Morgunblaðið - 22.07.2004, Qupperneq 20
UMRÆÐAN
20 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
STEINDÓR J. Erlingsson vís-
indasagnfræðingur hefur verið að
skrifa í Morgunblaðið greinar um
lögfræði og sannleika að und-
anförnu. Greinar hans hafa verið að
nokkru leyti tileinkaðar mér og
þeim hugmyndum sem höfundur tel-
ur mig hafa um niðurstöður í lög-
fræðilegum álitamálum. Mér er
bæði ljúft og skylt að
bregðast lítillega við
skrifum Steindórs.
Síðan ég fór að
stunda lögfræðistörf
fyrir rúmlega 30 árum
hefur aðferðafræði
lögfræðinnar verið
mér hugleikin. Í lög-
fræðinni er tekist á um
raunveruleg viðfangs-
efni, sem skipta þá
sem í hlut eiga oft
miklu máli, jafnvel svo
að tekist er á um lífs-
hagsmuni þeirra. Ég
hef andmælt kenn-
ingum sem hafðar hafa verið uppi í
lagakennslu við Háskóla Íslands,
um að oft séu til margar mismun-
andi en jafnréttar niðurstöður í
sama málinu. Sama er að segja um
þann boðskap, sem þar er líka haldið
fram, að starfsemi dómstólanna fel-
ist ekki bara í því að finna regluna,
sem við átti þegar málsatvikin urðu,
heldur hafi þeir einnig því hlutverki
að gegna að setja nýjar reglur, sem
síðan er beitt afturvirkt á ágrein-
ingsefnið.
Í þessari afstöðu minni felst ekki,
að ég telji verkefnin, sem við er
fengist, einföld eða auðleyst. Þaðan
af síður hef ég haldið því fram, að ég
hafi sjálfur alltaf rétt fyrir mér, þeg-
ar ég reyni að leysa úr lögfræði-
legum viðfangsefnum. Ég hef líka
sagt, að alls konar sjónarmið og af-
staða til lífsins sem við höfum sé lík-
leg til að hafa áhrif á viðhorf okkar í
lögfræðinni. Aðferðafræði hennar
hafi hins vegar það markmið að út-
rýma slíkum viðhorfum. Í stað
þeirra eigi að koma aðferðir, sem
leiði til sömu niðurstöðu, hvort sem
dómarinn er kommi, krati eða íhald.
Ég gerði grein fyrir skoðunum
mínum um þetta í lítilli bók sem kom
út á síðasta ári undir titlinum Um
fordæmi og valdmörk dómstóla.
Mér sýnist Steindór ekki hafa lesið
hana. Það ætti hann að gera, fyrst
hann vill taka sér fyrir hendur það
verkefni að fjalla um skoðanir mínar
í þessum efnum á opinberum vett-
vangi. Þegar hann heimfærir skoð-
anir mínar til mannkynssögunnar
og telur þær tilheyra svonefndum
pósitívisma er allt sem hann segir
fjarri því að lýsa viðhorfum mínum.
Eru öll svörin jafnrétt?
Þegar við veltum fyrir okkur aðferð-
um í lögfræði getum við tekið dæmi
af lögfræðiþrætunum að und-
anförnu um frumvarp ríkisstjórn-
arinnar sem nú var lagt fyrir sum-
arþingið. Þrjár
kenningar virtust vera
uppi: A. Alþingi má
fella fjölmiðlalögin úr
gildi og setja ný, þar
sem ekki er í stjórn-
arskránni að finna tak-
markanir á þessu valdi
Alþingis í tilvikum eins
og því sem uppi er. B.
Alþingi má hvorki fella
lögin úr gildi né setja
ný, meðan þjóð-
aratkvæðagreiðsla um
lögin hefur ekki farið
fram. Við synjun for-
seta hafi hafist „ferli“,
sem Alþingi megi ekki rjúfa. C. Al-
þingi má fella lögin úr gildi en ekki
setja ný strax. Það megi bara gera
síðar, þó að óljóst sé, hvaða skilyrði
þurfa að vera komin fram til að það
megi gera.
