Morgunblaðið - 22.07.2004, Síða 13

Morgunblaðið - 22.07.2004, Síða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 13 JOHN Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, hefur undanfarna þrjá mánuði safnað lið- lega 99 milljónum dollara, um sjö milljörðum króna, í kosningasjóði sína. Kerry hefur varið nær jafn- miklu fé í áróður og George W. Bush forseti eftir að prófkjörum demókrata lauk. Báðir hafa fram- bjóðendurnir nú safnað meira fé en dæmi eru um í sögu Bandaríkj- anna en kosið verður í nóvember. Flokksþing demókrata hefst í Boston á mánudag og verður Kerry þá formlega útnefndur for- setaefni. Repúblikanar munu hins vegar tilnefna Bush á þingi sínu um mánaðamótin ágúst-septem- ber. Gert er ráð fyrir að báðir fram- bjóðendur muni eftir flokksþingin nýta sér réttinn til að fá 75 millj- ónir dollara af opinberu fé til að heyja kosningabaráttu. Stuðning- urinn er háður því skilyrði að þeir noti þá ekki jafnframt eigið fé eða söfnunarfé. Hins vegar geta flokk- arnir varið hvor fyrir sig 16 millj- ónum dollara til baráttunnar í samráði við forsetaefnin og engar hömlur eru á því hvernig flokkar reka almennan áróður fyrir sjón- armiðum sínum. Auk þess sem valinn verður for- seti og varaforseti er kosið um fjölda þingsæta og ríkisstjóraemb- ætta í nóvember. Repúblikanar hafa komið á lagg- irnar sérstakri miðstöð, eins konar „orrustustjórnstöð“, í grennd við vettvang flokksþings demókrata í Boston. Verða þar samræmdar að- gerðir gegn öllum yfirlýsingum á þinginu sem repúblikanar telja nauðsynlegt að svara umsvifalaust, einnig verður komið upp vefsíðu sem á að halda uppi gagnárásum á keppinautana. Sandy Berger ekki lengur ráðgjafi Kerrys Sandy Berger sagði í gær af sér sem ráðgjafi Kerrys en Berger hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að taka leynileg skjöl úr banda- ríska þjóðskjalasafninu þegar hann var að búa sig undir að bera vitni fyrir nefnd sem rannsakar aðdraganda hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001. Berger gegndi árum saman emb- ætti þjóðaröryggisráðgjafa Bills Clintons, fyrrverandi Bandaríkja- forseta. Berger segist hafa í ógáti tekið skjölin áður en hann bar vitni fyrir nefndinni í mars sl. Kosningabaráttan í Bandaríkjunum Digrir sjóðir hjá John Kerry Washington. AP. Sandy Berger, fyrrverandi þjóð- aröryggisráðgjafi Clintons. 800 7000 - siminn.is með Símanum í sumar Ótrúlega gaman * Gildir eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. ** 500 kr. á mánuði í 6 mánuði innan kerfis Símans, inneign flyst ekki á milli mánaða. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .is / N M 12 68 3 500 kr. SMS inneign ef þú fyllir rafrænt á Frelsið Fylltu rafrænt á Frelsið fyrir 2.000 kr. eða meira og þú færð 500 kr. SMS inneign innan kerfis Símans. Tilboðið gildir til 31. ágúst. Með GSM símum* í sumar fylgir: 3.000 kr. SMS inneign** 3.000 kr. inneign í Retro Léttkaups- útborgun og 600 kr. á mánuði í 12 mánuði Verð aðeins 7.980 kr. Eingöngu fyrir kort frá Símanum. Sony Ericsson T230 780 Ótrúlegt verð Ármúla 16 - Sími 533 1600 PLANNJA yfir 35 ára reynsla á Íslandi. Plannja royal Plannja rapid - ál og stál. Úrslitin í ítalska boltanum beint í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.