - 22.07.2004, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.07.2004, Qupperneq 12
ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Tony Blair í tíu ár TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði í gær þeim áfanga að hafa setið tíu ár sem leiðtogi Verka- mannaflokksins. Bresku blöðin fjölluðu um feril Blairs af þessu tilefni og sögðu aðdáunarvert hversu lengi hon- um hefði tekist að endast sem leiðtogi Verkamannaflokksins í ljósi ýmissa erfiðra mála sem á hon- um hefðu dunið, ekki síst und- anfarin misseri. Þar ber innrásina í Írak hæst nú um stundir en stuðn- ingur Blairs við aðgerðir Banda- ríkjamanna þar mæltist illa fyrir í Bretlandi. Blair varði þó enn ákvörðun sína í gær, þegar hann kom fyrir þingið, og sagðist sann- færður um að hún hefði verið rétt. Ráðist á Camp Eden ELDFLAUGUM var varpað á búðir danska hersins, Camp Eden, í Suð- ur-Írak í gær, annan daginn í röð. Er talið að þar hafi íraskir upp- reisnarmenn verið á ferð. Engin meiðsl urðu á mönnum. Camp Eden er nálægt bænum Al Qurnah, um 400 km suðaustur af hafnarborg- inni Basra. Tveir íslenskir sprengjuleitarfræðingar dvöldust þar um tíma í vetur við störf á veg- um Íslensku friðargæslunnar. Í Bagdad sprakk bílsprengja um miðjan dag í gær, með þeim afleið- ingum að þrír féllu. Þá biðu sjö Írakar og einn bandarískur her- maður bana í skærum í borginni Samarra í gærmorgun. Fundu höfuð Bandaríkjamanns YFIRVÖLD í Sádi-Arabíu tilkynntu í gær að höfuð Bandaríkjamannsins Pauls Johnsons, sem rænt var 12. júní sl. í höfuðborginni Riyadh, hefði fundist í frysti í ísskáp í húsi sem lögreglan gerði áhlaup á í fyrrinótt. Vitað var að Johnson hafði verið myrtur því myndband af morðinu á honum var birt á Netinu sex dögum eftir að honum var rænt. Lögreglan í Sádi-Arabíu drap tvo meinta hryðjuverkamenn í áhlaupi í Riyadh í fyrrinótt en ekki er ljóst hvort um sama áhlaupið var að ræða. Mun annar mannanna sem féllu hafa verið háttsettur liðs- maður öfgasamtaka og höfðu yf- irvöld lengi haft áhuga á að hand- sama hann. Mladic aftekur með öllu að gefa sig fram RATKO Mladic, sem var yfirmaður hers Bosníu-Serba í Bosníustríðinu 1992–1995, mun aldrei gefa sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag af fúsum og frjálsum vilja. Þetta sagði ónafngreindur embættismaður í Belgrad í gær en hann staðfesti jafnframt að yf- irvöld í Serbíu hefðu átt í óbein- um samskiptum við Mladic um málið, þ.e. með því að koma skilaboðum til hans í gegnum vini hans og ættingja. Munu stjórnvöld í Belgrad hafa boðið Mladic, sem talinn er felast í Serbíu, fjárhagsaðstoð ef hann gæfi sig fram við dómstólinn. Mladic er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi, þ.á m. þjóðarmorð, í Bosníu-stríðinu. Fækkað í breska hernum STÖÐUGILDUM innan breska hersins verður fækkað um 19.000 á næstu fjórum árum en aðgerðirnar eru liður í uppstokkun hjá hernum, að því er Geoff Hoon, varnar- málaráðherra Bretlands, greindi frá. Með aðgerðunum er ætlunin að spara fjármagn og nútímavæða herinn. Ratko Mladic Tony Blair ÍSRAELSKUR verkamaður í grennd við Betlehem á Vesturbakkanum, en þar er hluti múrsins umdeilda sem verið er að reisa. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í fyrrakvöld yfirlýsingu þar sem múrinn var fordæmdur og sagður ólöglegur. 