Spurningin er þessi: Er eitt svarið
rétt eða eru þau öll jafnrétt? Getur
það verið, að Alþingi hafi verið
heimilt að samþykkja frumvarp rík-
isstjórnarinnar, en að því hafi líka
verið það óheimilt? Steindór hlýtur
að sjá að þetta gengur ekki. Um-
ræðan snerist einmitt um, hvað Al-
þingi væri heimilt að gera og hvað
ekki. Nú má vera, að vísindalegur
vafi, sem vill halda öllum mögu-
leikum opnum, segi okkur að best sé
að vera ekki of viss. En lögfræðin
nýtur ekki þessarar heimildar til
vísindalegs vafa. Hún verður að
svara. Raunar er það ljóst, að allir
lögfræðilegu álitsgjafarnir eru sam-
mála um eitt: Ein niðurstaða er rétt!
Sú sem þeir segjast sjálfir aðhyllast.
Þetta gildir líka um þá álitsgjafa í
þessum hópi, sem kenna nemendum
sínum, að margar mismunandi nið-
urstöður geti verið jafnréttar. Þess-
um kenningasmiðum vefst alltaf
tunga um tönn, þegar þeir sjálfir
færa fram kenningar sínar um sann-
leikann í lögfræðilegu málefni og
eru spurðir af hverju þeirra sann-
leikur sé betri en það sem aðrir
boða.
Annað dæmi: Nágranni Steindórs
byggir hús sem nær inn á á lóð hans.
Steindór telur þetta brjóta á sér rétt
og fer í mál. Nágranninn teflir fram
ýmsum rökum fyrir því, að hafa
mátt byggja svona. Hans lóð sé
minni en lóð Steindórs; fjölskylda
hans sé stærri og því þurfi hann
stærra húspláss; Steindór hafi ekk-
ert nýtt lóðarpartinn sem á var
byggt; Steindór hafi ekki verð-
skuldað að eignast lóð sína, þar sem
hann hafi fengið hana í arf eftir rík-
an frænda sinn, án þess að hafa
nokkuð til þess unnið. Hvað á dóm-
arinn að gera? Má hann taka þessar
röksemdir nágrannans til greina?
Við vitum öll að svarið við þeirri
spurningu er neitandi. Ástæðan er
sú, að röksemdirnar eru ekki lög-
fræðilegar. Þær vísa ekki til við-
urkenndra réttarheimilda. Þær má
flokka til þess, sem ég leyfði mér að
nefna vildarsjónarmið. Það er bara
ein rétt niðurstaða til í máli Stein-
dórs. Hann vinnur málið.
Hugarfar við leit að úrlausnum
Þegar ég gagnrýni aðra lögfræðinga
fyrir það sem mér finnst vera vitlaus
lögfræðiálit felst ekki í því krafa um
að menn séu fullkomnir. Enginn
okkar er það, kannski sem betur fer.
Í því felst hins vegar krafa um að
menn reyni af fremsta megni að út-
hýsa röksemdum, sem ekki eiga
heima í aðferðafræði lögfræðinnar,
jafnvel þó að þær séu í samræmi við
pólitískar skoðanir álitsgjafans eða
önnur huglæg viðhorf. Þeir eiga að
nálgast viðfangsefnið með því hug-
arfari, að þeir séu að leita að hinni
einu réttu niðurstöðu og mega alls
ekki selja sjálfum sér þá hugmynd,
að þeim hafi verið fengin heimild til
að velja milli mismunandi kosta.
Hvort sem Steindór trúir því eða
ekki, reyni ég sjálfur, þegar ég
freista þess að gefa álit, að fylgja
eigin hugmyndum mínum um að-
ferðafræðina. Með því er ég ekki að
segjast vera fullkominn, eins og
sumir saka mig um. Ég er bara að
reyna að vera heiðarlegur.
