Morgunblaðið - 22.07.2004, Síða 14
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Nú er hér mjög gott veður og hefur svo
verið undanfarið. Eru bændur á fullu í hey-
skap og sumir búnir með fyrri slátt. Mjög
lítið hefur verið um rigningu og þeir sem
slógu snöggt í von um að fá háarslátt eru
orðnir uggandi ef ekki fer að rigna.
Búið er að malbika veginn frá brúnni í
Ásum að Múlaafleggjara. Segja má að ekki
hafi verið asi í framkvæmdum því um 20 ár
munu vera frá því undirlagið var sett undir
malbikið.
Að frumkvæði Englendinga hefur verið
grafið í gömlu kirkjugarðana í Ásum og Bú-
landi í Skaftártungu. Grafnar hafa verið
upp grafir á hvorum stað til að rannsaka
bein þeirra sem lifðu af Skaftáreldana til að
sjá hvaða eitrun fylgdi eldgosinu. Englend-
ingar telja að óeðlilega mikið af fólki hafi
dáið í Skaftáreldum og gott sé að vera við
því búinn ef slíkt eldgos ætti eftir að koma
aftur á Íslandi.
Það vakti athygli þessara grafara að kistur
voru lítt fúnar en Skaftfellingar vönduðu
mjög efni í líkkistur í gamla daga þannig að
þær ættu að endast ótrúlega lengi. Einnig
kom þeim á óvart að föt sem líkin voru færð
í voru mjög ófúin og er talið líklegt að þau
hafi verið lituð með mosalit en talið var að
slík klæði fúnuðu varla.
Nú býr Filippus einn á Núpsstað, en Eyj-
ólfur bróðir hans var jarðaður fyrir rúmum
hálfum mánuði. Hann lést á Landspítala og
mun ekki hafa farið margar spítalaferðir
um ævina. Þegar Eyjólfur kom á spítalann
var hann spurður hvern ætti að hafa sam-
band við ef með þyrfti og nefndi hann Mar-
gréti systur sína sem býr í Reykjavík. Þeir
urðu stóreygir á spítalanum þegar þeir átt-
uðu sig á því að sú Margrét var að verða
hundrað ára, en hún mun hafa orðið hundr-
að ára 15. júlí sl.
Filippus sem nú býr á Núpsstað hefur einn-
ig enst vel, hann var orðinn níutíu og fimm
ára þegar hann þurfti að ná sér í nýjan
augastein, núna í byrjun vors. Hann fór á
eigin bíl að Selfossi og tók rútu þaðan til
Reykjavíkur. Lét skipta um augasteininn
og fór á sama hátt heim um kvöldið svo það
fór ekki nema einn dagur í þetta.
Þetta bendir á það sem við höfum stund-
um verið að segja hér eystra að í Skaft-
áreldum hafi orðið náttúruval og dáið hafi
út það veikbyggða hér. Enda finnst okkur
að margir Skaftfellingar hafi farið nokkuð
vel út úr glímunni við Elli kerlingu.
Úr
sveitinni
HNAUSAR, MEÐALLANDI
EFTIR VILHJÁLM EYJÓLFSSON
FRÉTTARITARA
Sigursteinn Her-sveinsson varð inn-blásinn af bögu-
bloggi Jóns Ingvars
Jónssonar og bragarhætt-
inum gagaravillu. Hann
tók eftir mynd af drengj-
um í Morgunblaðinu, þar
sem einn skallaði í mark.
Skallað beint í markið mitt;
magnað skot á allan hátt
aldrei fyrr það hafði hitt;
hann er kominn nú í sátt.
Síra Helgi Sigurðsson
tekur dæmi um vísu í
bragfræði sinni, sem er
gagaraljóð.
Doskaðu lúskra litlum fausk
lyskraðu horskur moskan þorsk,
roskaðu fúsk allt, fitl um spaugsk,
fiskaðu sposkur þroskað gosk.
Og skilji nú hver sem vill!
Og hann tekur dæmi af öðru
gagaraljóði:
Hlaut að stauta blauta braut,
bikkjan skrykkjótt nokkuð gekk
hún þaut og hnaut, eg hraut í laut,
hnykk með rykk í skrokkinn fékk.
Af gagaravillu
pebl@mbl.is
Akureyri | Félagssvæði
Íþróttafélagsins Þórs iðaði af
lífi í gærmorgun en þar komu
saman yngstu knattspyrnuiðk-
endurnir hjá Þór og KA, bæði
stúlkur og drengir. Alls tæp-
lega 100 börn öttu kappi á
einum fjórum knattspyrnuvöll-
um og voru bæði mömmur og
pabbar, afar og ömmur á hlið-
arlínunni að hvetja sitt lið.
Þau allra yngstu eru ekki
há í loftinu en þarna voru
vafalítið á ferð framtíð-
arleikmenn beggja félaga. Oft
sáust glæsileg tilþrif og börn-
in skemmtu sér vel, enda úr-
slit leikjanna ekki aðalatriðið.
Eftir að hafa hlaupið um
knattspyrnuvellina var öllum
börnunum boðið til grillveislu
og runnu pylsurnar vel ofan í
mannskapinn.