150 ríki studdu tillög- una, sex voru á móti og tíu sátu hjá. Ísr- aelar ætla þrátt fyrir þetta að halda áfram að reisa múrinn sem þeir segja nauðsynlegan til að stöðva palestínska hermdarverkamenn. Bandaríkjastjórn hefur líka gagnrýnt samþykkt SÞ. Þing Palestínu samþykkti í gær með þorra atkvæða skýrslu þar sem núver- andi heimastjórn er harkalega gagn- rýnd fyrir að hafa ekki komið á lögum og reglu og aukið öryggi almennings. Reuters Múrinn fordæmdur ÞEGAR Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, ákvað að kalla filippseysku hermennina heim frá Írak til að bjarga lífi filippseysks gísls, jók hún vinsældir sínar heima fyrir. Nú á hún hins vegar eftir að sjá hvort og hvernig stjórnmálatengsl við Bandaríkja- menn bíða skaða af en stjórnvöld í Bandaríkjun- um, Ástralíu og fleiri löndum sem studdu innrás- ina í Írak, gagnrýndu hana harkalega fyrir að ganga að kröfum mannræningjanna. Segja þau að með þessu hafi hún hvatt uppreisnarmenn til frek- ari árása. Hún segist hins vegar ekki sjá eftir neinu. Filippseyingar hafa átt mikið og gott samband við Bandaríkjamenn allt frá upphafi kalda stríðs- ins á fimmta áratugnum. Bandaríski herinn hefur verið með herstöðvar þar og í fyrra sögðu stjórn- völd að Filippseyingar væru helsta bandalagsþjóð sín sem stæði utan Atlantshafsbandalagsins, NATO, og hún hefði forgang þegar kæmi að hern- aðaraðstoð. Filippseyingar hafa verið einn styrkasti banda- maður Bandaríkjamanna í baráttunni gegn hryðjuverkum og Arroyo hefur beitt sér mjög í baráttunni gegn hryðjuverkahópum í landinu. Undanfarið hafa Bandaríkjamenn veitt mikið fé, útvegað búnað og þjálfað filippseyska hermenn til að berjast gegn íslömskum uppreisnarmönnum í landinu, þá sérstaklega þeim sem halda til á eyj- unni Mindanao. Þar er talið að samtökin Jemaah Islamiyah, sem sögð eru tengjast al-Qaeda, reki þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn og hafa Bandaríkjamenn ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessa. Embættismenn í Washington segja að Banda- ríkjastjórn sé nú að endurskoða stjórnmálasam- bandið við Filippseyjar í ljósi gíslamálsins. Hún gæti tekið þá ákvörðun að minnka fjár- hagslegan stuðning við þjóðina en stjórnmála- skýrendur telja þó að hún geti ekki hætt öllum stuðningi við hana og baráttu hennar gegn hryðju- verkum. Fyrstu áhrifin á sviði viðskipta „Þetta mun hafa áhrif á sambandið á milli land- anna tveggja. Filippseyjar verða ekki í jafnmikilli forgangsstöðu hvað fjárhagslega aðstoð varðar og áður,“ segir Benvenuto Icamina sem starfar hjá ráðgjafafyrirtæki sem vinnur m.a. fyrir erlend sendiráð í Manila. Hann bendir á að fyrstu áhrifin verði líklega á sviði viðskipta, t.d. hvað varði aðgang á markaði en Bandaríkin eru helsta viðskiptaþjóð Filippsey- inga. Hins vegar er ekki talið að bandarísk stór- fyrirtæki sem starfa á Filippseyjum láti málið hafa áhrif á sig. Icamina segir að George W. Bush Bandaríkjaforseti gerði stór mistök ef hann hætti öllum stuðningi við Filippseyinga. „Við yrðum veikasti hlekkurinn í baráttunni gegn hryðjuverk- um og Bandaríkjamenn geta ekki látið það henda. Þá er hætta á að Mindanao-eyja yrði griðastaður fyrir hryðjuverkamenn.“ Teodoro Benigno, þekktur dálkahöfundur sem skrifar um stjórnmál í filippseyskt dagblað, segir að Filippseyjar verði áfram hernaðarlega mikil- vægur staður fyrir Bandaríkjamenn í Suðaustur- Asíu. „Hversu svekktir sem þeir eru, munu Bandaríkjamenn enn þurfa á Filippseyjum að halda, í landfræðilegu og stjórnmálalegu tilliti. Malasía og Indónesía, sem eru múslímalönd, koma ekki í staðinn fyrir landsvæðið okkar sem banda- ríski herinn notar ...