Lögfræði og sannleikur
Jón Steinar Gunnlaugsson svar-
ar Steindóri J. Erlingssyni ’Raunar er það ljóst að allir lögfræðilegu
álitsgjafarnir eru sam-
mála um eitt: Ein nið-
urstaða er rétt! Sú sem
þeir segjast sjálfir
aðhyllast.‘
Jón Steinar Gunn-
laugsson
Höfundur er prófessor við
lagadeild HR.
HIÐ merka framtak ungs fólks á
Vestfjörðum í þremur stjórn-
málaflokkum sem bar nafnið Með
höfuðið hátt vakti mikla og verð-
skuldaða athygli. Þar
var sleginn nýr og já-
kvæður tónn og
áherslan lögð á lausnir
og möguleika sem eru
til staðar á Vest-
fjörðum og víða um
land. Framtak af
þessu tagi gæti orðið
fleirum leiðarljós og
væri sannarlega gam-
an að sjá viðlíka gert
víðar á landinu.
Byggðamálin eru
viðfangsefni sem við
höfum ekki náð tökum
á. Neikvæð búsetuþróun er enn til
staðar. Margt hefur þó breyst.
Byggðir nálægt höfuðborgarsvæð-
inu vaxa nú hraðar en áður, stór-
iðjuuppbygging fyrir austan og á
Grundartanga styrkir búsetu og
Eyjarfjarðarsvæðið getur nú veitt
alvöru viðspyrnu, vegna fjölbreytn-
innar í samfélaginu. Eftir stendur
vandi víða annars staðar sem er al-
gjörlega óleystur, en kallar á ný
viðhorf vegna þeirra gríðarlega
miklu og öru þjóðfélagsbreytinga
sem við sjáum að hafa orðið á und-
anförnum árum. Margt bendir
raunar til að þessi vandi sé núna af-
markaðri og því viðráðanlegri en
áður. Það ætti að vera hvatning í
okkar ríka þjóðfélagi til frekari
dáða.
Það var í raun þetta
sem unga fólkið var að
benda á fyrir vestan.
Þetta framtak var í
raun og veru hvatning
um að nýta þau tæki-
færi sem væru fyrir
hendi og skoða þau í
ljósi breytinga í þjóð-
félagi okkar.
Háskólakennsla –
rökrétt framhald
Tökum dæmi. Náms-
sókn ungs fólks fer
vaxandi. Svarið við því hlýtur því að
vera að auka námsframboðið víðar
á landinu og koma þannig til móts
við vaxandi þarfir. Skólastarf breyt-
ist hratt. Meðal annars vegna nýrr-
ar tækni. Háskólakennsla og fyr-
irkomulag hennar er að gjör-
breytast á þann veg að það gagnast
mjög íbúum hinna dreifðari byggða.
Þetta endurspeglast í þeirri gríð-
arlegu námssókn í fjarnám sem við
öll þekkjum. Athyglisvert er hins
vegar að fjarnám af öllu tagi er nú
ekki síður orðið úrræði fyrir fólk á
höfuðborgarsvæðinu en utan þess,
eins og þó var raunin í upphafi.
Uppbygging háskólanáms tekur
mið af því.
Sú umræða sem fram hefur farið
á Vestfjörðum um uppbyggingu há-
skólanáms er eðlilegt framhald af
mikilli ásókn í háskólanám með
fjarkennslusniði. Ríflega 100 nem-
endur á Vestfjörðum stunda nám á
háskólastigi ár hvert. Hér er ekki á
ferðinni bóla, sem hjaðnar, eins og
margir héldu. Þetta virðist vera
orðin varanleg stærð. Þess vegna er
rökrétt að byggja ofan á það; þetta
sem fyrir er, eins og við Vestfirð-
ingar höfum reynt að benda á og
þróa eðlilega háskólakennslu, sem
þó tæki mið af aðstæðum hjá okkur.