Morgunblaðið/Kristján
Þórsvöllurinn iðaði af lífi
Tilþrif
Reykjavík | Borgarráð samþykkti á fundi
sínum á þriðjudag að heimila stjórn Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal að
auglýsa eftir aðilum til samstarfs um upp-
byggingu garðsins með það að markmiði
að efla möguleika barna, fjölskyldna og
ferðamanna til uppbyggilegrar afþreying-
ar og heilsueflingar í Laugardal.
Í þessu augnamiði heimilar borgarráð að
stjórn garðsins leiti samstarfsaðila til að
þróa garðinn og eftir atvikum næsta ná-
grenni hans. Meðal þeirra hugmynda sem
tilgreindar eru í fundargerð borgarráðs er
að heimila stjórn garðsins að auglýsa í for-
vali eftir umsóknum aðila sem áhuga hafi á
að þróa nýbyggingu í tengslum við núver-
andi rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðs-
ins.
Frekari upp-
bygging í
Laugardal
Morgunblaðið/Golli
Jón Hjaltason, söguritari Akureyrar-
bæjar, verður leiðsögumaður í gönguferð
um Innbæinn og Fjöruna á laugardag, 24.
júlí. Gengið verður frá Laxdalshúsi, Hafn-
arstræti 11, kl. 14 og tekur gangan um eina
og hálfa klukkustund.
Laxdalshús er elsta hús á Akureyri,
byggt 1795. Það er eina húsið sem eftir
stendur af gamla verslunarstaðnum niður
af Lækjargilinu, öðru nafni Búðargili. Í
Innbænum var þungamiðja Akureyrar allt
fram um aldamótin 1900. Þar þreifst versl-
un og greiðasala, handiðnaður og menning
sem enn má sjá merki um í mannvirkjum
og húsbyggingum.
Í Innbænum er timburhúsabyggð með
ýmsum dæmum um mismunandi bygging-
arstíla. Húsin og umhverfið geyma margar
sögur, sem Jón Hjaltason kann betur en
aðrir og miðlar í sögugöngunni. Gangan er
létt og hentar öllum.
Söguganga
um Innbæ
♦♦♦
„Bleika lamba-
grasið setur
hvarvetna sterk-
an svip sinn á
landið. Ekki síst
verða áhrifin og
andstæðurnar sterkar þegar ekið
er yfir eyðisanda þar sem fátt ann-
að grær. En lambagrasið er harð-
gert og fátt virðist bíta á því. Er-
lendir ferðamenn spyrja gjarnan
um hver þessi harðgera jurt sé og
dást að seiglu hennar,“ segir Sól-
veig Nikulásdóttir leiðsögumaður.
„Þúfurnar sem lambagrasið sprett-
ur á, jafnt uppi á fjöllum sem niðri
í byggðinni, eru þjóðlegar. Hvergi
annars staðar sér maður þúfur í
landslaginu nema hér.“
Sólveig segir lambagrasið „glað-
lega bleikt, en er samt líka svo
innilega hógvært,“ eins og hún
kemst að orði. „Á ferðum mínum
um landið með erlenda ferðamenn
hef ég oft verið spurð hvert sé
þjóðarblómið okkar, enda alvana-
legt erlendis að eiga eitt slíkt. Ég
hef því ásamt ferðalöngum haft
tækifæri til að máta ýmis blóm sem
þjóðarblóm og eftir miklar vanga-
veltur komist að því að lamba-
grasið eigi umfram önnur þennan
heiður skilinn. Þetta bjartsýna
blóm sem virðist oft lifa á þrjósk-
unni einni saman. Slíkt er tákn-
rænt fyrir Íslendinga í gegnum
tíðina.“
Bleikt og bjartsýnt lambagras
Lambagras setur svip á
landið. „Lifir oft á
þrjóskunni einni,“ segir
Sólveig Nikulásdóttir
Sólveig Nikulásdóttir
leiðsögumaður.
Lambagrasið mynd-ar hálfkúlulagaþúfur með stutt-
um, striklaga blöðum og
yfir blómgunartímann eru
þær stundum alsettar
leggstuttum, bleikum,
blómum sem eru fimm-
deild. Þúfurnar geta orðið
allt að 40 sm í þvermál og
um 10 sm háar. Hver þúfa
er með eina stólparót sem
getur orðið mjög löng og
var stundum notuð til
matar í harðindum.
Lambagras finnst víða á
lenskir stofnar lamba-
grass eru yfirleitt sérbýla,
þ.e. karl- og kvenblóm eru
hvort á sinni plöntu.
Blómgunartími er í maí-
júní.
Heimild: Hörður Kristinsson
1986. Plöntuhandbókin. Blóm-
plöntur og byrkningar. Íslensk
náttúra II. Örn og Örlygur,
Reykjavík. 306 bls.
norðurhveli og nær t.d.
allt til nyrsta hluta Græn-
lands og Norður-Ameríku.
Það finnst einnig í norð-
anverðri Evrópu og í Ölp-
unum en vantar hins veg-
ar alveg í Síberíu.
Lambagras er mjög al-
gengt um allt land, bæði á
hálendi og láglendi. Ís-
Lamba-
gras
(Silene acaulis)
af hjartagrasa-
ætt
Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson