Morgunblaðið - 22.07.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 22.07.2004, Síða 18
DAGLEGT LÍF 18 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Réttur farþega til bóta, verðihann fyrir töfum eða ef fluger fellt niður, miðast við ákveðna upphæð geti hann fært sönn- ur á að hann hafi orðið fyrir fjárhags- tjóni. Samkvæmt núgildandi lögum og reglugerðum ber flugfélögum hvorki skylda til að veita farþegum mat, komi til tafa, né sjá um gistingu fyrir far- þega vegna lengri tafa. Hins vegar hafa flugfélög í Evrópu, þar á meðal Icelandair, undirgengist sérstaka skuldbindingu að eigin frumkvæði um að bæta þjónustu við farþega og koma til móts við nauðsynlegar þarfir þeirra. Rétt er að taka fram að þessi skuld- binding nær ekki til Iceland Express, enda er þar um ferðaskrifstofu í leigu- flugi að ræða, sem ekki er með flug- rekstrarleyfi. Mismunandi réttindi Að sögn Ástríðar Thorsteinsson, lögfræðings hjá Flugmálastjórn Ís- lands, veltur réttur farþega á því í hvernig flugi hann er. Hvort um er að ræða áætlunarflug, pakkaferð eða leiguflug. „Réttindin eru mismunandi en ver- ið er að samræma þau innan Evrópu- sambandsins og við munum líklega taka þær reglur upp á næsta ári,“ seg- ir hún. Réttindin taka til bóta vegna frávísunar vegna umframbókana, langra tafa og niðurfellingar flugs og munu taka til áætlunar og leiguflugs. Í Lögum um loftferðir eru meðal annars ákvæði um skaðabótaábyrgð vegna líf- og líkamstjóns og eins ef farangur týnist, skemmist eða eyði- leggst. Ákveðnar takmarkanir á fjár- hæð bóta voru settar inn í lögin sem tóku gildi 4. júlí sl. en áður var bóta- ábyrgð ótakmörkuð vegna tafa ef far- þegi gat sýnt fram á fjárhagslegt tjón vegna tafanna. Verður að sýna fram á fjárhagstjón Að sögn Ástríðar kann að vera erf- itt fyrir farþega að sýna fram á fjár- hagstjón vegna tafa, en geti hann sýnt fram á að hann hafi misst af mik- ilvægum fundi, mikilvægum tón- leikum eða tengiflugi, sem valdið hafi honum fjárhagstjóni, á hann rétt á bótum frá flugrekanda. Bæturnar eru takmarkaðar við 4.150 SDR, sem eru sérstök dráttarréttindi (myntkarfa útbúin af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum) og miðast við gengi Seðlabankans á hverjum tíma. Ef farþega er vísað frá vegna um- frambókana getur hann einnig átt rétt á bótum ef hann er í áætlanaflugi en ekki ef um leiguflugi er að ræða. „Yf- irleitt er leiguflug þannig að verið er að selja eitthvað annað með, hótel, bílaleigubíl eða annað, sem fellur und- ir pakkaferð og um þær ferðir gilda lög um alferðir,“ segir hún. „Þá gilda ákveðnar ábyrgðarreglur en ekki gagnvart flugrekanda heldur þeim að- ila sem selur ferðina, sem getur svo átt endurkröfu á hendur flugrek- anda.“ Engin kvöð um mat Að sögn Ástríðar er engin sérstök kvöð í lögum á flugrekanda um mat eða dreifingu á matarmiðum ef um tafir er að ræða. „Það hafa hins vegar nokkur flugfélög og flugvellir í Evr- ópu undirgengist sérstaka skuldbind- ingu að eigin frumkvæði, sem Evrópu- samband flugmálastjórna og Evrópusambandið komu á fyrir um þremur árum og tóku formlega gildi 14. febrúar 2002,“ segir hún. „Annars vegar er um að ræða skuldbindingu flugfélaganna gagnvart farþegum og hins vegar rekstraraðila flugvalla um að bæta þjónustu gagnvart farþegum. En það eru ekki öll flugfélög eða flug- vellir í Evrópu sem hafa undirgengist þessar skuldbindingar og ég held að það sé eingöngu Icelandair hér á landi sem hefur gert það, auk millilanda- flugvallanna Keflavíkur-, Akureyrar-, Egilsstaða- og Reykjavíkurflug- vallar.“  FERÐALÖG |Réttur farþega ef flugi seinkar Ekki skylt að veita mat eða gistingu Reuters Flug: Fátt getur spillt ferðalaginu eins mikið og að verða strandaglóp- ur á erlendum flugvöllum. krgu@mbl.is SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Black Watch lagðist að bryggju í Sundahöfninni í gær, og gafst hópi Íslendinga tækifæri til að fara í skoðunarferð um skipið, áður en það hélt för sinni áfram til Grænlands. Um er að ræða rúmlega 800 farþega skip sem gert er út á vegum bresk/norska skipa- félagsins Fred. Ol- sen Cruise Lines, en Príma ferðaskrif- stofa er umboðsaðili þess á Íslandi. Black Watch er tæplega 30 tonna lúxusskip sem byggt var í Finnlandi árið 1972 og var tekið í notkun af Fred. Ol- sen árið 1986. Hönnun skipsins er með nokk- uð öðrum hætti en gengur og gerist á stærri skemmtiferðaskipum, en þar er lögð áhersla á fágun og persónulega þjónustu í anda skemmtisiglingarhefðar Breta. Skipið siglir reglulega til Norður- og Eystrasaltslanda, auk lengri siglinga um Kar- abíska hafið og Miðjarðarhaf, til Afríku og Suður-Ameríku. Öll aðstaða um borð er hin glæsilegasta, en auk 400 káetna eru tveir veitingasalir, tvö  SIGLINGAR | Í skoðunarferð um skemmtiferðaskipið Black Watch Fágun og persónuleg þjónusta í gömlum anda Fred. Olsen Cruise Lines, www.fredolsencruises.co.uk Príma Ferðaskrifstofa, www.primaferdir.is Morgunblaðið/Eggert Stoppað í Reykjavík: Black Watch lagðist að bryggju í Sundahöfn í vikunni. kaffihús og sundlaugarbar um borð. Auk þess eru veislustaðir og setustofur af ýmsum gerð- um þar sem boðið er upp á sýningar og lifandi tónlist. Mikil áhersla er lögð á að farþegar geti sinnt tómstundum á borð við bóklestur, spilamennsku og hand- verk af ýmsu tagi, og er boðið upp á nám- skeið á ýmsum sviðum í ólíkum ferðum. Fjöl- breytilegur veislumat- ur er innifalinn í ferð- inni, og þá getur komið sér vel að hafa aðstöðu til að stunda líkams- rækt um borð, en í skipinu er líkamsrækt- araðstaða, nudd- og snyrtistofa, heitur pottur og gufubað. Þá geta farþegar stundað tennis á efsta þilfari skipsins eða æft golfsveifluna í golfklúbbi skipsins. Á sóldekkinu geta farþegar síðan svamlað í sundlaug og pottum, setið við snakkbarinn eða notið hafgolunnar á sól- bekkjum. GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is FÁLKINN ER KOMINN AFTUR! Margar gerðir skúfhólka ásamt hálsmenum, ermahnöppum og bindisnælum. 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.