Jákvæð viðbrögð
Yfirvöld menntamála hafa tekið
þessu jákvætt. Þann 18. desember
sl. skipaði þáverandi mennta-
málaráðherra, Tómas Ingi Olrich,
vinnuhóp um háskólasetur á Vest-
fjörðum. Í hópnum sátu fulltrúar
frá háskólasamfélaginu, ráðuneyti
og heimamönnum. Nefndin leggur
til tiltekna útfærslu á háskólanámi
sem ástæða er til að binda miklar
vonir við. Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra
kynnti á fundi um þessi mál ákvörð-
un sína um að varið yrði sér-
staklega 20 milljónum króna til
frekari undirbúnings þessu verk-
efni. Nú er unnið hörðum höndum,
meðal annars af hálfu heimamanna,
að útfærslu málsins. Það er því
ástæða til þess að fagna því að
þetta mikla framfaramál er á góð-
um rekspöl. Nú er það meðal ann-
ars hlutverk okkar þingmanna að
tryggja að þessi vinna geti haldið
áfram og við þannig náð mark-
miðum okkar.
Tækifærin eru til staðar
Nám, hvort sem er á háskólastigi
eða öðrum skólastigum, er vitaskuld
markmið í sjálfu sér. En það er
einnig þáttur í þeirri nýju mannlífs-
mynd sem við þurfum að móta á
landsbyggðinni. Þar hyggjum við
líka að öðrum þáttum. Við vitum að
fólk vill búa á landsbyggðinni, eigi
það þann kost. Þetta hefur komið
fram í vönduðum könnunum. Þegar
auglýst er eftir sérhæfðu starfsfólki
til starfa á landsbyggðinni, sækir
mikill fjöldi fólks um. Sveitarstjórn-
armenn segja okkur að brottflutt
ungt fólk sem hefur aflað sér sér-
þekkingar í námi eða starfi sækist
eftir að snúa til heimahaganna,
enda er búseta á landsbyggðinni
eftirsóknarverður kostur, eins og
allir vita. Þröskuldurinn er hins
vegar oftast skortur á atvinnutæki-
færum.
Lausnirnar eru í sjálfu sér ekki
einfaldar, en þær eru til. Hið op-
inbera getur stuðlað að þeim með
óbeinum hætti, en einnig beinum.
Ríkið, stærsti vinnuveitandi á Ís-
landi getur vitaskuld skipulagt
starfsemi sína með þannig hætti að
uppbygging atvinnutækifæra verði í
stórauknum mæli á landsbyggðinni,
einkanlega þar sem ekki nýtur
áhrifa af annarri atvinnuuppbygg-
ingu. Þetta er sjálfsagt úrræði og
örugglega það skjótvirkasta og
skilvirkasta til þess að snúa við
byggðaþróuninni.
En kjarni málsins er sá sem unga
fólkið á Ísafirði benti okkur á.
Tækifærin eru til staðar, vilji fólks-
ins til búsetu á landsbyggðinni er
ótvíræður. Það er verkefni okkar að
skapa skilyrðin svo hægt sé að
grípa tækifærin þannig að unga
fólkið geti valið sér búsetu á lands-
byggðinni í samræmi við óskir sín-
ar.
Tækifærin eru til staðar
Einar K. Guðfinnsson fjallar
um byggðamál á Vestfjörðum ’Þetta framtak var íraun og veru hvatning
um að nýta þau tækifæri
sem væru fyrir hendi og
skoða þau í ljósi breyt-
inga í þjóðfélagi okkar.‘
Einar K. Guðfinnsson
Höfundur er þingflokksformaður
Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í
Norðvesturkjördæmi.
Í HVERT sinn sem við förum út að
versla eigum við kost á því að skapa
heilnæmara umhverfi með því að
velja umhverfisvænar vörur umfram
aðrar. Það getur verið þrautin þyngri
að velja úr hinum mikla fjölda vöru-
merkja sem eru á boð-
stólum og ekki augljóst
hvaða kosti sumar vörur
hafa fram yfir aðrar.