“ Helstu heimildir: AP, AFP og BBC. Fréttaskýring| Filippseyjar hafa átt góð samskipti við Bandaríkin síðan í upphafi kalda stríðsins. Þau gætu nú kólnað eftir að stjórnin í Manila hefur dregið her sinn frá Írak. Hernaðarmikilvægi óskert Reuters Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, tilkynnir að vörubílstjóranum Angelo de la Cruz hafi verið sleppt úr haldi mannræningja. ANGELO de la Cruz, filippseyski vörubílstjórinn sem var gísl mannræningja í 17 daga, hélt að sín síðasta stund væri komin þegar ræningjarnir brýndu sverð fyrir framan hann og skoðuðu svo háls hans til að finna hvar væri best að skera. Martröðin hófst fjórða júlí þegar íraskir upp- reisnarmenn gerðu árás á vörubílalest sem ný- lega hafði farið yfir landamærin til Íraks frá Sádi-Arabíu, en de la Cruz ferðaðist með elds- neytisbíl í bílalestinni. Árásarmennirnir slógu hann utanundir þegar hann reyndi að streitast á móti og skutu íraskan lífvörð hans. Tíu öðrum bílstjórum var hins vegar bjargað. Allan tímann sem de la Cruz var í haldi gættu hans sex ungir menn sem báru AK-47-vélbyssur og hand- sprengjur. Hann var fluttur á milli staða að minnsta kosti fjórum sinnum en þá var hann bundinn og honum troðið ofan í bílskott. Hann sá enga aðra gísla en var eitt sinn látinn dvelja í herbergi þar sem uppþorn- aðir blóðblettir voru á gólfinu. Hann íhugaði einu sinni að reyna að komast undan en hætti við er honum var ljóst að hann myndi vera villtur. „Hann átti margar svefnlausar nætur,“ sagði ónafngreindur filippseyskur embættismaður. „Hann hafði alltaf áhyggjur af yfirvofandi af- töku sinni og velti fyrir sér hvort hún yrði fram- kvæmd með sverði eða byssu. Hann vonaði að það yrði hið síðarnefnda því hann bjóst við að það yrði sársaukaminna.“ Á einum tímapunkti faðmaði einn mannræn- ingjanna de la Cruz að sér og sagði: „Ég elska þig, ég elska þig, en ég verð að gera þetta.“ Síð- an brýndu þeir sverð fyrir framan hann og skoð- uðu hálsinn, virtust vera að leita að heppilegum stað til að skera. Þegar ræningjarnir sáu að fil- ippseyskum stjórnvöldum væri alvara með að flýta heimför hersins frá Írak fögnuðu þeir og sögðu við de la Cruz: „Allah vill að þú lifir,“ og föðmuðu hann svo að sér. Þegar herliðið var far- ið frá Írak á mánudag sögðu þeir de la Cruz að hann yrði látinn laus daginn eftir. Þeir gáfu hon- um aura fyrir rútugjaldi og sögðu að þeir myndu skilja hann eftir í Bagdad. „Allah vill að þú lifir“ Angelo de la Cruz BANDARÍSKUR maður sem sakaður er um að hafa haldið úti upp á sitt eindæmi „stríði gegn hryðjuverkum“ í Afganistan hélt því fram fyrir rétti í Kabúl í gær að hann hefði verið að sinna leynilegum verkefnum á vegum Bandaríkjahers. Maðurinn heitir Jonat- han Idema og er sakað- ur um að hafa tekið fasta átta afganska borgara og síðan mis- þyrmt þeim við yfir- heyrslur, án þess að hafa haft til þess heimild frá bandarískum yfirvöldum. Hann neitar þess- um ásökunum og segir að hann og samverkamenn hans, Brent Bennett og Edward Caraballo, hafi á vegum varnarmálaráðu- neytisins, Pentagon, verið að leita uppi hryðjuverkamenn í Afganistan. Pentagon hafi hins vegar snúið við þeim baki. „Bandarísk yfirvöld lögðu blessun sína yfir aðgerðir okk- ar, þau studdu okkur að fullu og öllu leyti,“ sagði Idema fyrir réttinum. Segist hann hafa und- ir höndum afrit af tölvupósti, faxi og öðrum gögnum sem sanni tengslin við skrifstofu Donalds Rumsfelds varnar- málaráðherra. Öllu þessu neita talsmenn Bandaríkjahers. Bandarískir fjölmiðlar segja að Idema sé „hausaveiðari“ sem eitt sinn hafi setið í fangelsi fyr- ir svikamál. Hann á að hafa bar- ist með Norðurbandalaginu afganska gegn talibönum á sín- um tíma og leiddar eru að því líkur að hann kunni að hafa ver- ið að reyna að handsama hátt- setta al-Qaeda-liða í því skyni að fara fram á að fá greidd verðlaun. Fjórir Afganar voru einnig í teymi Idemas og eiga mennirn- ir sjö yfir höfði sér sextán til tuttugu ára fangelsisdóm. Sakaður um að reka sitt eigið hryðjuverkastríð Jonathan Idema Kabúl. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.