Morgunblaðið - 22.07.2004, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.07.2004, Qupperneq 21
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 21 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Skeifan - Heil húseign - Í útleigu Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. Laugavegur 182 • 105 Rvk • Fax 533 481 • midborg id 5,656 fm húsnæði við Skeifuna. Húsnæðið, sem er verslunar-, skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði, skiptist í kjallara og tvær hæðir. Húsið er steinsteypt, kjallari og 1. hæð byggð árið 1965 en 2. hæðin er byggð árið 1998. Eignin er í góðu ásigkomulagi jafnt innan sem utan. Lóðin er 5.852 fm að stærð, frágengin með malbikuðum bílastæð- um og góðri aðkomu. Eignin er öll í útleigu. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Miðborgar. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HEILL og sæll Ottó og þakka þér fyrir bréfið til mín sem þú birtir í Morgunblaðinu á dögunum, Þú lýsir þar áhyggjum þínum vegna úr- skurða stjórnvalda í málum um meðlagsgreiðslur með börnum og oft skrifa menn í blöðin um ómerki- legri mál en það. Í bréfi þínu virðist hins vegar gæta svolítils misskiln- ings um ákvæði barnalaga um þetta efni og um þær reglur sem annars er fylgt við ákvörðun stjórnvalda um meðlagsgreiðslur. Þannig segir þú að í lögum sé mælt fyrir um það hver venjubundin meðlagsgreiðsla skuli vera. Þarna virðist mér sem um nokkurn misskilning sé að ræða, en barnalög segja ekki til um þetta en í þeim er á hinn bóginn mælt fyr- ir um lágmarksmeðlag. Lágmarks- meðlag er ekki hið venjubundna meðlag, það er, eins og orðið segir til um, lögbundið lágmarksmeðlag. Það er ekki óalgengt að foreldrar semji svo um, að meðlagsskylt for- eldri greiði aukið meðlag með barni og það er heldur ekki óalgengt að meðlagsskyldu foreldri sé með úr- skurði sýslumanns gert að greiða aukið meðlag með barni. Í barnalögum og í leiðbeiningum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til sýslumanna er skýrt tekið fram, að séu foreldrar ekki sammála um hve hátt meðlag skuli greiða með barni, og stjórnvöld verða því að ákveða meðlagsfjárhæðina, skuli ákveða meðlagið með hliðsjón af þörfum barns og fjárhagsstöðu beggja foreldra, þar á meðal afla- hæfi þeirra. Þegar litið er til þeirra úrskurða sýslumanna, sem hafa ver- ið kærðir til ráðuneytisins, sést, að almennt fylgja þeir þessum reglum og leiðbeiningum. Í úrskurðum ráðuneytisins er að sjálfsögðu byggt á þessum reglum. Vegna ummæla þinna um að ekk- ert tillit sé tekið til skuldbindinga meðlagsgreiðanda, svo sem vegna húsnæðiskaupa, vil ég nefna að í leiðbeiningum ráðuneytisins til sýslumanna er einmitt sérstaklega tekið fram að rétt geti verið að líta til skulda greiðanda sem hann hefur þurft að stofna til vegna húsnæðis- kaupa fyrir nýja fjölskyldu. Ég vil sérstaklega taka fram, að í greinargerð með frumvarpinu sem varð að barnalögum nr. 76/2003 var ýtarleg grein gerð fyrir verklagi stjónvalda við meðferð meðlagsmála og að ekki voru gerðar athugasemd- ir á alþingi við þær. Þar voru meðal annars reifaðar þær viðmið- unarfjárhæðir sem ráðuneytið lætur sýslumönnum í té, til þess að styðj- ast við í meðlagsúrskurðum, í því skyni að tryggja að samræmis og jafnræðis sé gætt við ákvarðanatöku um meðlag. Þú spyrð af hverju þessar viðmið- unarfjárhæðir hafi einungis hækkað um 10–12% á síðustu átta árum, meðan meðlag hafi því sem næst tvöfaldast. Vegna þessarar spurn- ingar þinnar vil ég taka fram, að ráðuneytið framreiknar viðmið- unartekjurnar árlega, miðað við vísitölu