Morgunblaðið - 22.07.2004, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.07.2004, Qupperneq 17
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 17 Útsölustaðir: Ársól Efstalandi 26 Grímsbæ, Gullbrá Nóatúni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi 23, Mist Spönginni, Sara Bankastræti 8, Sigurboginn Laugavegi 80, Andorra Strandgötu 32 Hafnarfirði, Bylgjan Hamraborg Kópavogi, Hygea Smáralind, Snyrtistofan Gk Kjarnanum, Mosfellsbæ Landið: Jara Hafnarstræti 104 Akureyri, Bjarg Stillholti 14 Akranesi, Hilma Garðarsbraut 14 Húsavík, Konur & Menn Hafnarstræti 9 Ísafirði, Myrra Austurvegi 4 Selfossi, Miðbær Miðstræti 14 Vestmannaeyjum. Fyrst komu Stellars Silver varalitirnir, síðan Gold, þá Stellars gloss og nú Stellars Jewel varagloss sem hvert um sig er eins og skartgripur með glitrandi eðalsteinum. Líttu við á næsta Helena Rubinstein útsölustað og skoðaðu nýju litina. Þú getur einnig fengið prufu með 3 Stellars gold eða Stellars Silver varalitum. STELLARS GLOSS JEWEL COLLECTION TINDRANDI SKART — FERSKUR RAKI 6 Jewel litir www.helenarubinstein.com Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 Innri Njarðvík | Það telst nú vart til tíðinda þegar fólk ákveður að byggja sér sólpall, slíkt er nánast daglegt brauð á Íslandi yfir sumartímann. Við Lágseylu 3 í Innri-Njarðvík hef- ur sólpallurinn hins vegar mjög sér- kennilega hatta og hann á sér vart sinn líka, þótt víða væri leitað. Húsráðendurnir, hjónin Halldór A. Brynjólfsson og Elísabet Ólafs- dóttir, leyfðu elsta syni sínum að hafa frjálsar hendur við lokafrágang pallsins og eru hæstánægð með út- komuna. „Þessi hugmynd kviknaði nú bara allt í einu hjá mér og ég byrj- aði á því að móta tvo fugla þar sem pallurinn er lægstur. Eftir það varð ekki aftur snúið og ég er að verða bú- inn með annað hornið,“ sagði Ólafur Árni Halldórsson, grafískur hönnður og listamaður, sem blaðamaður Morgunblaðsins greip við útskurð- inn. Það er ekki á hverjum degi sem maður verður vitni að störfum lista- manns undir berum himni og Ólafur Árni hefur svo sannarlega vakið at- hygli íbúa í Seyluhverfinu í Innri- Njarðvík. Hver staurinn á fætur öðr- um fær á sig nýja mynd meðan lista- maðurinn stendur uppi í stiga með slípirokk í hönd. Myndin ræðst af staurnum Að sögn Ólafs Árna ákveða staur- arnir oftast sjálfir hvernig hatt þeir vilja bera. „Ég skoða staurana gaumgæfilega áður en ég byrja, virði fyrir mér sprungur og hæðina á þeim og síðan kemur myndin smám saman í huganum.“ Ólafur Árni er nú hálfnaður við verkið, hefur lokið við 7 staura af 14 og það verður spennandi að sjá hvernig afraksturinn verður fullklár- aður. „Á því horni sem ég er búinn með er sjávarútvegsþema, enda er pabbi nýkominn í land eftir 60 ár á sjónum og til margra ára ráku þau, og síðar ég í samfloti, saltfiskverkun í Ytri Njarðvík, þannig að ég þekki þetta svo vel. Ætli ég hafi svo ekki höfrunga- og hafmeyjaþema hinum megin, þar sem heiti potturinn er. Það væri við hæfi.“ Halldór og Elísabet fylgjast með af miklum áhuga enda vita þau ekk- ert hvað kemur hverju sinni og að- spurð sögðust þau himinlifandi yfir þessu „uppátæki“ sonarins. „Hann ræður þessu alfarið,“ sagði Halldór í samtali við blaðamann. Sker út rekavið í bílskúrnum Þó Ólafur Árni hafi fengist við list- sköpun frá barnsaldri og sé há- menntaður í listageiranum segist hann aldrei hafa fengist við slíkar pallaskreytingar áður og segist þora að fullyrða að þessi pallur sé sá eini sinnar tegundar. „Ég er nú reyndar að vinna að allt öðru hér inni í bílskúr hjá mömmu og pabba, en nota við það sama verk- færi. Ég er að skera út muni í reka- við sem ég fann úti á Reykjanesi og stefni að því að sýna afraksturinn á Vest Norden kaupstefnunni í Laug- ardalshöllinni í september,“ sagði Ólafur sem lauk B.F.A. prófi með heiðri frá The American College (nú American InterContinental Univers- ity) í Atlanta í Georgíu með grafíska hönnun sem sérgrein árið 1996. Hann kennir nú hönnun og smíði í Holtaskóla í Reykjanesbæ ásamt því að vinna við listsköpun af ýmsu tagi. „Það er nú held ég fátt sem ég hef ekki prófað við listsköpun. Ég hef notað allar tegundir lita og máln- ingar og notað alls kyns efni, bæði til að vinna með og skreyta.“ Blaðamaður lýkur heimsókninni á því að fletta í gegnum möppu með verkum Ólafs Árna, sem hann tók saman fyrir yfirlitssýningu á Ljósa- nótt í Reykjanesbæ árið 2003. Þar má meðal annars sjá forláta lampa skreyttan með úrskornu kýr- og nautshorni. Lampa þennan gerði Ólafur Árni í handavinnu þegar hann var 12 ára og með verkinu braut hann blað í sögu Barnaskólans í Keflavík, ásamt skólasystur sinni Sveindísi Valdimarsdóttur, og fékk 10 í handavinnu. Það þarf því ekki að koma á óvart að hann skyldi feta þessa braut. Smíðar frumlegan sólpall með sérkennilega hatta Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Listasmíði: Ólafur Árni Halldórsson hefur fengist við ýmsa listsköpun um ævina en sólpallaskreytingar hefur hann ekki fengist við fyrr en nú. Það er spuring hvort í Reykjanesbæ fari að spretta upp sólpallar með sér- kennilega hatta í kjölfar vinnu þessa frumlega listamanns. Staurarnir ákveða sjálfir hvernig hatt þeir vilja og fá sumir þeirra sjávarútvegsþema en aðrir hafmeyjar SUÐURNES

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.