Lýsing á innihaldi vara
og markaðssetning er
oft á tíðum villandi og
flókin og því oft á tíðum
erfitt að velja. Sumir
framleiðendur halda því
fram að varan þeirra sé
umhverfisvæn og búa
jafnvel til sitt eigið um-
hverfismerki en sjaldn-
ast er skilgreint ná-
kvæmlega hvað það
felur í sér. Neytendur
vita í slíkum tilfellum í
raun ekki hversu mikið
tillit hefur verið tekið til
umhverfisþátta við
hönnun og framleiðslu
vörunnar. Til þess að
einfalda neytendum val-
ið hafa verið sett á stofn
nokkur viðurkennd um-
hverfismerki sem starfa
samkvæmt skilgreindu
umhverfiseftirliti og vel
skilgreindum reglum. Margvísleg
skilyrði eru sett fram sem framleið-
endur þurfa að uppfylla eftir því um
hvaða vöru er að ræða til að fá leyfi til
að nota viðkomandi umhverfismerki.
Eitt viðurkenndasta umhverf-
ismerkið á norrænum slóðum er
Svanurinn. Starfsemi Svansins hefur
aukist jafnt og þétt síðustu árin bæði
hér á landi og á hinum Norðurlönd-
unum. Svanmerkt fyrirtæki og vörur
hér á landi bætast í hópinn á hverju
ári og nú síðast afhenti Siv Friðleifs-
dóttir Farfuglaheimilinu í Reykjavík
Svansmerkið fyrir um-
hverfisvæna þjónustu.
Neytendur geta verið
vissir um að þær vörur
og sú þjónusta sem bera
merki Svansins hafa
verið þróaðar og fram-
leiddar undir ströngu
eftirliti sérfræðinga á
hverju sviði með því
markmiði að framleiðsla
vörunnar og notkun
hennar valdi lág-
marksálagi á náttúruna
án þess að það hafi þó
áhrif á gæði vörunnar.
Það hefur sýnt sig að
fjölmargir neytendur
kjósa frekar vörur
merktar viðurkenndum
umhverfismerkjum eins
og Svaninum heldur en
aðrar ómerktar vörur.
Þau fyrirtæki sem hafa
valið að svansmerkja
fyrirtæki sitt eða vörur
sínar verða flest vör við
aukningu í sölu auk þess
sem þeim eykst virðing
hjá okkur neytendum fyrir gott fram-
tak í umhverfismálum. Við viljum öll
búa í heilnæmu umhverfi en til þess
svo megi verða er mikilvægt að við
leggjum öll eitthvað af mörkum.
Hvert einasta framtak skiptir máli.
Með því að velja umhverfismerktar
vörur í okkar allra þágu getur hvert
og eitt okkar lyft grettistaki hvað
varðar bætt og betra umhverfi. Þau
fyrirtæki sem sýna vistvernd í verki
með því að umhverfismerkja vörur
sínar og þjónustu eiga heiður skilinn
og þeir neytendur sem líta fyrst til
viðurkenndra umhverfismerkja eins
og Svansins áður en varan er valin
eiga þakkir skildar. Horfum fram á
veginn með Svaninum til bjartrar
framtíðar.
Svanurinn boðar
betra umhverfi –
Við eigum valið
Hrefna Guðmundsdóttir
fjallar um starfsemi Svansins
Hrefna
Guðmundsdóttir
’StarfsemiSvansins hefur
aukist jafnt og
þétt síðustu árin
bæði hér á landi
og annars stað-
ar á Norð-
urlöndum.‘
Höfundur er upplýsinga- og fræðslu-
stjóri hjá Umhverfisstofnun.
Eftirfarandi greinar eru á
mbl.is:
Jón Steinsson: „Það er engin
tilviljun að hlutabréfamarkað-
urinn í Bandaríkjunum er öfl-
ugri en hlutabréfamarkaðir
annarra landa.“
Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt
af markmiðum með stofnun
þjónustumiðstöðva er bætt að-
gengi í þjónustu borgaranna.“
Á mbl.is
Aðsendar greinar