neysluverðs, og sendir sýslumönnum nýjar leiðbeiningar. Ráðuneytið hefur á hinn bóginn ekkert með fjárhæð lágmarks- meðlags að gera, það ræðst af því hver er fjárhæð barnalífeyris, eins og hann er ákveðinn á hverjum tíma samkvæmt lögum um almanna- tryggingar. Að lokum beinir þú þeirri spurn- ingu til mín hvort mér finnist ekki sanngjarnt að forsjárlaust foreldri sem hefur barn sitt 3–4 mánuði á ári skuli fá niðurfellt meðlag meðan á dvöl barnsins stendur hjá því. Mér þykir eðlilegt að foreldrar, sem ná samkomulagi um að barn dvelji í svo langan tíma hjá forsjárlausu foreldri, semji sín á milli um að meðlag sé ekki greitt þann tíma. Annað mál er hins vegar og flókn- ara hvort rétt sé að veita stjórn- völdum heimild til að ákveða nið- urfellingu meðlags ef foreldrar koma sér ekki saman um það. Slíkt gæti orðið erfitt í framkvæmd og deilur kynnu að verða um sönnun um dvöl barns hjá forsjárlausu for- eldri. Slík heimild kynni að auka deilur foreldra um umgengni og gæti jafnvel komið í veg fyrir ríf- lega umgengni hins forsjárlausa foreldris og barnsins, en vænta má að forsjárlausu foreldri sé um- gengnin meira virði en að losna undan meðlagsskyldunni um skeið. Með góðri kveðju, BJÖRN BJARNASON, dóms- og kirkjumálaráðherra Meðlagsgreiðslur Frá Birni Bjarnasyni: Svar við bréfi Ottós Sverrissonar um með- lagsgreiðslur. Í SUMAR hefur hvalur nokkur, stórhveli er óhætt að segja, haldið sig á Arnarfirði við bæjardyrnar á Hrafnseyri og Auðkúlu. Hefur hann leikið listir sínar skammt frá landi, en þar er mjög aðdjúpt. Hefur mátt ganga nokkuð að því vísu eftir há- degi flesta daga. Stundum hefur hvalurinn einnig sést að morgni dags. Sl. laugardag synti hann hæga siglingu út Arnarfjörðinn með bak- hlutann upp úr sjó öðru hvoru. Stundum leikur hann sér glatt með boðaföllum og blæs þá mikinn út um blástursholu sína. Heyrast þá oft hljóð lík þeim sem ísbirnirnir ráku upp í 1. apríl gabbinu fræga í Rík- isútvarpinu hér um árið. Þess á milli er bægslagangur og þá ýmist kafar hann eða rekur sporðinn upp úr sjó- lokunum. Stundum þegar strekk- ingsvindur er á fjörðinn syndir hann mótvind og sjást þá hvítar strok- urnar beggja vegna, líkt og spítt- bátur keyri. Þegar þetta er skrifað, mánudag- inn 19. júlí, var stórsýning hjá hon- um allan seinni part dagsins og langt fram á kvöld og varð margt manna vitni að henni. Það er vel þess virði að gera sér ferð í Arnarfjörð þessa dagana að sjá sýninguna hjá hinum arnfirska hval, þó að ekki sé hægt að ganga að honum vísum. Þess er að minnast að Arnfirð- ingar voru annálaðir hvala- og sela- skutlarar á sinni tíð. Þeir skutluðu hvali með handskutlum og voru lík- lega þeir einu sem það stunduðu hér á landi á 19. öld. Sömu hvalakýrnar komu árum saman inn á Arnarfjörð með kálfa sína. Þær voru af ýmsu reyðarkyni og þekktu heimamenn þær af sporðinum og gáfu þeim nöfn svo sem eins og Skeifa, Halla, Króka og Vilpa. Svo sagði Gísli á Álftamýri. Síðasta hvalinn sem veiddur var hér við land með handskutli járnaði Matthías á Baulhúsum, bróðir Gísla, haustið 1894. Faðir þeirra bræðra, Ásgeir Jóns- son, sem bæði bjó á Hrafnseyri og Álftamýri, sonur séra Jóns Ásgeirs- sonar, var einn fræknasti hvala- skutlari þeirra Arnfirðinga á 19. öld. Hann náði um sína daga að skutla 37 hvali (Kjartansbók). Hefur það verið mikil búbót fyrir bjargarþrota heim- ili sem oft voru mörg. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri Stórhveli skemmtir gestum og gangandi í Arnarfirði Frá Hallgrími Sveinssyni: www.thjodmenning.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.